Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 8
Toni Omos hafði stöðu sakbornings
í málinu í vel á áttunda ár.
kristinnhaukur@frettabladid.is
dómsmál Tony Omos, innf lytj-
anda frá Nígeríu, voru á fimmtudag
dæmdar bætur upp á 1,5 milljónir
króna vegna framgöngu lögreglunn-
ar gegn honum fyrir rúmum áratug.
Ofan á þetta leggjast vextir frá árinu
2014 og dráttarvextir frá árinu 2021.
„Við erum að skoða hvort við
áfrýjum málinu. Við erum líka að
bíða og sjá hvað ríkið gerir,“ segir
Kristján Ágúst Flygenring, lögmað-
ur Tony, en krafan hljóðaði upp á 4
milljónir króna.
Fréttablaðið greindi frá aðalmeð-
ferð málsins fyrr í þessum mánuði.
Tony var vistaður í gæsluvarðhaldi
í rúmar tvær vikur og hafði stöðu
sakbornings í vel á áttunda ár. Hann
var sakaður um að stunda mansal.
Málið var á endanum látið niður
falla hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Í aðalmeðferðinni benti Kristján
Ágúst á að sönnunargögn í málinu
hefðu verið af verulega skornum
skammti og meðalhófs ekki verið
gætt. Eftir skýrslutöku árið 2013
hefði ekkert gerst sem réttlætti
að Tony hefði stöðu sakbornings í
mörg ár á eftir.
Mál Tony komst í deiglu fjöl-
miðla eftir að Gísli Freyr Valdórs-
son, aðstoðarmaður Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkisráðherra,
lak upplýsingum um rannsóknina
í fjölmiðla. Það er hið svokallaða
lekamál. Að lokum var Gísli Freyr
dæmdur í skilorðsbundið fangelsi
og Hanna Birna sagði af sér emb-
ætti. n
Áður hafði áhugi
Reykjanesbæjar á vina-
bæjarsamstarfi verið
kannaður en það var
afþakkað.
Lögmenn sem Frétta-
blaðið ræddi við telja
ákvæðið heimila fund
lögmanns með einu
vitni en ekki með hópi
vitna.
Bæturnar eru 1,5 millj-
ónir króna auk vaxta
frá árinu 2014.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Hljóðritasjóður
Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 15.00
Auglýst er eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð,
fyrri umsóknarfrestur 2023.
Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist.
Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs.
Framhaldsstyrkir eru ekki veittir til verkefna sem áður hafa
hlotið styrk úr sjóðnum. Útgáfa má ekki hafa átt sér stað áður
en umsókn um styrk berst Hljóðritasjóði.
Umsóknargögn er að finna rannis.is.
Lokaskýrslum skal skilað rafrænt.
Rannís, Borgartúni 30, sími 515 5838,
hljodritasjodur@rannis.is.
Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla
íslenska hljóðritagerð í tónlist til útgáfu.
Veiðimaður með 108 sentímetra lax
úr Hnausastreng. Mynd/Vatnsdalsá FB
gar@frettabladid.is
veiði Ákvörðun Fiskistofu um að
fara ekki fram á að grjótgarður
við hinn geysigjöfula laxveiðistað
Hnausastreng í Vatnsdalsá verði
fjarlægður hefur verið felld úr gildi.
Þetta er niðurstaða úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlinda-
mála sem barst kæra frá hluta land-
eigenda við Vatnsdalsá sem telja
Veiðifélag Vatnsdalsár hafa lengt
grjótgarðinn verulega umfram
ákvæði leyfis sem gefið var út af
Landbúnaðarstofnun 2007.
Það voru eigendur jarðanna
Grímstungu, Hjarðartungu og
Kvisthaga sem kærðu ákvörðun
Fiskistofu um að hafast ekkert að
vegna grjótgarðsins. Segja þeir grjót-
garðinn hafa áhrif á dreifingu lax-
veiði í Vatnsdalsá til hins verra fyrir
sínar jarðir. Fram kemur að hlutur
Hnausastrengs í heildarveiðinni í
ánni virðist hafa aukist úr 27 pró-
sentum í 36 eftir tilkomu garðsins.
