Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 22
Þannig er lausnin í raun orðin að svipta fólk rétt- indum sínum út af því að kerfið bjó til tækni- hindranir. Inga Björk Tveggja ára greindist Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir með hrörnunarsjúkdóm. Hún hefur barist ötullega fyrir réttindum fatlaðs fólks og er á leið í doktorsnám. Hyggst hún rannsaka útilokun jaðarhópa með rafrænum skilríkjum. Inga Björk Margrétar Bjarna- dóttir hefur undanfarin ár barist ötullega fyrir því að réttindi fatlaðs fólks á Íslandi og annarra í jaðarhópum séu virt, ýmist á eigin vegum, sem verk- efnastjóri hjá Þroskahjálp eða sem varaþingmaður fyrir Samfylking- una. Í janúar hóf Inga Björk doktors- nám við Háskóla Íslands í deild menntunar-og margbreytileika við Menntavísindasvið og hyggst rannsaka þar viðfangsefni sem haft hefur mikil áhrif á líf einstaklinga í jaðarhópum; innleiðing svokallaðra rafrænna skilríkja en aðgengi ein- staklinga í jaðarhópum að þeim er mjög takmarkað. „Ég ætla að rannsaka stafræna framþróun hjá íslenska ríkinu og sveitarfélögum og skoða áhrif henn- ar á jaðarhópa með áherslu á fólk með þroskahömlun, en hún hefur auðvitað áhrif á aðra hópa, svo sem einstaklinga sem glíma við heimilis- leysi, flóttafólk og eldra fólk,“ segir Inga Björk. „Ástæðan fyrir því að fólk með þroskahömlun sérstaklega fær ekki rafræn skilríki er sú að gerð er krafa um það að þú sért að auðkenna sjálfan þig. Þú mátt ekki auðkenna neinn annan en þig, þannig að þú ert að segja tölvunni að þú sért þú.“ Það er því brot gegn reglugerðum um rafræn skilríki að einhver annar auðkenni einstaklinginn. Reglu- gerðirnar eru af alþjóðlegum upp- runa og gera ekki ráð fyrir því að fólk þurfi aðstoð. „Á sama tíma erum við auðvitað með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þar sem segir að fatlað fólk eigi rétt á aðstoð og ekki eigi að nota tæknina til að jaðarsetja fólk meira, heldur að nýta hana til að auka sjálfstæði,“ segir Inga Björk. Tilgangur rafrænna skilríkja sé að tryggja öryggi þeirra sem þau nota og það takist á við mannréttinda- vinkilinn. „En það hefur reynst mjög flókið að finna einhverja leið sem bæði viðheldur réttindum fólks og tryggir öryggi þess.“ Lagt til að fólk sé svipt sjálfræði Áhugavert sé að fylgjast með íslenska ríkinu halda áfram þessari þróun í stað þess að velta því upp hvernig leysa megi þessa f lækju. „Og við höfum því miður fengið upplýsingar um það að sýslumannsembættin hafi lagt það til við aðstandendur að fólk sé svipt sjálfræði, því aðstand- endur eru að lenda í svo miklum vandræðum með að sinna daglegum hlutum eins og bankamálum og heil- brigðismálum út af stafrænni fram- þróun. Þannig að lausnin er í raun orðin að svipta fólk réttindum sínum út af því að kerfið bjó til tæknihindr- anir.“ Inga segist ekki vita til þess að það hafi verið gert en alvarlegt sé að opinberir starfsmenn líti á það sem lausn í stað þess að breyta kerfinu. Stuttu fyrir áramót var persónu- legum talsmönnum fatlaðra gert kleift að skrá sig inn á sínum eigin rafrænu skilríkjum til að komast inn á aðgang fatlaðra skjólstæðinga sinna. „Þetta hljómar eins og frábær lausn og er það að mörgu leyti, en þetta býr þá til hættu á að við tökum sjálfstæðið af fólki að óþörfu. Þannig fá einstaklingar, sem gætu fylgst með sínum málum og tekið þátt í að stýra sínum persónulegum aðstoðar- mönnum, ekki lengur tækifæri til þess eða eru í hættu á því vegna þess að yfirráðin eru komin í annarra hendur.“ Þannig séu einstaklingar með hreyfihömlun sem ekki geti stimplað inn kóðann sinn í sömu aðstæðum. Stafrænn heimur lokar jaðarhópa úti Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir er ein sú fyrsta sem fékk NPA-þjónustu hér á landi. Hún hefur alla tíð viljað nýta þau forréttindi sem í því felast til að ljá einstaklingum í jaðarhópum rödd til að öðlast sama frelsi. fréttablaðið/valli „Þeir eru í rauninni settir í þá stöðu að þurfa annað hvort að segja ein- hverjum lykilorðið sitt og láta ein- hvern annan skrá sig inn sem er þá í rauninni samt brot á reglugerðinni, eða þá að fela einhverjum öðrum algjör yfirráð,“ segir Inga Björk. „Einstaklingurinn er þá með líkamlega fötlun en getu til þess að gera allt sjálfur og á kannski mikla fjármuni inni á bankabók. Þá er hann ekki tilbúinn til að láta ein- hvern annan sjá um peningamálin sín bara út af því að þú þarft að geta stimplað inn kóða með þínum eigin fingrum.“ Inga segir þetta snúast um að halda í sjálfstæði. „Og auðvitað er það alltaf kjarninn í mannréttinda- baráttu og samningi Sameinuðu þjóðanna að leyfa fólki að halda í þetta sjálfstæði, að vera ekki að taka yfirráð af fólki, því auðvitað býður það líka upp á misnotkun að færa alla ábyrgðina í hendur einhvers annars.