Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 54
Guðrún Hildur
Rosenkjær, kjóla- og
klæðskerameistari,
fjallar um prjónaðar
gersemar 18. og 19.
aldar í fyrirlestri á
Þjóðminjasafninu.
Mezzosópransöngkonan Tinna Þorvalds Önnudóttir og sellóleikarinn Júlía
Mogensen flytja kammeróperuna Ástin ein taugahrúga í Mengi.
Mynd/Sóley ÞorvaldSdóttir
Söngkonan Tinna Þorvalds
Önnudóttir flytur óperu
byggða á ljóðabók eftir Elísa-
betu Jökulsdóttur á Myrkum
músíkdögum. Hugmyndin
kviknaði yfir tebolla hjá höf-
undinum fyrir mörgum árum.
tsh@frettabladid.is
Sviðslistahópurinn Spindrift sýnir
kammeróperuna Ástin ein tauga-
hrúga – Enginn dans við Ufsaklett,
byggða á samnefndri ljóðabók eftir
Elísabetu Jökulsdóttur í Mengi
næsta sunnudag sem hluta af
Myrkum músíkdögum. Höfundur
óperunnar er tónskáldið Anna Hall-
dórsdóttir og flytjendur eru Tinna
Þorvalds Önnudóttir mezzosópran
og Júlía Mogensen sellóleikari.
Tinna segir hugmyndina hafa
kviknað árið 2015 þegar hún keypti
ljóðabókina Ástin ein taugahrúga –
Enginn dans við Ufsaklett af Elísa-
betu.
„Mig langaði svo að fá hana árit-
aða af því þetta var gjöf til vinkonu
minnar og það var ekkert sjálfsagð-
ara fyrir Elísabetu. Ég þekkti hana
svo sem ekki neitt en hún bauð mér
inn í te og þetta var bara mjög kósí.
Svo kom upp úr dúrnum að ég væri
söngkona og hún bað mig um að
opna bókina á einhverjum stað og
spinna laglínu við eitthvert ljóðið,
sem ég og gerði. Hún varð öll spennt
og sagði: „Þetta er bara líbrettó fyrir
óperu, augljóslega.“ Ég held að henni
hafi ekki verið mikil alvara, mér
var alla vega ekki mikil alvara fyrr
en nokkrum árum seinna þegar ég
tók bókina úr bókaskápnum og varð
aftur hugsað til þessa augnabliks,“
segir Tinna.
Alþjóðlegur sviðslistahópur
Nokkrum árum síðar kynntist Tinna
Önnu Halldórsdóttur tónskáldi
þegar þær voru að vinna saman að
sýningu með leikhópnum Reykjavík
Ensemble árið 2019.
„Við vinnum aðeins saman þar
og ég bara finn að við eigum eftir að
vinna saman meira, það var einhver
tenging. Hugmyndin var enn þá lif-
andi í hausnum á mér en hennar tími
hafði ekki komið. Ég kynnti þessa
hugmynd fyrir Önnu og hún var bara
geðveikt til í þetta. Ég kynnti hana
líka fyrir sviðslistahópnum mínum
Spindrift og þær voru bara rosa til í
að taka þátt í þessu,“ segir hún.
Spindrift er íslenskur sviðslista-
hópur skipaður konum sem starfar á
alþjóðlegum vettvangi, mestmegnis
í Íslandi, Finnlandi og Noregi. Leik-
stjóri óperunnar, Bergdís Júlía
Jóhannsdóttir, er einnig meðlimur
í Spindrift.
Fengu grænt ljós frá Elísabetu
Spurð um hvað einkenni kammer-
óperu segir Tinna vera um að ræða
venjulega óperu nema smærri í
sniðum.
„Við tókum ljóðabókina, sem
er saga frá upphafi til enda, og við
völdum ljóð úr henni af því við
gátum ekki notað þau öll. Sýningin
er að hluta til sungin og að hluta til
leikin. Við erum tvær á sviðinu, ég
og Júlía Mogensen sellóleikari, sem
við vorum mjög lánsamar að fá til
liðs við okkur,“ segir hún.
Hafið þið verið í samtali við Elísa-
betu í gegnum ferlið?