Fiskistofa sagði eðlilegra að
horfa til veiði á öllum svæðum ofan
Hnausastrengs samanlagt til að
meta hugsanleg áhrif garðsins. Gögn
styddu ekki að garðurinn tálmaði
för laxa upp ána.
Veiðifélag Vatnsdalsár sagði garð-
inn hafa verið gerðan vegna mikils
þrýstings frá leigutaka árinnar.
Veiðimenn með langa reynslu af
ánni hafi lagt mikla áherslu á að eitt-
hvað yrði gert til að bæta Hnausa-
streng.
Fram kemur í umfjöllun úrskurð-
arnefndarinnar að Fiskistofa hafi
kært málið til lögreglu sem hafi fellt
það niður en ríkissaksóknari mælt
fyrir um nýja rannsókn. Úrskurðar-
nefndin segir Fiskistofu ekki hafa
lagt fullnægjandi mat á málið og
sé ákvörðun stofnunarinnar um að
aðhafast ekkert felld úr gildi. n
Rannsaki grjótgarð við einn gjöfulasta laxveiðistað landsins
Tony Omos fær bætur
frá íslenska ríkinu Stjórnarmenn Lindarhvols og
lögmaður ríkisins í Lindar-
hvolsmálinu hittust á fundi
í Seðlabankanum og undir-
bjuggu vitnisburði sína í mál-
inu. Meðal fundarmanna var
sitjandi hæstaréttardómari.
olafur@frettabladid.is
dóm s m ál Við aðalmeðferð í
Lindarhvolsmálinu, sem fram fór í
Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni,
kom í ljós að Steinar Þór Guðgeirs-
son lögmaður hafði verið „nánast
allt í öllu“ hjá Lindarhvoli ehf.,
eignarhaldsfélaginu sem fjármála-
ráðherra stofnaði til að annast og
selja stöðugleikaeignir sem slitabú
föllnu bankanna afhentu ríkinu.
Lindarhvoll var rekinn frá lög-
fræðistofu Steinars Þórs, sem hafði
yfirráð yfir bæði netfangi og síma
félagsins. Fram kom að hvorki
Steinar Þór né stjórn félagsins gerðu
tilraun til að verðmeta eignirnar
sem félagið annaðist og seldi. Í vitn-
isburði Sigurðar Þórðarsonar, fyrr-
verandi ríkisendurskoðanda, kom
fram að Klakki ehf., en Lindarhvols-
málið snýst um meinta annmarka í
söluferli Klakka, var seldur á hálfan
milljarð þegar raunverulegt verð-
mæti félagsins var milljarður.
Sigurður varpaði einnig fram
þeirri spurningu hvers vegna ríkið
hefði stofnað þetta eignarhalds-
félag þar sem Steinar Þór Guð-
geirsson var „nánast allt í öllu“. Af
vitnisburði Steinars Þórs og ann-
arra vitna virðist sem stjórn Lindar-
hvols hafi lítið sinnt þeirri skyldu
sinni að gæta hagsmuna eiganda
félagsins, íslenskra skattgreiðenda.
Steinar hafi leikið nokkuð lausum
hala við ráðstöfun gríðarlega verð-
mætra eigna félagsins.
Eitt vitnið í Lindarhvolsmálinu
lýsti söluferli Klakka sem „sjoppu-
legu“ og gerólíku því sem tíðkast
með söluferli eigna almennt.
Venjan væri að seljendur reyndu
að verðmeta eignirnar til að fá sem
hæst verð fyrir þær. Svo hefði ekki
verið í tilfelli Lindarhvols varðandi
Klakkasöluna. Raunar hefði virst
sem enginn áhugi væri á að fá til-
boð í eignina. Samkvæmt þessu
virðist stjórn Lindarhvols hafa
brugðist því grundvallarhlutverki
sínu að gæta hagsmuna eiganda
félagsins.
Í kjölfar bankahrunsins voru
stjórnendur og stjórnarmenn föllnu
bankanna sóttir til saka og meðal
annars ákærðir og dæmdir fyrir
umboðssvik á þeim grunni að þeir
hefðu ekki gætt hagsmuna eigenda
bankanna.
