Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 14
Sebastien Loeb getur ritað nafn sitt í sögu- bækurnar um helgina með sínum fimmta ROC-sigri. aron@frettabladid.is Mótorsport Segja má að upp- skeruhátíðin í heimi akstursíþrótta hefjist í dag þegar margir af bestu ökumönnum heims etja kappi í Race of Champions. Akstursíþrótta- sérfræðingurinn Bragi Þórðarson, sem er jafnframt Formúlu 1-lýsandi Viaplay, er staddur í Pite Havsbad í Svíþjóð þar sem keppnin fer fram við krefjandi aðstæður. „Þetta er dásamlegt, hérna eru staddir miklir meistarar úr heimi akstursíþrótta,“ segir Bragi við Fréttablaðið. „Hér er að finna Form- úlu 1-ökumenn á borð við Valtteri Bottas og Mick Schumacher, goð- sagnir á borð við Mika Hakkinen, David Coulthard og Sebastian Vettel.“ Í dag hefst þjóðakeppnin þar sem tveir ökumenn frá sama landi mynda eitt lið. Á sunnudaginn verð- ur síðan keppt í einstaklingskeppni. Sýnt verður frá herlegheitunum á streymisveitu Viaplay. Bragi hafði nýlokið við að sitja blaðamannafund með ökumönn- unum þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Stemningin hér er geggjuð. Allir ökumenn eru sammála um að allt það sem á sér stað í kringum keppnina sjálfa er jafn skemmtilegt og keppnin sjálf. Menn taka þessu ekkert alltof alvarlega en auðvitað langar alla ökumenn að standa uppi sem sigurvegari hér því það er það sem gerir þá að góðum öku- mönnum. Race of Champions á sér langa og áhugaverða sögu og er jafnframt fastur punktur á keppnisdagatali helstu akstursíþrótta. „Upphaflega kemst þessi keppni á laggirnar í kringum 1990 og ár frá ári síðan þá hafa bestu ökumenn í heimi tekið þátt. Formúlu 1-goð- sögnin Michael Schumacher vann til að mynda liðakeppnina fyrir Þýskaland sex ár í röð. Það áhugaverðasta við þessa keppni er sú staðreynd að við erum að fá toppökumenn úr mismunandi tegundum mótorsports til þess að etja kappi hverjir við aðra. Ral- lýökumenn keppa við ökumenn úr Formúlu 1 sem keppa við rallý- krossökumenn og þar fram eftir götunum.“ Þá hefur Race of Champions í gegnum árin boðið upp á keppni við mismunandi aðstæður. „Fyrstu árin fór keppnin fram á Kanaríeyjum á malar- og malbiks- brautum, svo fór keppnin fram innan veggja stórra leikvanga og nú er keppt við krefjandi aðstæður, á snjó- og ísilagðri braut í Pite Havs- bad í Svíþjóð. Þetta er í annað skiptið sem við erum í Pite Havsbad og akstur við krefjandi skilyrði er ekki það eina sem ökumenn þurfa að glíma við vegna þess að keppt er á mörgum mismunandi tegundum bíla sem ökumenn, margir hverjir, hafa enga reynslu af að aka. Valtteri Bottas hefur til að mynda enga reynslu af þessum bílum sem keppt verður á.“ Í ár sé til að mynda keppt á rallý- kross-, buggy- og rafmagnsbílum. Bragi segir áhugavert að sjá öku- menn glíma við þessar f lóknu aðstæður en leiða má líkur að því að rallýökumennirnir í keppninni hafi smá forskot á hina. „Maður myndi ætla það. Þeir eru vanir að aka um á brautum með laust undirlag þar sem bíllinn er frekar lifandi á meðan á akstri stendur, á meðan vilja Formúlu 1-, GTM- og Touring Car-ökumenn- irnir hafa fullt af gripi og um leið og þeir missa grip eiga þeir til að hægja á sér á meðan rallýökumaðurinn gefur í.“ Frakkinn Sebastien Loeb, rallý- ökumaður er ríkjandi Race of Champions-meistari eftir að hafa borið sigur úr býtum í fyrra. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari í einstaklingskeppni keppninnar. n Bestu ökumenn heims munu etja kappi í Svíþjóð um helgina Í boði verða krefjandi en fallegar aðstæður í Svíþjóð. Fréttablaðið/Getty Vegna breytinga á fyrir- komulagi Þjóðadeildar UEFA er ekki ólíklegt að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þurfi að spila einhverja heimaleiki sína í mars á næstu árum. Telst þetta mikið áhyggjuefni þegar íslenskar veðuraðstæður og gæði Laugardalsvallar eru tekin inn í myndina. helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Eftir fund sinn á dögunum kynnti Evrópska knattspyrnusam- bandið, UEFA, breytingar á Þjóða- deildinni, sem og undankeppnum Heims- og Evrópumótsins. Mun ein umferð bætast við Þjóða- deildina á milli riðlakeppninnar og undanúrslita. Leikið verður