„Hún er búin að fylgjast með
öllum skrefum ferðarinnar, því að
sjálfsögðu byrjuðum við ekkert
nema að fá grænt ljós frá henni.
En hún var ekki með í því að semja
verkið. Hún bara gaf okkur frelsi til
að leika okkur með ljóðin. Hún mun
sjá rennsli hjá okkur og ég hlakka
mjög til. Maður er líka smá nervus,
ég vona að hún fíli þetta.“
Óperan skemmtilegt form
Spurð um hvernig ferlið hafi verið
að aðlaga ljóðabók Elísabetar óperu-
forminu segir Tinna að tónlistin hafi
fæðst nokkuð náttúrulega.
„Við Anna byrjuðum á því að
hittast og lesa í gegnum ljóðin til að
finna dramatúrgíuna og línuna sem
við vildum taka. Mér fannst alveg
þegar ég las ljóðin eins og þau væru
sum bara augljóslega mónólógar og
ættu heima á sviði.“
Tinna segir ferlið jafnframt hafa
verið organískt þó svo að það hafi
einnig verið erfitt á köflum.
„Við höfum aldrei gert neitt þessu
líkt áður, Anna hefur samið fullt af
músík en aldrei samið óperu áður.
Ljóðin eru náttúrlega ekki hátt-
bundin eða slíkt þannig að það var
oft áskorun fyrir Önnu að búa til
melódíur og músík við suma text-
ana. En það er samt bara áskorun af
góðu tagi. Óperan finnst mér ótrú-
lega skemmtilegt form fyrir þetta
því sagan er náttúrlega rosalega
epísk en líka hversdagsleg á sama
tíma eins og Elísabetu er lagið. Þetta
er allt einhvern veginn rosa fallegt
og ljótt á sama tíma,“ segir hún.
Ástin ein taugahrúga – Enginn
dans við Ufsaklett er sýnd í Mengi
á Myrkum músíkdögum sunnu-
daginn 29. janúar klukkan 8 og
aukasýningar verða haldnar 10. og
17. febrúar. n
Epísk og hversdagsleg kammerópera
Óperan finnst mér
ótrúlega skemmtilegt
form fyrir þetta því
sagan er náttúrlega
rosalega epísk en líka
hversdagsleg á sama
tíma eins og Elísabetu
er lagið.
tsh@frettabladid.is
Næstkomandi þriðjudag, 31. janú-
ar, klukkan 12.00, f lytur Guðrún
Hildur Rosenkjær, kjóla- og klæð-
skerameistari, sagnfræðingur og
þátttakandi í rannsóknarverkefn-
inu Heimsins hnoss, erindi í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafns Íslands
um prjónaðar gersemar 18. og 19.
aldar.
Þar mun Guðrún Hildur fjalla um
nauðsyn þess að rannsaka heim-
ildir um prjón með öllum þeim
aðferðum sem þær krefjast, svo
sem skoðun á fjölbreyttum heim-
ildum og varðveittum munum.
Aðferðir Guðrúnar Hildar mætti
kalla „tilraunasagnfræði“ sem vísar
til þekktrar aðferðafræði, tilrauna-
fornleifafræði.
Fjölbreyttar heimildir benda
til útbreiddrar prjónaþekkingar
Íslendinga á 18. og 19. öld. Þá hafa
rannsók nir Guðr únar Hildar
varpað ljósi á mikilvægi prjóns í
fatagerð á þeim tíma.
Fyrirlestur Guðrúnar verður
einnig í beinu streymi á YouTube-
rás Þjóðminjasafns Íslands.
Tilefni erindisins er sýningin
Heimsins hnoss: Lúinn kistill,
silfurskeið og nærbuxur (með gati)
sem var opnuð 5. nóvember síðast-
liðinn í Bogasal Þjóðminjasafns
Íslands.
Á sýningunni er tef lt saman
upplýsingum um dánarbú sem
varðveittar eru í Þjóðskjalasafni
Íslands og gripum úr munasafni
Þjóðminjasafnsins með það að
markmiði að varpa ljósi á efnis-
heim fólks á 18. og 19. öld.
