Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 53
Helstu breytingarnar verða innandyra og á hugbúnaði. Framtíð Harley-David- son verður 100% raf- drifin. Koji Sato hefur sömu ástríðu fyrir bílum og fyrirrennari hans. Það þykja talsverðar fréttir í bílaheiminum þegar for- stjórar bílamerkja til margra ára hætta skyndilega, enda viðbúið að slíkt hafi áhrif á stefnu fyrirtækisins. njall@frettabladid.is Akio Toyoda tók við stjórnvelinum hjá Toyota fyrir 14 árum síðan og hefur sett sitt mark á merkið. Hann hefur alla tíð lagt áherslu á að bílar eigi að vera skemmtilegir og þess vegna höfum við séð Toyota koma fram með bíla eins og GT86, Supra og GR-línuna á undanförnum áratug. Toyoda mun taka við stöðu stjórn- arformanns Toyota í stað Takeshi Uchiyamada, aðalhönnuðar fyrsta Prius-tvinnbílsins. Toyoda hættir sem forstjóri 1. apríl næstkomandi en við tekur Koji Sato sem er valinn vegna sömu ástríðunnar fyrir bílum og fyrirrennari hans. Hann keppir meðal annars í mótorsporti undir nafninu Driver Morizo og tók til dæmis þátt í 24 stunda keppninni á Nurburgring árið 2019. Sato er núverandi forstjóri Lexus og Gazoo Racing en hans bíður nú það verkefni að leiða sókn Toyota inn á rafbílamarkaðinn. Þar kemur reynsla Sato sér vel en Lexus setti fyrsta rafbíl sinn á markað árið 2019 og er að fara að kynna fyrsta rafbíl sinn byggðan á e-TNGA-undirvagn- inum, seinna á þessu ári. Næsti raf- bíll Toyota verður bíll byggður á bZ Compact Crossover tilraunabílnum og fer hann í sölu seint á þessu ári. Toyota hefur verið seint til að bregð- ast við þróun raf bílamarkaðsins í Evrópu en áætlar nú að koma með 30 nýja rafbíla á markað áður en ára- tugurinn er úti. n Akio Toyoda víkur fyrir Sato sem forstjóri Toyota Styttist í öflugri Porsche Taycan njall@frettabladid.is Síðar á þessu ári fær Volkswagen ID.3-raf bíllinn fyrstu andlits- lyftingu sína og veftímaritið Auto Express birti á dögunum fyrstu myndir af bílnum við prófanir. Þótt breytingarnar virðist í fyrstu ekki miklar má sjá mun á honum og fyrstu árgerðum bílsins. Helstu breytingar eru á fram- stuðara með nýjum loftinntökum til hliðanna. Vitað er að bíllinn mun fá endurhönnuð aðalljós en þau eru ekki á þessum prófunar- bíl. Eins og áður hefur komið fram eru aðalbreytingarnar innandyra, og þá aðallega í margmiðlunar- skjánum sem stækkar í 12 tommur. Einnig mun bíllinn fá nýjasta hug- búnað Volkswagen sem á að bæta vinnslugetu og auðvelda uppfærslur gegnum netið. Volkswagen hefur hins vegar ekkert gefið upp ennþá um hvort von verði á meira drægi í næstu uppfærslu. n Fyrstu myndir af andlitslyftingu ID.3 njall@frettabladid.is Það styttist óðum í að annað raf- mótorhjól Harley-Davidson komi á markað, en það er LiveWire S2 Del Mar. Hjólið er hugsað fyrir yngri kaupendur og er minna en LiveWire One-mótorhjólið. Það mun einnig verða ódýrara og þótt drægið sé aðeins 177 kílómetrar mun það ekki koma að sök, enda aðallega hugsað fyrir borgarakstur. Það sem vekur þó athygli margra er nýlegt viðtal Dezeen við Jochen Zeitz, forstjóra Harley-Davidson. Þar segir hann blákalt að framtíð Harley-Davidson verði 100% raf- drifin. Það þarf svo sem enga spá- dómsgáfu til að sjá að framtíð sam- gangna