Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 36
Sérfræðingur í greiningardeild ríkislögreglustjóra Við leitum að einstaklingi sem hefur góða þekkingu á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum, reynslu af gagnagreiningu, úrvinnslu og framsetningu gagna og hefur brennandi áhuga á að starfa í síkviku umhverfi. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023. Hlutverk greiningardeildar er að samhæfa og samræma öflun og greiningu upplýsinga og stuðla að nýtingu þeirra við ákvörðunartöku innan löggæslustofnanna. Greiningardeild fer með stjórn rannsókna mála er lúta að landráðum og brotum gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum. Greiningardeild framkvæmir áhættumat vegna skipulagðrar brotastarfsemi og hryðjuverka, þá tekur deildin jafnframt þátt í margvíslegu innlendu og erlendu samstarfi varðandi öryggismálefni. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Með vísan til 24. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 og 20. gr. reglugerðar nr. 959/2012, sbr. einnig 30. og 31. gr. reglugerðarinnar þarf starfsmaður að standast bakgrunnskoðun til að hljóta öryggisvottun vegna starfans. Helstu verkefni og ábyrgð • Gerð áhættumats fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og önnur tilfallandi verkefni á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018. • Rannsóknir mála er kunna að varða við X. og XI. kafla almennra hegningarlaga. • Aðgerðir til að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverka og annarra skyldrar háttsemi. • Önnur tilfallandi verkefni greiningardeildar. Hæfnikröfur Menntun, þekking og reynsla • Meistarapróf í fjármálaverkfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða sambærilegu sem nýtist í starfi. • Starfsreynsla af fjármálamarkaði eða frá öðrum stjórnvöldum sem og góð þekking á inn- lendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. • Reynsla af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. • Tölfræðiþekking, reynsla af gagnagreiningu, úrvinnslu og framsetningu gagna. • Reynsla af gerð áhættumats af einhverju tagi, og/eða menntun, þjálfun eða annars konar þekking á því sviði. • Þekking og skilningur á margvíslegum eiginleikum mismunandi kerfa og ferla. • Gott vald á íslensku, framúrskarandi enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Persónulegir eiginleikar • Jákvætt viðmót, hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi. • Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og metnaður til að ná árangri í starfi. • Aðlögunarhæfni, seigla og geta til að vinna undir álagi. • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð. Frekari upplýsingar um starfið Umsóknir skulu berast í gegnum Starfatorg (www.starfatorg.is). Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum um- sóknarfrests. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá að hámarki 2 bls. ásamt kynningarbréfi sem er að hámarki 1 bls. á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingu. Umsækjendum um störf hjá embætti ríkislögreglustjóra kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til við- komandi starfa. Embætti ríkislögreglustjóra leitar að öflugum sérfræðingi til starfa í teymi greiningardeildar. Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.