“ Framtíðarstef Áhrif rafrænna skilríkja á jaðarhópa hafa aldrei verið rannsökuð hér á landi fyrr en nú. „Því meira sem ég skoða þetta, því meira sé ég að þetta er stef sem við munum sjá sífellt meira af á næstu árum, ekki bara varðandi fatlað fólk, heldur alla jaðarhópa,“ segir Inga Björk og nefnir máltækni, gervi- greind, heilbrigðistækni og líftækni í því samhengi. Alls konar siðferðisspurningar muni vakna með nýrri tækni. „Og það verður hætta á því að þeir sem eru svona meðaljónar muni græða mjög mikið á þessari innleiðingu, en jaðarhópar muni sitja eftir og verða fyrir slæmum afleiðingum.“ Inga Björk nefnir sem dæmi fóst- urskimanir þar sem skimað er eftir því hvort fóstur séu lífvænleg eða ekki. „Þar eru fötluð fóstur auðvitað undir og þetta er þróun sem mun halda áfram,“ segir hún og nefnir hinsegin genið sem dæmi. „Ef það finnst einhvern tímann, hvaða ákvarðanir munu foreldrar taka í löndum þar sem samkyn- hneigð er bönnuð að hluta eða öllu leyti? Það er mikilvægt að við veltum fyrir okkur þróun tækninnar, því við sjáum alveg að stjórnkerfið heldur ekki í við tækniþróunina. Okkur hefur ekki tekist að setja reglur eða taka umræðuna um siðferðislega erfið mál um tækni á þeim hraða sem hún þróast.“ Inga nefnir nærtækara dæmi um nýlegar breytingar á skilum á dósum í Endurvinnslunni. „Við erum auð- vitað að sjá þessa þróun alls staðar, eins og núna síðast með breytingum á dósaskilagjaldinu, núna þarftu app til þess að fá greiðslu þegar þú ferð með dósir til Endurvinnslunnar. Maður hugsar strax til þess hóps sem er niðri í bæ um helgar að safna dósum, þetta er oft mjög fátækur hópur sem safnar dósum til að eiga í sig og á. Þessir einstaklingar eiga ekki flottustu snjallsímana eða eiga ekki alltaf tæknina til þess að geta tekið þátt í svona framþróun og þarna erum við að jaðarsetja fólk enn meira.“ Inga segir marga telja að þetta vandamál muni á endanum þurrk- ast út, því næstu kynslóðir muni allar kunna á tæknina. „En auðvitað er það þannig að fólk missir færni vegna aldurs, það lendir í slysum, það veikist og svo er auðvitað alltaf einhver hópur sem vegna fötlunar sinnar eða stöðu að öðru leyti getur ekki tileinkað sér þessa færni,“ segir Inga Björk. Inga var með pistla á Rás 1 um tæknimál og áhrifin á jaðarhópa nýverið. Hún segir fjölda eldra fólks hafa haft samband í kjölfarið og sagst tengja við upplifun Ingu. „Þó ég hafi auðvitað mest verið að tala um fatlað fólk í þessu samhengi, þá upp- lifði fólk bara að það væri að lokast úti og við erum í rauninni að búa til fyrsta og annars flokks þegna.“ Vill nýta eigin forréttindi „Ég er í forréttindastöðu og vil nýta þessi tækifæri sem ég hef fengið,“ segir Inga sem nefnir að hún hafi verið meðal þeirra fyrstu sem fengu NPA-þjónustu hér á landi. Notenda- stýrð persónuleg aðstoð, eða NPA, þýðir að Inga getur búið heima. „NPA þýðir að ég get búið heima hjá mér, stofnað fjölskyldu, hef getað sótt mér vinnu, búið erlendis, tekið sæti á Alþingi og svo margt f leira því aðstoðin er á mínum forsendum en ekki forsendum kerfisins. Og ég hef einhvern veginn nýtt það við að hjálpa öðrum að fá sama frelsi og ég hef fengið.“ Inga greindist tveggja ára gömul með hrörnunarsjúkdóminn SMA og hefur notað hjólastól frá því hún var barn og heldur sjúkdómurinn áfram að hafa áhrif á líkama Ingu. „Það er til lyf við honum sem gefið er fullorðnu fólki úti um allan heim en á Norðurlöndunum og þar með á Íslandi hefur verið ákveðið að einungis einstaklingar undir 18 ára fái lyfið,“ segir Inga en um er að ræða lyfið Spinraza. „Og þetta algjörlega brýtur í manni hjartað, vitandi að það er til lyf á Íslandi sem gefið er á Land- spítalanum, en ég fæ það ekki og þetta varð kannski enn þá erfiðara eftir að ég eignaðist strákinn minn sem er rúmlega þriggja ára gamall, að einhvern veginn finna að maður er að missa mátt í líkamanum og eitt- hvað sem hefur ekki truflað mig áður en ég finn það núna að það er farið að trufla mig meira og meira að hann er að stækka. Nú velti ég meira fyrir mér hve lengi ég mun hafa þann kraft sem ég hef núna og hvernig framtíðin muni líta út. Hvort ég muni þurfa önd- unarvél í framtíðinni, hvenær það verður, hvenær ég verði óvinnufær, hvenær ég hætti að geta séð fyrir fjöl- skyldunni og þú veist, hvernig verður að fá aðstoð í framtíðinni, þegar ég hætti að geta gert hluti sjálf,“ segir Inga Björk. n Þetta algjörlega brýtur í manni hjartað, vit- andi að það er til lyf á Íslandi sem er gefið á Landspítalanum en ég fæ það ekki. Inga Björk Oddur Ævar Gunnarsson odduraevar @frettabladid.is 20 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.