Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 40
Þorbjörg Hafsteinsdóttir,
næringarþerapisti og bóka-
höfundur, segir að góð
heilsa og hollusta sé byggð
á öruggum og sterkum
stoðum og þær mikilvæg-
ustu séu mataræði, líkams-
rækt, hugrækt og viðleitni.
sjofn@frettabladid.is
Þorbjörg er næringarsérfræðingur,
heilsuráðgjafi og lífsþjálfi með
30 ára reynslu að baki. Hún hefur
hjálpað fólki og gefið innblástur
um heilsusamlegan lífsstíl í einka-
tímum, í bókunum sínum, í fyrir-
lestrum og á námskeiðum um ára-
bil og nýtur sín í þessu hlutverki.
„Mín reynsla er sú að góð heilsa
og hollusta er byggð á öruggum og
sterkum stoðum og þær mikil-
vægustu eru mataræði, líkams-
rækt, hugrækt og viðheldni,“ segir
Þorbjörg og sjálf reynir hún að
halda vel í þessar stoðir.
Við fengum Þorbjörgu til að
segja okkur hvernig hefðbundinn
dagur hjá henni er þegar kemur
að því að fá sér næringu og einnig
fengum við hana til að deila með
lesendum uppskrift að einum af
sínum uppáhaldsréttum sem á
vel við í vetrarhörkunum þessa
dagana.
Lágkolvetnamataræði virkar vel
„Ég borða bólgustemmandi lágkol-
vetnamataræði svipað því sem ég
skrifa um í Ketóflex 331 bókinni.
Mataræðið virkar einstaklega
vel til að ná tökum á yfirdrifinni
sykurneyslu og -fíkn, á ójafnvægi
á blóðsykri og til að örva fitu-
brennslu og létta sig. Ég hef sjálf
verið veik fyrir sykri allt mitt líf og
tel að sykur- og matarfíkn sé oft
misskilin sem „bara“ stjórnleysi.
Til að sporna við að sykurlöng-
unin taki stjórn og að „detta í það“,
er mín reynsla og besta ráð við-
heldni og rútína með líkamsrækt,
jóga og kolvetna snauðu mataræði
sem inniheldur nóg af hollri fitu
og prótínum. Það, meðal annars,
róar taugakerfið og mettar og
persónulega er ég mun orkumeiri
og hausinn bullar ekki og sljóvgar
vitund eins og gerist á sykri. Þvert
á móti verður skýrleiki og fókus
og það ástand hentar mér og þeim
sem fylgja mínum ráðum betur.
Rútínan og reglusemi er nauðsyn-
leg til að stjórna því sem er undir
okkar stjórn. Það er ekki hægt að
gera eitthvað bara stundum og
þegar maður er í stuði, það eru
tvö skref áfram og eitt tilbaka
og ekkert gerist. Margir verða
pirraðir og vonsviknir á sjálfum
sér og gefast upp. En það er ekki
sanngjarnt, gagnvart sjálfum sér,
enginn verður óbarinn biskup og
það þýðir ekkert að væla en bara
prófa aftur og aftur þangað til
rútínan verður komin í DNA- for-
ritið,“ segir Þorbjörg þegar hún
er spurð út í hvaða mataræði hún
aðhyllist.
„Hvað maður borðar er mikil-
vægt en hvenær er kannski það
allra mikilvægasta. Tímabundin
fasta er áhrifarík leið, fyrir f lesta,
til að stilla blóðsykur og auka
fitubrennslu. Líkamsrækt og
hreyfing er nauðsynleg, líkaminn
er hannaður til að hreyfa sig. Ég
er svo heppin að finnast gaman
að hreyfa mig og mæti þrisvar í
viku í HIIT (high intensy interval
training) útitíma, hvernig sem
viðrar. Líkamsrækt er hluti af
minni „biohacking“ ástundun og
þar á meðal er jóga, hitinn í gufu
og sund í köldum sjó.“
Þyngri matur yfir veturinn
„Í byrjun árs finnst mér gott
að núllstilla mig í nokkra daga
á föstu-líku mataræði. Það er
með í námskeiðunum mínum
og mörgum finnst fastan góður
undirbúningur fyrir að breyta um
eða fara aftur á gott mataræði í
kjölfarið. Það gerist svo margt f lott
í frumunum á föstu sem meðal
annars fá tækifæri til að hreinsa og
endurnýja sig.“
Þorbjörg segist yfirleitt borða
þyngri mat yfir veturinn. „Meira
kjöt, heitar súpur, pottrétti, soðið,
ofnbakað. Á vorin og sumrin er
meira úrval af góðu fersku græn-
meti sem ég borða fullt af og meira
af fiski og minna af kjöti.“
„Dagurinn minn er ósköp ein-
faldur en afar reglusamur. Ávallt
líkamsrækt klukkan 7, þá fæ ég
mér kollagenduft í vatn áður.
