Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 58
Orð fá ekki lýst því
hversu himinlifandi ég
er með vinnu þína og
fagmennsku.
Suelen Bissolati
Málamiðlunin hefur
svo leitt til þess að fleiri
eru ósátt.
Frétt vikunnar |
„Stóra alþjóðafrétt vikunnar var
ákvörðun þýskra stjórnvalda um að
senda skriðdreka til Úkraínu. Þarna
varð persónulegur sigur kanslarans
Olaf Scholz sem legið hefur undir
ámæli fyrir að draga lappirnar,“
segir Friðrik Jónsson, formaður
BHM.
„Fyrir okkur sem þekkjum vel til
Þýskalands þá vitum við að það eru
ekki bara tvær hliðar á þeim pen
ingi heldur að minnsta kosti sex,“
segir Friðrik sem sjálfur bjó í hinni
fögru Heidelberg í þrjú og hálft ár.
„En ákvörðun liggur fyrir. Hún
er rétt og að auki tókst Scholz að fá
Bandaríkin til að skuldbinda sig til
þátttöku með því að senda dreka
líka. Allt mun þetta gera Úkraínu
betur kleift að verja sig fyrir ágangi
hins óvægna rússneska bjarnar,“
segir Friðrik áður en hann snýr sér
að öðrum vígvelli hér heima,
sem stendur honum mun nær.
„Stóra innlenda fréttin er
miðlunartillaga ríkissátta
semjara í kjaradeilu Ef l
ingar og Samt aka
atvinnulífsins. Til
lagan er að sögn
ríkissáttasemj
ara tilraun til
sátta, en báðir
a ð i l a r e r u
hins vegar ósáttir við
þá sátt.
Málamiðlunin hefur
svo leitt til þess að fleiri
eru ósátt, þar með talið
önnur stéttar félög
og heildarsamtök.
Óvíst er hversu
lengi hægt er að
búa við ósátt
u m þ e s s a
sátt.“ n
Skriðdrekar, sættir og skammir
Friðrik Jónsson
Brasilíska fitnessmódelið
Suelen Bissolati vildi endi
lega láta Ólaf Laufdal
húðflúra sig og gerði stutt
stopp á Íslandi sérstak
lega til þess. Þremur
dögum síðar hélt hún
alsæl af landi brott með
goðsögulega ermi sem
hún hefur dásamað mjög
við 250.000 fylgjendur
sína á Instagram þannig að
húðflúrarinn er að vonum
alsæll með auglýsinguna.
toti@frettabladid.is
Brasilíska fitnessmódelið og Insta
gramstjarnan Suelen Bissolati fékk
um síðustu helgi veglegt húðflúr hjá
Ólafi Laufdal, f lúrara hjá Lifandi
list, eftir að hafa komið gagngert til
landsins í þeim tilgangi.
Ólafur segir Suelen eiginlega
vera á stöðugu heimshornaflakki
en ferðir sínar rekur hún í myndum
og stuttu máli á Instagram. „Ég próf
aði einhvern tímann að senda henni
skilaboð og hún var endilega til í að
koma í tattú og vildi bara taka þetta
alla leið og fá heila ermi.
Þannig að við gengum í þetta
stóra verkefni og vorum að vinna
hérna í þessu þrjá daga í röð og það
gekk vel. Hún var mjög almennileg
og fór héðan rosalega ánægð,“ segir
Ólafur sem er ekki síður kátur þar
sem Suelen hefur ausið f lúrarann
og vinnu hans lofi fyrir framan
250.000 fylgjendur sína á Insta
gram.
Medúsa og Seifur
„Hún er með rosalega áberandi
útlit og það er náttúrulega mjög
skemmtilegt fyrir mig að svona
manneskja skuli gera sér ferð til
Íslands til að koma í tattú til mín.
Hún kom bara hingað til þess að fá
flúr og fór aftur strax daginn eftir.
Andlit þeirra Medúsu og Seifs eru
áberandi á erminni sem Ólafur segir
að sé öll innblásin af grískri goð
fræði. „Hún eiginlega bað mig bara
um að hanna eitthvað flott fyrir sig.
Hún kom með einhverjar lauslegar
hugmyndir og ég hannaði þá bara
ermina fyrir hana og var búinn að
gera það nokkrum dögum áður en
hún kom.“
Alveg himinlifandi
Héðan flaug Suelen, með glænýja og
glæsilega ermi, til Berlínar í Þýska
landi en gaf sér að sjálfsögðu tíma til
þess að birta mynd af afrakstrinum
á samfélagsmiðlunum og notaði
tækifærið til að ausa flúrarann lofi.
„Orð fá ekki lýst því hversu
himinlifandi ég er með vinnu þína
og fagmennsku,“ skrifaði Suelen á
Instagram. „Útkoman fór fram úr
væntingum mínum og ég fæ þér
seint fullþakkað.“
„Pælingin var bara að maður
getur grætt á því þegar maður er að
flúra fólk með mikið af fylgjendum.
Þau sýna þetta á sínum miðlum og
það er góð auglýsing,“ segir Ólafur
þegar hann er spurður hvað í ósköp
unum varð til þess að hann setti sig
í samband við Suelen.
Alger blekgullnáma
Árangurinn hefur heldur ekki látið
á sér standa og Ólafur segir slatta af
brasilískum fylgjendum strax hafa
bæst við á Instagrami hans. „Það er
algert gull að fá að vinna með svona
fólki. Það auglýsir þig eiginlega bara
frítt,“ segir hann og hlær enda pant
anirnar strax farnar að skila sér.
„Það eru allavegana strax ein
hverjar módelvinkonur hennar
búnar að biðja um að fá að koma í
tattú til mín. Ein býr í Bandaríkj
unum og var að tala um að f lytja
mig bara út. Þannig að það eru alls
konar einhverjar svona pælingar að
spretta upp úr þessu.“ n
Suelen fór til Íslands aðeins
til þess að láta húðflúra sig
Ólafur flúrari og módelið Suelen eru
bæði hæstánægð. Mynd/Aðsend
„Það fyrsta sem við gerðum var að leita til
Krafts. Við vitum ekki hvað gerist en njótum
þess sem lífið hefur upp á að bjóða“
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem
greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
Kaupum kolluna á lifidernuna.is
Kolluna upp
fyrir okkur og
fjölskylduna!
36 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023
lAUGARDAGUR