Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 26
Þetta er bara byrjunin hjá Berglindi
því hún ætlar líka í hlutverk farar
stjórans og standa fyrir kvenna
ferð og kynna falda perlu sem á
engan sinn líka fyrir ferðaþyrstum
konum.
„Ég ákvað að vinda kvæði mínu
í kross og prufa eitthvað nýtt á
þessu herrans ári 2023 og fá smá
hreyfingu á lífið. Ég skráði mig í
nám í markþjálfun hjá Profectus
og það hefur svo sannarlega farið
langt fram úr mínum væntingum.
Þar hef ég kynnst einstöku fólki
og lært svo mikið nýtt bæði um
sjálfa mig og samtalstækni. Helsti
lærdómurinn er að tala minna og
hlusta meira.
Ég klára námið í mars og hlakka
mikið til að fá fólk í markþjálfun
til mín í kjölfarið. Annað sem ég
gerði á nýju ári var að skrá mig á
lyftinganámskeið og er að elska
það. Sterkari líkami en ekki síður
sterkari kollur. Svo fékk ég það
skemmtilega verkefni að kenna
frábærum konum í FSU áfanga
sem snýr að því koma sér og sinni
vöru/þjónustu á framfæri og það
með áherslu á samfélagsmiðla.
Það er eitthvað sem ég hef virki
lega gaman af. Það má því segja
að janúar hafi byrjað frábærlega,“
segir Berglind og er farin að hlakka
til að sjá hvað febrúar ber í skauti
sér.
Kolféll fyrir Ischia
Hverju hefur þú helst ástríðu fyrir?
„Það er margt en ég fæ gott í
hjartað við að sjá konur stíga út
fyrir þægindarammann og leyfa sér
að blómstra. Að sama skapi legg ég
upp úr því að gera slíkt hið sama.“
Segðu okkar aðeins frá ferðinni
sem þú hyggst fara í vor með konur.
„Aðdragandinn að þessari ferð
var sá að ég fór ein á flakk til Ischia
síðasta sumar og kolféll þá fyrir
þessari dásamlegu eyju. Fólkið,
maturinn, náttúran og jú, svo að
sjálfsögðu veðrið. Þetta er enn falin
perla en þangað fara Ítalir í frí.
Ég framlengdi ferðina tvisvar
sinnum áður en ég fékkst loks til
að mæta í vinnuna sem beið mín
heima á Íslandi. En mig langaði
ekkert heim.
Á Ischia hitti ég Kolbrúnu Dögg
Eggertsdóttur en hún hefur búið
þar í 20 ár og á ferðaskrifstofu
ásamt manninum sínum sem er
fæddur og uppalinn á Ischia. Eftir
nokkra Hugo Spritz fórum við
Kolla að ræða hugmyndina að því
að bjóða konum upp á allt það
stórkostlega sem ég hafði upplifað
í þessari ferð minni. Þannig byrjaði
boltinn að rúlla og nú erum við
komnar með í sölu tvær Kvenna
ferðir til Ischia 21. til 28. maí og 28.
maí til 4. júní,“ segir Berglind.
Þess má geta að bækurnar
og sjónvarspþættirnir Framúr
skarandi vinkonur vöktu heldur
betur áhuga á Ischia. Höfundurinn
Elena Ferrante skrifar mikið um
Ischia enda er eyjan sumarleyfis
staður Napólíbúa fyrr á árum sem
og núna.
