Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 45
Hún hefur mjög ríka ábyrgðartilfinningu, er ótrúlega vinnusöm og vandvirk. Birna Gunnarsdóttir Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Líttu við á belladonna.isVerslunin Belladonna ES&SY peysukjóll Fæst í fleiri litum og mynstrum. Stærðir 36-46 Verð 7.980 kr STUDIO Emilie skyrtukjóll Fæst í fleiri litum. Stærðir 40-56 Verð 14.980 kr Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, hefur verið mikið í umræð- unni í langan tíma. Fjölskylda hennar og vinir lýsa henni sem afar skemmti- legri og bros- mildri. Frétta blaðið/Ernir Sólveig Anna ásamt Eyþóri bróðir sínum og Birnu systir sinnu. Mynd/aðsEnd fáránlegt af okkur hinum að vera ekkert að velta þessari stóru lífs- skoðunarspurningu alvarlega fyrir okkur,“ segir Sigrún. „Hún hefur alltaf verið svona og það kom engri okkar á óvart þegar hún henti sér í verkalýðsmálin. Hún hugsar dýpra og fer með málin lengra en flest samferðafólk bæði þá og nú,“ bætir hún við. Sigrún segir að þegar hún kynnt- ist Sollu, þrettán ára í Réttó, hafi hún ekki bara verið óvenjuleg í hugsun heldur einnig í útliti. Hún hafi verið framúrstefnuleg í klæða- burði, mikill prakkari og alla tíð síðan sé Solla einhver skemmti- legasta manneskja sem hún þekki. „Solla er sniðug og fyndin, segir skemmtilegar sögur, kann að dansa og getur tekið áhrifamiklar dans- rútínur ef Prince er settur á fóninn. Hún er líka mjög góð í karókí og kann rokkóperuna Rocky Horror utan að.“ Fallegt og greindarlegt barn „Ég var tíu ára þegar Solla fæddist og ógurlega ánægð með að eignast litla systur. Solla var fallegt og greindar- legt barn, eins og hún er falleg og greindarleg kona. Hún var með ljóst hár, stór blá augu og alveg einstak- lega sætt smábarn. Mamma okkar vann vaktavinnu í útvarpinu svo ég fékk oft að passa Sollu og fannst ég eiga mikið í henni,“ segir Birna Gunnarsdóttir, systir Sólveigar Önnu. Birna minnist líkt og Eyþór bróðir þeirra á hversu hrifin Sólveig var af sögum og þegar hún vildi aðeins vera kölluð Emil í Kattholti. Hún segir Sólveigu líka hafa verið afar mikið í sundi sem barn. „Jón Múli, pabbi Sollu, fór daglega í Sundhöll- ina og við oft öll saman, fjölskyldan. Solla fór fyrst í sund í Húsafelli þegar hún var þriggja mánaða og þegar hún stækkaði synti mamma með hana á bakinu í Sundhöllinni,“ segir Birna og bætir við að Sólveig hafi ung verið farin að synda sjálf. „Þeim sem ekki voru fastagestir í Sundhöllinni brá gjarnan í brún þegar þeir sáu smábarn príla upp á háa brettið og henda sér fram af því út í djúpu laugina, en Solla var ekki í neinum vandræðum og buslaði alsæl eftir stökkið til mömmu eða einhvers úr fjölskyldunni. Hún hefur aldrei verið skræfa og verður aldrei,“ segir Birna. „Hún hefur mjög ríka ábyrgðar- tilfinningu, er ótrúlega vinnusöm og vandvirk og leggur sig alla fram í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún skilur hvorki fúsk né fúskara. Og síst af öllu skilur hún þau sem vita að aðrir líða skort og lyfta ekki hendi til að breyta neinu,“ segir Birna um systur sína. Kvenskörungur og drengur góður Sólveig Anna er yngsta systir Ragn- heiðar Jónsdóttur sem segir systur sína kvenskörung og dreng góðan. „Hún er fylgin sér en nýtir þá fylgni sína í baráttu fyrir mannréttindum og bættum kjörum lægst launaða fólksins í landinu svo það nái að framfleyta sér og sínum,“ segir hún. Ragnheiður segir Sólveigu vel máli farna og að hún tali tæpi- tungulaust. „Gerði þó snemma athugasemdir við hin og þessi orð. Alkunna er að börn laðast að hryll- ingi á vissum aldri: „Hann heitir ekki Drakúla heldur Dragkúla. Dregur blóð úr fólki.“ Og á tíðum ferðum fjölskyldunnar um landið vöktu hjólhýsi sérstaka athygli hennar: „Akkuru heitir þetta hjól- hýsi? Þetta er keyrikofi.“,“ segir Ragnheiður. „Skyldum, tengdum og vinum er hún blíð, góð og mæt, sáttasemjari, húmoristi, mannvinur, skynsemin uppmá luð, nát t ú r udý rk a nd i, göngugarpur, gleðigjafi, dugnaðar- forkur, barna- og dýravinur. Og er þá fátt eitt upp talið,“ segir Ragn- heiður. „Sú mynd sem andstæðingar hennar hafa dregið upp af henni í öllum hugsanlegum fjölmiðlum landsins er okkur með öllu ókunn og óskiljanleg. Ekki eyði ég orðum á þann óhugnað, rangfærslur, lygar, skilningsleysi og grunnhyggni,“ bætir hún við. n Fréttablaðið helgin 2328. janúar 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.