Þrír sátu í stjórn Lindarhvols ehf.
Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu til áratuga, var
stjórnarformaður. Aðrir stjórnar-
menn voru Ása Ólafsdóttir, þá dós-
ent við lagadeild Háskóla Íslands,
og Haukur Camillus Benediktsson,
þá framkvæmdastjóri Eignasafns
Seðlabanka Íslands.
Þórhallur hefur síðan látið af
störfum fyrir aldurs sakir, en Ása
var skipuð hæstaréttardómari árið
2020 og Haukur var ráðinn fram-
kvæmdastjóri fjármálastöðugleika-
sviðs Seðlabankans árið 2019. Þau
þóttu bæði hæfust umsækjenda um
þær stöður. Óvíst er hvort hæfnis-
nefnd hefur horft sérstaklega til
stjórnarstarfa þeirra í Lindarhvoli
við mat á hæfni þeirra.
Athygli vakti að fram kom í mál-
flutningi að öll stjórn Lindarhvols
hefði, ásamt Steinari Þór Guðgeirs-
syni, lögmanni ríkisins, og Esther
Finnbogadóttur, sem sat í vara-
stjórn Lindarhvols, komið til fundar
í húsi Seðlabankans í aðdraganda
aðalmeðferðar málsins til að rifja
upp málið. Öll fimm eru lykilvitni
í málinu en vitnum er óheimilt að
bera saman bækur sínar áður en
vitnisburður er gefinn fyrir dómi.
Í 3. málsgrein 21. greinar siða-
reglna lögmanna segir: „Lögmanni
er heimilt að hafa samband við
vitni í máli til að kanna hvað það
getur borið um atvik og, ef því er
að skipta, til að gera því kleift að
búa sig undir vitnaleiðslu … Hafi
lögmaður samband við vitni ber
honum að gæta viðeigandi tillits-
semi og forðast að hafa áhrif á fram-
burð vitnisins.“
Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi
við telja ákvæðið heimila fund lög-
manns með einu vitni en ekki hópi
vitna, og hvað þá þegar lögmaður-
inn er sjálfur vitni í málinu. Athygli
vekur að sitjandi hæstaréttardóm-
ari sat þennan fund. Viðmælendur
Fréttablaðsins úr lögmannastétt
vildu ekki tjá sig undir nafni en
telja hæstaréttardómara eiga að vita
betur en að sitja svona vitnafund. n
Vitni stilltu saman strengi
kristinnpall@frettabladid.is
H a f n a r fj ö r ð u r B æja r st jór i
úkraínska smábæjarins Tsjortkív,
Volodímír Shmatko, sendi Hafn-
arfirði beiðni um vinabæjarsam-
starf sem var tekið fyrir á nýjasta
fundi bæjarráðs. Áður hafði áhugi
Reykjanesbæjar á vinabæjarsam-
starfi verið kannaður en það var
af þakkað.
Verkefnastjóri menningar- og
markaðsmála í Hafnarfirði, Andri
Ómarsson, sagði vinabæjakeðjuna
sem Hafnarfjörður er hluti af með
það til skoðunar að bjóða úkra-
Sendu aðra beiðni um vinabæjarsamstarf
Rósa Guðbjarts-
dóttir, bæjar-
stjóri Hafnar-
fjarðar
Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og vitni í Lindarhvolsmálinu.
FRÉttaBlaÐIÐ/ERnIR
ínskum bæ inn í hópinn. Í beiðn-
inni kemur fram að Tsjortkív hafi
aðstoðað 3.452 Úkraínumenn á
f lótta undan árásum Rússa ásamt
því að verða fyrir eldf laugaárás
þann 11. júní síðastliðinn þar sem
438 íbúðir skemmdust.
Shmatko sagðist vonast til að
hefja vinabæjasamstarf á ýmsum
sviðum ásamt því að bjóða Rósu
Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafn-
arfjarðar, í heimsókn til Tsjortkív. n
6 fRéTTiR FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023
LAUGARDAGUR