Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 4
Rafmögnuð stemning baksviðs á Chicago Söngleikurinn Chicago var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í gær og var rafmögnuð stemning baksviðs fyrir frumsýninguna. Hér má sjá Anítu Rós Þor- steinsdóttur undirbúa sig en hún fer með hlutverk í sýningunni. Með aðalhlutverk fara Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikstjórn er í höndum Mörtu Nordal og danshöfundurinn Lee Proud sér um dans og sviðshreyfingar í sýningunni. Fréttablaðið/auðunn Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 20. skipti föstudaginn 10. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 3. febrúar næstkomandi. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2022 • Viðtal ársins 2022 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2022 • Blaðamannaverðlaun ársins 2022 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is Blaðamanna- verðlaun 2022 Bjarni Benediktsson og Hjörvar Hafliðason komu í Íþróttavikuna á Hringbraut. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra sagði í Íþrótta- vikunni með Benna Bó í gær að uppbygging í Laugardal mætti ekki dragast mikið lengur af því það næst ekki samkomulag við Reykjavíkur- borg um eðlilega aðkomu. aron@frettabladid.is Íþróttir „Mér finnst að þetta mál megi ekki dragast mikið lengur af því það næst ekki samkomulag við Reykjavíkurborg um eðlilega aðkomu. Það finnst mér ekki. Að minnsta kosti ætti að skoða hvort aðrar leiðir eru færar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en hann var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut í gær. Með Bjarna var Hjörvar Hafliðason en þeir ræddu meðal annars um uppbygginguna í Laugardal sem er fram undan. Íþróttamannvirki í Laugardal eru komin til ára sinna og á að reisa þjóðarhöll fyrir árið 2025. Þá er þjóðarvöllur eftir og leikvangur fyrir frjálsar íþróttir. Bjarni segir að það sé ekki greypt í stein að íþróttamannvirki verði í Laugardal en eðlilegt sé að horft sé til dalsins. Þar sé sagan og ákveðin miðstöð íþrótta á Íslandi. „Það sem ég hef verið að kalla eftir er að menn nái niðurstöðu um hlut- verk hvers og eins. Það er alls ekki sjálfgefið að ríkið komi að því að reka svona mannvirki. Við erum ekki að því í dag,“ segir Bjarni. Að sögn Bjarna hefði hann helst viljað að ríkið kæmi með ein- hverja tiltekna krónutölu og fram- lag. „Þetta er í vinnslu og ráðherra íþróttamála hefur verið að leiða þetta samtal við borgina. Við höfum metnað til að gera þetta vel. Spurningin er hversu Reykjavíkurborg sjálf leggur mikla áherslu á að taka þátt og vera með eðlilegan hlut í þessu því mér finnst það svolítið óljóst,“ sagði hann. Skuldastaða borgarinnar er þekkt og spurði Hjörvar hvort það væri hægt að fara með mannvirkin annað og tók sem dæmi Kópavog. Þá benti hann á að eitt skemmtilegasta vallar- stæðið væri í Kaplakrika. „Eina sem ég vil ekki er kleinu- hringjavöllur. Ég vil fjórar stúkur,“ sagði hann ákveðinn. „Þetta er ekkert svo stórt verkefni að menn leysa það ekki. Það er mín skoðun. Þetta er verkefni sem þú ferð sjaldan í og horfir til áratuga,“ svaraði Bjarni og endaði á að boða tíðindi. „Það verður eflaust margt að frétta á næstu mánuðum,“ sagði fjármálaráðherra. n Uppbygging í Laugardal má ekki dragast mikið lengur Það er alls ekki sjálf- gefið að ríkið komi að því að reka svona mannvirki. Við erum ekki að því í dag Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra ragnarjon@frettabladid.is Kjaramál Stéttarfélagið Ef ling hafnar því sem það kallar „þvingun- araðgerðir ríkissáttasemjara“ eftir að ríkissáttasemjari setti fram miðl- unartillögu sem sætta átti deilur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Við höfnum þessari þvingun- araðgerð og við ætlum að verjast þessari átroðslu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og segir stéttarfélagið enn stefna á verkfallsaðgerðir gegn Íslandshót- elum. Kosningu um þær muni ljúka á mánudagskvöld. Til stóð að atkvæðagreiðsla færi fram í dag meðal félagsmanna Ef lingar um miðlunartillöguna. Hætt hefur verið við kosninguna þar sem stéttarfélagið neitar að afhenda kjörskrá sína og hefur rík- issáttasemjari leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þess. Efling hefur gagnrýnt miðlunar- tillöguna harðlega og telur hana ólögmæta þar sem ráðgast eigi við deiluaðila áður en slík tillaga er lögð fram. Ríkissáttasemjari hefur varið ákvörðunina og segir hana standast lög. Gera má ráð fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni taka málið fyrir í næstu viku. n Segjast hafna þvingunaraðgerðum Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar birnadrofn@frettabladid.is EUrOViSiON Twitter-völvan Cystal Ball ESC hefur síðustu daga valdið miklu fjaðrafoki með því að birta lista yfir þá keppendur sem taka munu þátt í Söngvakeppninni á RÚV. Í fyrradag var greint frá fyrstu fimm keppendum keppninnar og í gær voru birt fimm nöfn til viðbótar og fullyrt að um væri að ræða þá tíu keppendur sem keppi um að koma fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Bretlandi á þessu ári. Undanfarin ár hafa lögin í keppn- inni átt það til að leka út áður en þau eru tilkynnt á RÚV. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngva- keppninnar, greindi frá því í Frétta- blaðinu í gær að hann teldi að búið væri að skrúfa fyrir alla möguleika á leka. Það virðist þó ekki hafa átt við um keppendurna sjálfa en enn hefur lög- unum í keppninni ekki verið lekið. Þau verða frumsýnd á RÚV í kvöld. Ekki náðist í Rúnar við vinnslu fréttarinnar. n Þessi nöfn keppi í Söngvakeppninni Móeiður Júníusdóttir er sögð vera ein keppenda í Söngvakeppninni. 2 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.