Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 16
Fjölbreyttur hópur reynir að svara spurningunni: Hvað er hugsun? á opnum fundi í dag. Fréttablaðið/GEtty Íslensk erfðagreining heldur í dag opinn fræðslufund sem ber yfirskriftina: Hvað er hugsun? Fjöldi fyrirlesara heldur erindi á fundinum þar sem þeir velta fyrir sér upp­ runa og hlutverki hugsunar. Einn þeirra er Jörgen L. Pind, prófessor emeritus í sálfræði. birnadrofn@frettabladid.is Þetta erindi kalla ég Sögu­ þátt um sálina,“ segir Jörgen L. Pind, prófessor emeritus í sálfræði. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á opnum fundi Íslenskrar erfðagreiningar. Á fundinum velta fjölbreyttir fyrirlesarar fyrir sér uppruna og hlutverki hugsunar og reyna að svara spurningunni: Hvað er hugsun? Jörgen mun fjalla um hugsun á þrískiptan hátt. „Ég byrja á því að tala aðeins um hina svokölluðu sálarlausu sálfræði, hún er eiginlega grundvöllur að nútíma sálfræði, þegar menn lögðu það til hliðar að hugsa um sálina og einbeittu sér meira að mælanlegum eiginleikum sálarlífsins,“ segir hann. Jörgen fjallar einnig um vitund og rannsóknir á hugsunum og rök­ villur í hugsun. „Það er svo margt sem getur haft áhrif á hugsun. Fólk heldur kannski að það sé að komast að skynsamri niðurstöðu en svo eru ýmsir utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif,“ útskýrir hann. Þegar Jörgen er beðinn um að taka dæmi um þætti sem geta haft áhrif á hugsun segir hann frá rann­ sókn sem framkvæmd var af fræði­ mönnunum Tversky og Kahneman. „Þeir gerðu fræga tilraun á þessu,“ segir hann. „Þeir spurðu háskólanema hversu hátt hlutfall Afríkuríkja þeir teldu að væru í Sameinuðu þjóðunum en áður en fólk átti að svara rúlluðu þeir lukkuhjóli. Hjólið lenti annað hvort á tölunni 65 eða lægri tölu sem var minnir mig tuttugu og eitt­ hvað,“ segir Jörgen. „Í ljós kom að ef hærri talan kom upp þá giskaði fólk á miklu hærra hlutfall Afríkuríkja í Sameinuðu þjóðunum. Þetta kölluðu þeir akk­ erissig af því að fólk festi sig á ein­ hverjar tölur en talan kemur þessu ekkert við og hefur ekkert með fjölda ríkjanna að gera en samt hefur þetta áhrif,“ útskýrir hann. „Aðalpunkturinn hjá þeim var að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta hafi áhrif en það gerir það.“ Spurður að því hvort hægt sé að svara spurningunni: Hvað er hugs­ un? segir hann það hægt. „Það eru til svo mismunandi afbrigði af hugs­ unum. Til dæmis rökhugsun, það er þegar við komumst að niðurstöðu út frá einhverjum forsendum og þrautalausn sem er það þegar við fáum einhverja gátu að glíma við,“ segir Jörgen. „En það kemur líklega skýrt svar við þessu þegar við svörum spurn­ ingunni í sameiningu á fundinum,“ segir Jörgen. Fundurinn fer fram í húsnæði Íslenskrar erfðagreining­ ar klukkan 13.00 í dag og er öllum opinn. n Margt sem hefur áhrif á hugsanir okkar Um helgina | Við mælUm með | Jörgen L. Pind, prófessor emeritus. bjork@FrEttabladid.is Saga Tinnu Aðalbjörnsdóttur sem prýðir for­ síðu helgarblaðsins að þessu sinni, er saga djúpra lægða og hárrar upprisu en líka alls þess sem á undan kom og eftir. Stór áföll sem ekki var unnið úr, myrk leyndarmál sem grasseruðu innra með henni þar til sjálfstraustið var horfið og niðurrifið náði yfirhöndinni og frelsi fannst aðeins í harðri neyslu. Tinna fékk annað tækifæri, en eins og hún orðar það sjálf þá sótti hún tækifærið og nýtti sér það. Vinnuna vann hún sjálf. Til þess fékk hún þó góða hjálp fjölskyldu, vina og ekki síst Samhjálpar sem í næstu viku fagnar fimmtíu ára starfsemi. Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, þar sem Tinna segir fullum fetum að lífi sínu hafi verið bjargað, var fyrsta starfsstöð samtakanna en auk þess reka sam­ tökin þrjú áfangaheimili. Á Kaffistofu Samhjálpar sem nú hefur verið opin í rúm 40 ár koma allt að 350 manns dag hvern til að sækja sér heita máltíð og hlýju. Samtökin sem í fimm áratugi hafa mætt jaðarsettu fólki með náungakær­ leik safna nú fyrir nýju húsnæði undir Kaffistofuna og inni á samhjalp.is má styrkja starfsemina með mánaðarlegu framlagi eða gefa máltíð á Kaffistof­ unni. Það er sannarlega gjöf sem gefur! n Gjöf sem gefur Tinna fékk annað tækifæri en eins og hún orðar það sjálf þá sótti hún tækifærið og nýtti sér það. Chicago Söngleikurinn Chicago var frum­ sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í gær. Sagan gerist í Chicagoborg og fjallar um glæpakvendin Velmu Kelly og Roxy Hart sem keppast um athygli f jölmiðla í von um frægð og frama. Chicago er sýndur í Samkomuhúsinu og nú þegar eru í sölu sýningar fram í mars. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir fara með aðalhlut­ verk. Ex Sálfræðidramaverkið Ex er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Um er að ræða annað verkið í þríleik Mariusar von Mayenburg en verkin í þríleiknum eru öll sjálfstæð. Hjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippus­ dóttir fara með hlutverk í sýningunni ásamt Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Maybe i do Í gær hófust sýningar á kvikmyndinni Maybe I do. Myndin er á sama tíma vandræðaleg og fyndin en hún fjallar um Michelle og Allen sem standa á tímamótum í sambandi sínu þegar þau ákveða að það sé tímabært að foreldrar þeirra hittist loksins. Í ljós kemur hins vegar að foreldrar þeirra þekkja hvort annað afar vel vel. Venus í Feldi Venus í feldi, ögrandi sýning í leik­ stjórn Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur í Tjarnarbíó, fjallar um klassísk átök karla og kvenna í bland við undir­ gefni og drottnun. Leikararnir Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Sveinn Ólafur eiga hreint magnaða spretti í upp­ setningunni, ekki síst í síðari hlut­ anum þar sem mikið mæðir á þeim. Kramber Við Skólavörðustíg 12  er að finna Kramber, hlýlegasta kaffihús/ vínstofu bæjarins. Þar hafa þær Lísa og Dísa skapað einstaka stemningu með úrvali eðalvína, óáfengra val­ kosta og barseðli þar sem finna má ólífur og pretzel, tostada og osta­ platta en ostaelskendur mega ekki láta brenndan Stilton með púrtvíni fram hjá sér fara. n 14 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.