Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 20
Ungbörn þurfa á stöðugri umönnun að halda svo það er ekki að undra að heilinn þurfi að aðlagast breyttum aðstæðum. Víðtækari vitneskja í þessum efnum gæti orðið frábært verkfæri í til að mynda ákvörð­ unum um lengd og skiptingu foreldra­ orlofs. Heili karla minnkar við föðurhlutverkið Ýmislegt er þekkt og vitað um áhrif meðgöngu og barneigna á mæður. Áhrifin á feður eru óbeinni og minna rannsökuð en nýverið kom út vísinda- grein í tímaritinu Cerebral Cortex, þar sem sýnt er fram á að heili karla geti minnkað með fyrsta barni, en um leið gert þá að betri uppalendum. bjork@frettabladid.is Rannsóknin var unnin í samstarfi tveggja rannsóknarstofa, annarrar á Spáni og hinnar í Bandaríkj- unum, nánar tiltekið við Suður- Kaliforníuháskóla. Á hvorum stað voru 20 tilvonandi feður fengnir til að taka þátt og var umfang heila þeirra mælt með segulómunum, bæði fyrir og eftir fæðingu frum- burðar þeirra. Til samanburðar voru heilar 17 barnlausra karla einnig mældir. n Heilinn þarf að aðlagast Skoðað var hvort umskiptin hefðu áhrif á rúm- mál og formgerð heilabarkar og svæða dýpra inni í heila og reyndist heilabörkur minnka. Það er þó engin ástæða til að örvænta enda er mæld minnkun innan við eitt prósent og alls ekki skaðleg. Þessi minnkun á heilaberki gerist við ýmsar kringumstæður og má segja að eftir fæðingu frumburðarins taki við tímabil örra breytinga á heila. Ungbörn þurfa á stöðugri umönnun að halda svo það er ekki að undra að heilinn þurfi að aðlagast breyttum aðstæðum. Meiri skilvirkni Áhrifin á feðurna eru lítil að magni og formgerð en gætu haft töluvert að segja um atferli og hugsun hins nýbakaða föður. Breytingin er sér- staklega sýnileg á svæðum sem stjórna athygli og samúð og gæti þannig haft áhrif á hæfni feðra til að þekkja og sjá fyrir þarfir barnsins. Minnkun á heilaberki þýðir í raun að heilinn verður þéttari og straumlínulagaðri á þessum svæðum, sem skilar sér í meiri skilvirkni. Aukin samkennd Þetta tímabil mætti horfa á sem tímabil örra breytinga þar sem frumum eru fengin ný hlut- verk og kenndum, eins og samkennd, fengið meira rými en áður. Nýbakaðir feður læra, ef þessi túlkun er rétt, að þekkja barn sitt og þarfir þess, auk þess að sýna mál- og bjargarlausum einstaklingnum samkennd. Þessar breytingar mældust ekki í barnlausa hópnum sem mældur var til samanburðar. Hormónar og reynsla Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á víðtækar breytingar á heilum mæðra. Þær taugafræði- legu breytingar eru taldar stafa af hormónum og styrkja tilfinningatengsl milli móður og barns. En samkvæmt þessari nýju rannsókn virðast alla vega sumar breytinganna einfaldlega verða vegna nýtilkominnar reynslu af foreldrahlut- verkinu. En tekið skal fram að hvort tveggja getur að sjálfsögðu verið rétt. Breytilegar milli þátttakenda Í tilfelli feðranna eru breytingarnar ekki aðeins minni heldur eru þær jafnframt breytilegri á milli þátttakenda. Samkvæmt höfundi greinarinnar í Cerebral Cortex, stafar það líklega af mismiklu framlagi feðra til foreldrahlutverksins, mismun- andi menningarlegu samhengi eða reglum um foreldraorlof. En þar sem rannsóknin er of lítil til að komast að afgerandi niðurstöðu eru þetta enn allt tilgátur. Áframhaldandi rannsóknir Rannsakendurnir hyggjast skoða enn betur áhrif menningarlegra þátta á það hvernig heil- inn bregst við foreldrahlutverkinu. Víðtækari vitneskja í þessum efnum gæti orðið frábært verkfæri í til að mynda ákvörðunum um lengd og skiptingu foreldraorlofs. Þessar niðurstöður benda alla vega til þess að feður ættu að vera virkir þátttakendur í lífi hvítvoðunga frá fyrsta degi. Gögnin eru nokkuð skýr, heili karla breytist við barneignir. Nú þarf bara að skilja hvernig – og af hverju. 18 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.