Hádegisfyrirlestrar Þjóðminja-
safns Íslands sem tengjast sýning-
um, rannsóknum eða öðru starfi
safnsins eru haldnir annan hvern
þriðjudag klukkan 12 í fyrirlestra-
sal safnsins. Aðgöngumiði að safn-
inu gildir á viðburðinn. n
Fyrirlestur um
prjón fyrri alda í
Þjóðminjasafninu
Guðrún Hildur Rosenkjær virðir
fyrir sér faldbúning í Sívertsenhúsi.
Fréttablaðið/Gva
Daði Guðbjörnsson á sýningu sinni Ekkert raskar athygli fjallsins í Gallerí Fold.
Fréttablaðið/SiGtryGGur ari
tsh@frettabladid.is
Daði Guðbjörnsson opnar mál-
verkasýninguna Ekkert raskar
athygli fjallsins í Gallerí Fold í dag,
28. janúar, klukkan 14. Sýningin
samanstendur af landslagsmyndum
sem Daði hefur unnið að undan-
farin þrjú ár.
„Þegar ég var ungur voru lands-
lagsmyndir ekki beinlínis í tísku og
ég hugsaði með mér: „Ég get málað
landslag þegar ég er orðinn gamall,
þá er öllum sama.“ Olíumálverk var
reyndar ekki vel séð heldur þegar ég
var í Mynd og handó, það ætti frekar
að gera eitthvað sem leit út fyrir að
vísa til „dýpri sannleika“. Mér gekk
aldrei vel með þennan djúpa sann-
leika, ég fór að mála í svolítið villt-
um stíl sem gekk ágætlega þar til ég
fékk leið á tilvistarvandanum og fór
í krúsidúllurnar sem voru ljúfari og
á mannlegri skala,“ segir Daði um
sýninguna.
Spáin gekk eftir hjá Daða sem
hefur á undanförnum árum byrjað
að mála landslagsmyndir.
„Eitt helsta áhugamál mitt er að
ganga um náttúru Íslands, um grös-
ugar sveitir, dali og fjörur og horfa á
fjöllin og jöklana. Það hefur kveikt
í mér löngun til að mála landslag,
ég ákvað núna að það væri tími
kominn á að prófa landslagið en lofa
þó líka einhverjum krúsídúllum að
vera með, svo þetta verði ekki of
djúpt,“ bætir hann við.
Hann segir fyrirmyndirnar vera
raunverulegt landslag jafnt sem
skáldað.
„Ýmist er ég að mála eftir ljós-
myndum og stundum er ég að
skálda eitthvað. Ég á ógurlega erfitt
með að hemja mig, verð að fara eitt-
hvað út og suður.“
Daði sótti meðal annars inn-
blástur fyrir verkin til eldgosanna
við Fagradalsfjall og í Meradölum.
„Ég fór að minnsta kosti tvisvar
að eldgosunum. Þótt ég sé orðinn
svona gamall þá hefur maður aldr-
ei komist svona nálægt eldgosi áður.
Maður bara fyllist einhverri lotn-
ingu fyrir náttúrunni að vera svona
nálægt sköpuninni, mér fannst nú
bara eins og Guð almáttugur væri
að búa til eitthvað nýtt fyrir okkur,“
segir hann.
Daða eru andleg málefni mjög
hugleikin í listinni og lífinu og í ár
stefnir hann á mánaðarlangt ferða-
lag til Indlands með eiginkonu sinni
en þau ætla meðal annars að heim-
sækja borgirnar Mumbai, Varanasi
og Delí og dvelja í jógaskóla.
„Þetta náttúrlega tengist svolítið
þessari andlegu leit sem hefur verið
áberandi hjá mér um og eftir alda-
mótin. Ég er til dæmis að fara til Ind-
lands núna, maður átti að gera það
þegar maður var ungur. Þegar ég var
ungur þá voru allir á leiðinni til Ind-
lands,“ segir hann. n
Daði fylltist lotningu andspænis eldgosunum
Mér fannst nú bara
eins og Guð almátt-
ugur væri að búa til
eitthvað nýtt fyrir
okkur.
32 menning FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023
LAUgARDAgUR