verði rafdrifin, einnig fyrir bílaframleiðendur. Einnig vekur athygli að Zeitz virðist ófeiminn að nefna það þrátt fyrir að stór kaupendahópur Har- ley-Davidson sjái ekki framtíðina með sömu augum. „Á einhverjum tímapunkti verður Harley-David- son að fullu rafdrifið merki,“ sagði Zeitz í viðtalinu. „Það mun ekki gerast á einni nóttu en það er samt Harley-Davidson fer í rafmagnið Akio Toyoda kynnti ásamt Koji Sato tvær gerðir AE86 á Bílasýningunni í Tók- ýó fyrir skemmstu, önnur er rafdrifin en hin vetnisdrifin. fréttablaðið/epa Akio Toyoda hefur stýrt Toyota síðan 2009 og á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á merkinu. MYND/epa LiveWire S2 Del Mar raf- mótorhjólinu er ætlað að ná til stærri og yngri kaupendahóps. MYND/ HarleY-DaViDSON breyting sem er óhjákvæmileg. Ef litið er til sögu Harley-Davidson síðastliðin 120 ár hefur merkið alltaf verið í stöðugri þróun. Eins og stofnendur Harley-Davidson reyndu á sínum tíma að koma með eitthvað nýtt á markað, þurfum við að gera eins. Fyrsta rafmótor- hjól Harley-Davidson var LiveWire sem kom á markað árið 2019, en LiveWire-nafnið hefur þróast út í undirtegund Harley-Davidson. n Njósnamyndir af andlitslyftingu Volkswagen ID.3 náðust í vikunni. MYND/aUtO eXpreSS njall@frettabladid.is Porsche er á leiðinni með öflugri Taycan sem mun geta keppt við Tesla Model S Plaid og nýjustu myndir af bílnum án dulargervis náðust nýlega við vetrarprófanir. Myndirnar sýna að bíllinn fær breytingar sem eru með áherslu á akstursgetu hans. Má þar nefna vindkljúf að framan með stærri loftinntökum en áður, en þau munu sjá um að kæla þriðja mótorinn og stærri bremsur sem bíllinn mun þurfa á að halda. Að aftan er föst vindskeið og loft- dreifari og mun það hjálpa með að halda bílnum á jörðinni. Einnig virðist eins og búið sé að endur- hanna myndavélabúnað og radar sem gefur til kynna að bíllinn fái meiri hjálparbúnað. Ekki veitir af með þremur rafmótorum sem sam- tals geta jafnvel náð 1.000 hestafla markinu. n Búast má við nýjum felgum á nýjum Taycan en ekki þessum sem eru undir prófunarbílnum. MYND/aUtO eXpreSS njall@frettabladid.is Tveir bílaframleiðendur eru með áform um framleiðslu á litlum, raf- drifnum pallbílum. Hjá General Motors hefur talsmaður merkisins, Stuart Fowle, látið hafa eftir sér að lítill pallbíl með rafmótor sé á teikniborðinu þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um framleiðslu enn þá. Nissan Motor Co. hefur einnig sagt að tvær gerðir raf bíla verði framleiddar í nýrri verksmiðju merkisins í Mississippi. Annar þeirra er Nissan Ariya sem Tveir litlir rafpallbílar í burðarliðnum Chevrolet S10 pallbíllinn er seldur í Suður- Ameríku en rafdrifin út- gáfa hans gæti komið frá GM. kominn er á markað, og að sögn stjórnarmanns hjá Nissan mælir allt með að rafdrifin útgáfa Fron- tier-pallbílsins komi næst. Litlir pallbílar henta vel sem raf- bílar þar sem þeir eru minni og þar af leiðandi léttari, en einnig er auðveldara að gera þá straumlínu- lagaðri. Síðast en ekki síst elska bandarískir kaupendur pallbíla- formið enda vinsælustu bílar þar ár eftir ár. n FréTTAblAðIð bílar 3128. jAnúAr 2023 laUGarDaGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.