Fréttablaðið - 21.01.2023, Side 64

Fréttablaðið - 21.01.2023, Side 64
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Tobbu Marinós bakþankar | Ég sá þættina Maid á Netflix fyrir rúmu ári síðan, en þeir eru byggðir á sannri sögu ungrar konu sem flúði of beldissamband með ungt barn og hafði ekki í nein hús að venda. Hún fékk svo loks starf við að þrífa hús hjá mjög efnuðu fólki. Það er sérstaklega ein setning sem hefur setið í mér síðan ég sá þættina. Unga konan er að þrífa gullfal- legt risastórt hús sem kona, sem virðist eiga allt, býr í. Húseigandinn er farsæl, arki- tekt, falleg, gift myndarlegum bankagutta. Allt virðist þetta vera eins og best er á kosið en það er auðvitað sjaldnast þannig. Það sem unga konan staldrar við er þó ekki rándýra húsið eða fallega konan heldur tíminn sem hún hafði – eða eins og hún orðaði það – „She has the the luxury of time.“ Þessi setning hefur haldið í mig síðan. Það eru ekki peningarnir sem skipta máli heldur að geta hagað málum þannig að við höfum tíma. Þurfum ekki stanslaust að vera að reka á eftir börnunum eða blóta á rauðu ljósi með sveitta efri vör og fjörfisk af streitu yfir því að vera of sein. Það kallar á margt f leira en styttri vinnudag. Fækka verkefnum og læra nægjusemi. Kannski má Ikea fokka sér í eina viku í viðbót? Eru útréttingarnar á listanum nauðsynlegar? Má kannski fækka þeim um helming og setjast fyrr niður með fjölskyldunni? Upplifa lúxusinn sem augna- blikið er? n Draumalúxus ÚTSALAN er í fullum gangi © Inter IKEA System s B.V. 2023 Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is ÚTSALA ODDNY púðaver 995,- 795,-/stk. Skoðaðu útsöluna hér! NÄCKROSMOTT gardínur B145�L250 cm 3.990,- 2.990,-/2 í pk. BJÖRKSNÄS rúmgrind B140�L200 cm 49.450,- Rimlabotn, miðstoð, dýna og rúmföt eru seld sér 34.450,- KLYNNETÅG sængurverasett B150�L200 cm 3.990- 2.990,-/stk. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Sparaðu tímann og gerðu einfaldari innkaup á netto.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.