Upplifanir, matreiðslunámskeið
og ekta ítalskur matur
„Við gistum á fjögurra stjörnu hót
eli, förum í siglingu í kringum eyj
una á snekkju, snæðum hádegismat
um borð og drekkum heimagert
limoncello. Í siglingunni stoppum
við á fallegum stöðum og þær sem
vilja geta stokkið í sjóinn. Annað
sem við gerum er að fara á mat
reiðslunámskeið á veitingastað sem
er upp við eldfjallið Epomeo þar
sem við lærum að elda ekta ítalskan
mat og kynnumst vínmenningu
heimamanna. Við heimsækjum
Procida sem er litrík og heillandi
eyja sem var kosin menningarborg
Ítalíu árið 2022 ásamt því að slaka
á við sundlaugarbakkann og fara í
spa svo eitthvað sé nefnt.“
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Berglind kynntist Kolbrúnu Dögg Eggertsdóttur á eyjunni en hún hefur búið
þar í liðlega 20 ár og rekur ferðaskrifstofu þar með eiginmanni sínum.
Berglind kolféll
fyrir Ischia sem
hún segir að
sé enn þá falin
perla sem Ítalir
heimsæki sjálfir
þegar þeir fara
í frí.
Ischia er einstaklega falleg paradísareyja sem fangar augað og húsaþyrping-
arnar eru litríkar með rómantísku ívafi. MyndiR/AðSEndAR
Napólíbúar fara til Ischia í sumarfrí.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Þú hefur mikla ástríðu fyrir því
að standa fyrir viðburðum sem og
ferðum fyrir konur þar sem konur
fá að njóta sín og vera þær sjálfar.
Eru ferðir sem þessar mikilvægar
fyrir konur?
„Já, ætli þetta tengist ekki að
einhverju leyti ástríðu minni fyrir
að sjá konur blómstra. Hluti af því
er fólginn í því að gefa sér tíma
fyrir sjálfa sig, leggja annað til
hliðar og leyfa sér að upplifa ævin
týri og endurnærast.“
Hver er sérstaða þess að vera
eingöngu með konur í svona
ferðum og hvert er markmiðið?
„Það myndast svo falleg kven
orka í svona ferðum.“
Þú er þekkt fyrir kjólajóladaga-
talið þitt og hefur vakið eftirtekt
fyrir klæðaburð þinn, sérstaklega
kjólana þína. Hvernig myndir þú
lýsa þínum persónulega stíl?
„Ég elska kjóla og því meiri
pallíettur, þeim mun betra. Ég
þarf yfirleitt að pína mig til að
kaupa eitthvað hlýtt eins og
peysur en það tókst um daginn
svo nú á ég tvær peysur og þá get
ég haldið mig við ópraktísku pallí
ettukjólakaupin sem hæfa nú
frekar rauða dreglinum en mínum
lífsstíl sem er svona 90% heima
kósí. En það er bara eitthvað svo
dásamlegt við fallegan kjól.“
Áttu þér eins konar „uppá-
haldslista“ yfir það sem þér finnst
ómissandi að gera í lífinu og þú vilt
geta krossað við?
„Minni hlutir, meiri upplifanir.
Það er fátt sem gefur mér meira
en að ferðast, hvort sem það er á
Íslandi eða erlendis. Allt gaman
og fullkomnun ef ég næ að tengja
ferðalögin við matarupplifun.“
Hvað finnst þér gefa lífinu gildi?
„Lífið er best þegar hugurinn er
rólegur. Þá tek ég eftir litlu hlutun
um í kringum mig og upplifi svo
mikið þakklæti. Þetta er tilfinning
sem ég finn sem sterkast fyrir
eftir göngu í náttúrunni eða eftir
fallegan jógatíma eða hugleiðslu.
Svo er það hins vegar annað mál
hvort ég gefi mér alltaf tíma fyrir
þetta. Það er önnur saga, en þegar
ég gef mér tíma, þá uppsker ég
ríkulega.“ n
Aðdragandinn að
þessari ferð var sá
að ég fór ein á flakk til
Ischia síðasta sumar og
kolféll þá fyrir þessari
dásamlegu eyju. Fólkið,
maturinn, náttúran og
jú, svo að sjálfsögðu
veðrið. Þetta er enn falin
perla en þangað fara
Ítalir í frí.
2 kynningarblað A L LT 28. janúar 2023 LAUGARDAGUR