Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2023, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 28.01.2023, Qupperneq 34
kopavogur.is Skólastjóri Kópavogsskóla Leitað er að öflugum stjórnanda í Kópavogsskóla sem hefur góða hæfni í samskiptum, áhuga á að þróa framsækið skólastarf, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Hlutverk hans er að vera faglegur leiðtogi í sínum skóla og byggja upp skapandi skólastarf sem er í stöðugri framþróun í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld. Kópavogsskóli var stofnaður árið 1949 og er með um 360 nemendur. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og skólinn hefur sótt um að verða Réttindaskóli Barnasáttmálans. Innleiðingaferli sem hófst á haustdögum felur m.a. í sér að nemendur, starfsfólk og skólasamfélagið í heild leggur sig fram við að hlusta á raddir barna og standa vörð um réttindi þeirra. Notkun spjaldtölva er almenn í skólanum og áhersla á að nýta þær sem best til hagsbóta fyrir nemendur. Í skólanum er rekin frístund fyrir nemendur í 1.– 4. bekk og einnig sérdeild fyrir nemendur í 5.-10. bekk úr grunnskólum Kópavogs. Framundan er mikil uppbygging í hverfinu og samhliða henni verður unnið að stækkun skólans. Undirbúningsvinna er hafin og það kemur í hlut nýs skólastjóra að leiða þá vinnu. Um er að ræða mjög spennandi starf fyrir framsækinn einstakling sem vill leiða uppbyggingu og mótun skólastarfs, börnunum til heilla. Helstu verkefni og ábyrgð · Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans. · Veitir faglega forystu og leiðir framsækið og skapandi skólastarf í samræmi við grunnskólalög, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Kópavogsbæjar. · Stuðlar að velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. · Samstarf við aðila menntasviðs Kópavogsbæjar. Menntunar- og hæfniskröfur · Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. · Kennslureynsla á grunnskólastigi. · Framhaldsmenntun (Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegra greina. · Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu, nýbreytni og þróun í skólastarfi. · Reynsla af rekstri skóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana er æskileg. · Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/ Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð. kopavogur.is Spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullan leiðtoga Aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Austurkór Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið einkennist af flæðandi dagskipulagi, námslotum byggðum á gildum skólans, lýðræðislegum starfsaðferðum og útinámi. Starfshópurinn hefur byggt upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla sem einkennist af notalegu vinnuumhverfi og mikilli liðsheild. Kópavogsbær er barnvænt samfélag sem er í stöðugri þróun og staða leikskólastjóra við Austurkór er tækifæri fyrir áhugasaman leikskólastjóra með framsæknar hugmyndir og faglegt frumkvæði til að þróa áfram metnaðarfullt starf með börnum og öflugum starfsmannahóp. Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra. Hann er leiðandi aðili í skipulagi faglegs starfs innan leikskólans og tekur virkan þátt í stjórnun og umsjón starfsmannamála ásamt virku samstarfi við foreldra. Menntunar- og hæfniskröfur · Kennaramenntun og leyfisbréf kennara · Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla · Framhaldsnám í stjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg · Hæfni í mannlegum samskiptum · Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi · Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi · Góð tölvukunnátta · Góð íslenskukunnátta og ritfærni Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/ Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð. Við ráðum WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Stjórnendaleit Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja. Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára­ löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Almennar ráðningar á markaði Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið. Sveigjanleg nálgun Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða starfs tengdar æfingar. Matstæki Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður en ráðning fer fram. Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index) skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og staðfærð að íslenskum markaði. Ráðgjöf við starfslok Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs­ ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl. Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavinarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.