Sjaldan morgunmatur, nema
smjörkaffið mitt góða, fasta yfir-
leitt til hádegis. Í hádeginu er
annað hvort afgangar frá kvöld-
mat peppað upp með salati og
káli og slatta af góðri ólífuolíu,
eða salatskál eða heitt salat; kál,
kúrbítur, laukur, sveppir, tóm-
atur og f leira, steikt á pönnu og
alltaf prótín, til dæmis kjúklingur,
egg, rækjur eða túnfiskur. Ef ég á
ekkert á ég samt alltaf dós af gæða
sardínum í ólífuolíu uppi í skáp og
borða með harðsoðnum eggjum.
Ekkert að vera að flækja þetta,“
segir Þorbjörg og bætir við að það
skipti líka máli að nýta það sem
til er.
„Ég borða sjaldan millibita,
þarf þess ekki, en drekk te, vatn,
kaffi og borða kannski einn 85%
Sykur- og matarfíkn oft misskilin
Þorbjörg aðhyllist bólgustemmandi lágkolvetnamataræði sem hefur reynst henni afar vel. Hún hefur gefið fólkið inn-
blástur fyrir heilsusamlegan lífsstíl í hartnær 30 ár. MYND/AÐSEND
Dýrðlegur þessi chili con carne-réttur og á vel við á þessum árstíma.
súkkulaðibita. En það er ekki
alveg meitlað í stein, ég fæ mér
líka stöku sinnum ís eða köku
með börnunum eða vinkonunum
á kaffihúsi. Kvöldmatur er ekki
seinna en klukkan 19 og getur
verið fiskur, kjúklingur, kjöt,
lambalifur, eggjahræra og alltaf
grænmeti með. Á mínum borðum
er fjölbreyttur matur en aldrei
pasta. Heimalöguð pitsa á föstu-
dögum og ég skelli oft í vöfflur
eða pönnsur um helgar (þær eru
sykur- og glútenlausar) og býð
börnum og barnabarni í mat og
þeim finnst, sem betur fer, ömmu-
maturinn góður og borða allt. En
það verður að vera sósa.
Einn af mínum uppáhalds-
réttum á þessum árstíma er chili
con carne og mig langar að deila
uppskriftinni minni að honum
með ykkur,“ segir Þorbjörg að
lokum. Hægt er að fylgjast með því
sem Þorbjörg er að gera og nám-
skeiðunum hennar á heimasíðu
hennar, ketoflex.is.
Chili con carne
4–5 skammtar
800–1.000 g hakkað nautakjöt
eða lambakjöt
1 dós / 140 g tómatkraftur
400 g (ein dós) lífrænar nýrna-
baunir eða svartar baunir eða
kjúklingabaunir. Ef notaðar eru
þurrkaðar baunir skal leggja þær
fyrst í bleyti í 12 klukkustundir og
sjóða svo í 1 klukkustund.
2 miðlungsstórir laukar, fínhakk-
aðir
2 hvítlauksrif, hökkuð smátt
Ólífuolía eða smjör til að steikja
úr
1 tsk. cayenne-pipar
2–3 tsk. rautt chili duft /fræ
2–3 tsk. kúmen
1 msk. þurrkað óreganó
1 tsk. vanilluduft
2 tsk. reykt paprikuduft (smoked
paprika)
3–400 ml vatn
1 msk. grænmetisduft
2–3 tsk. flögusalt /sjávarsalt
Nýmalaður svartur pipar
Laukur og hvítlaukur brúnaður
í olíu. Kjötið og allt kryddið sett
út í og haldið áfram að steikja
og hræra í hráefninu. Vatni og
tómatkrafti bætt út í og allt hrært
vel saman. Látið malla í hálf-
tíma. Baunirnar settar út í og
látið malla áfram í 15 mínútur.
Smakkið til hvort vantar meira
af til dæmis salti eða pipar. Berið
fram rjúkandi heitt og toppið með
1 matskeið af rjómaosti eða 36%
feitum sýrðum rjóma og saxaðri
steinselju eða kóríander. Tilvalið
að hafa blómkálshrísgrjón með
þessu. n
Dagurinn minn er
einfaldur en reglu-
samur. Ávallt líkamsrækt
klukkan 7, þá fæ ég mér
kollagenduft í vatn áður.
Sjaldan morgunmatur,
nema smjörkaffið mitt
góða, fasta yfirleitt til
hádegis.
4 kynningarblað A L LT 28. janúar 2023 LAUGARDAGUR