í átta- liða úrslitum, sem og í umspili um það að komast upp um deild og að sleppa við fall. Í þessu fyrirkomulagi munu sigurvegarar riðla sinna í A-deild mæta þeim liðum sem hafna í öðru sæti í átta-liða úrslitum, þar sem leikið verður heima og að heiman. Fara þessir leikir fram annað hvert ár, þegar ekki er leikið í lokakeppni HM eða EM. Þá munu liðin í þriðja sæti í A-deild og öðru sæti í B-deild mætast í umspili, þar sem barist verður um að halda sæti sínu í A- deild eða komast upp í hana. Það sama verður upp á teningnum með liðin sem hafna í þriðja sæti í B- deild og öðru sæti í C-deild. Ísland mun leika í B-deild Þjóða- deildarinnar sem hefst haustið 2024. Hafni Ísland í öðru eða þriðja sæti er því ljóst að umspilsleikir bíða, heima og að heiman, í mars. Virkilega kostnaðarsamt Breytingarnar munu taka gildi í september á næsta ári og verða því fyrstu mars-leikir Þjóðadeildar- innar spilaðir 2025. Eftir það munu slíkir leikir fara fram í mars annað hvert ár. Að því sögðu er möguleiki á að Ísland muni leika í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 strax í mars á næsta ári. Á móti fjölgun leikja í Þjóða- deildinni verður leikjum fækkað í undankeppnunum. Þar verður riðlum fjölgað og færri lið leika í hverjum riðli fyrir sig. Aðeins verða fjögur til fimm lið í riðli og því leiknir sex til átta leikir. Til samanburðar er Ísland í sex liða Ísland gæti þurft að spila heimaleik erlendis Íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu fagnar marki gegn Ísrael í Þjóðadeild UEFA í fyrra. Fyrirkomu- lagi keppn- innar verður nú breytt. Fréttablaðið/ Getty Þetta getur kostað miklar fjárhæðir, marga tugi milljóna. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ riðli fyrir undankeppni EM 2024 og leikur því tíu leiki. Fréttablaðið leitaði til Ómars Smárasonar, deildarstjóra sam- skiptadeildar KSÍ, og spurði út í það hvað hugsanlegir leikir karlalands- liðsins í mars þýði fyrir liðið og sambandið. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir KSÍ, skipulags- lega og fjárhagslega, og ekki síður íþróttalega fyrir A-landslið karla,“ segir Ómar í svari við fyrirspurn. Ómar vísar í undirbúning fyrir umspilsleik Íslands og Rúmeníu í mars 2020. Sá leikur fór að vísu aldrei fram vegna faraldursins sem skall á. Undirbúningurinn var hins vegar ansi kostnaðarsamur þar sem rándýr hitadúkur, gjarnan talað um hitapylsu, var lagður yfir völlinn. „Þetta getur kostað miklar fjárhæðir, marga tugi millj- óna, að gera völlinn leikhæfan í mars. Það er ekkert hitakerfi í keppnisf letinum og Laugardals- völlur er opinn leikvangur með lítið skjól fyrir veðri og vindum. Vinnustundirnar sem fóru í það verkefni og kostnaðurinn við að fá pulsuna góðu og hitakerfið með henni hingað til lands til að reyna að gera völlinn leikhæfan, það er eitt.“ Grafalvarleg staða En er hitapylsan eina leiðin til að halda vellinum góðum í mars? „Það get ég ekki sagt til um. Það er örugglega hægt að fara f leiri leiðir, en það verður alltaf gríðar- legur kostnaður.“ Ómar segir einnig mikilvægt að veita landsliðsfólki Íslands sem bestar aðstæður til að iðka sína íþrótt. „Svo er það hið raunverulega markmið í þessu öllu, sem er að ná íþróttalegum árangri, komast áfram í keppninni. Það er mikill metnaður fyrir árangri í íþróttum á Íslandi, í f lestum eða öllum greinum, og til þess að það sé hægt þá þarf að skapa afreksíþróttafólkinu okkar sem bestar aðstæður og umgjörð. Laugardalsvöllur í mars eru klárlega ekki kjöraðstæður eins og völlurinn er í dag og hefur verið um áratuga- skeið.“ Það gæti farið svo að Ísland þyrfti að leika heimaleik á erlendri grundu með nýju fyrirkomulagi. Ýtir það enn frekar undir þörfina fyrir nýjan Þjóðarleikvang. „Staðan er bara raunverulega sú að ef við getum ekki tryggt að þjóð- arleikvangurinn okkar verði leik- hæfur á þessum tíma, þá verðum við að skoða aðrar lausnir, mögu- leikann á að leika annars staðar. Færeyjar, Kaupmannahöfn, einhver nefndi Tene, því það er alltaf fullt af Íslendingum þar,“ grínast Ómar. „En að öllu gamni slepptu þá er þetta grafalvarleg staða.“ n 12 Íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.