Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 10
Á fjórða hundrað tegunda af áburði og jarðvegsbætandi efnum voru fluttar inn á síðasta ári. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Umsóknarfrestur til 3. mars Þróunarsjóður námsgagna Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna. Námsefnið þarf að henta til kennslu á þremur fyrstu skólastigunum. Námsefni fyrir háskólastig og fullorðinsfræðslu er ekki styrkt. Sérstöku fjármagni verður veitt í fjórða forgangsatriði ársins. Forgangsatriði sjóðsins fyrir árið 2023 eru fjögur: 1. Námsefni ætlað innflytjendum vegna tungumálakennslu. 2. Námsefni sem styður við samfélags- og náttúrugreinar. 3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum. 4. Þróun námsefnis er tengist stuðningi við börn á flótta. Við úthlutun verður tekið tillit til hvort námsefnið styðjist við stafræna tækni, Menntastefnu 2030 og hversu aðgengilegt námsefnið verður nemendum. Umsóknarfrestur er til kl. 15.00, 3. mars 2023. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að skilyrðum settum. Upplýsingar um sjóðinn má finna á www.rannis.is/sjodir/ rannsoknir/throunarsjodur-namsgagna/. Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, throunarsjodur.namsgagna@rannis.is Heimildir: BBC, Army Recognition, Bandaríski herinn © GRAPHIC NEWS Þýskir og bandarískir skriðdrekar til Úkraínu Þjóðverjar hafa samþykkt að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu og eins eru Bandaríkjamenn að klára undirbúning á að senda M1 Abrams skriðdreka. Úkraínsk stjórnvöld vonast til að skriðdrekarnir muni skipta sköpum á vígvellinum. Varavopnabúnaður: Tvær 7,62 mm vélbyssur og ein 12,7 mm vélbyssa. Framleiðandi: General Dynamics Aðalvopnabúnaður: 120 mm M256 fallbyssa Þyngd: 67,6 tonn Hraði: 68 km/klst. Tekinn í notkun: 1986 Áhöfn: Fjórir Vél: 1.500 hestaža Honeywell AGT1500 bensín-túrbína Brynvörn: Samsett brynja sem styrkt er með sneyddu úrani. M1A1 ABRAMS Tekinn í notkun: 1985 Áhöfn: Fjórir Vél: 12-strokka, 1.500 hestaža MTU MB 873 dísilvél Brynvörn: Marghliða brynja, tilvalin til að verjast jarðsprengjum og IED-sprengjuárásum LEOPARD 2A4 Framleiðandi: Krauss-Ma¥ei Wegmann Aðalvopnabúnaður: 120 mm L44 fallbyssa Varavopnabúnaður: Tvær 7,62 mm vélbyssur Þyngd: 62 tonn Hraði: 72 km/klst Þjóðverjar hafa hingað til verið mjög hikandi við að senda skriðdreka sína til Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þýskaland og Bandaríkin senda Úkraínumönnum tugi skriðdreka til að takast á við innrásarher Rússa. Gengi hlutabréfa þýskra vopna- framleiðenda fer hækkandi. helgisteinar@frettabladid.is Úkraína Boris Pistorius, varnar- málaráðherra Þýskalands, segir að þýsku Leopard 2-skriðdrekarnir verði komnir á vígvöllinn í Úkraínu í lok mars eða byrjun apríl. Þýska ríkisstjórnin samþykkti nýlega að senda 14 þýska skriðdreka til Úkraínu til að aðstoða úkraínska herinn í stríðinu gegn Rússum. Þjóðverjar hafa verið hikandi undanfarnar vikur við þá ákvörðun að senda skriðdrekana. Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur engu að síður hingað til sent mikið af öðrum herbúnaði til Úkra- ínu, til að mynda 3.000 eldflaugar, hundrað þúsund handsprengjur og 22 milljónir skotfæra fyrir riffla og skammbyssur. Þar að auki hafa Úkraínumenn þegið mikið af þýskum trukkum og hátæknibúnaði. „Það er rétt að við höfum mjakast áfram hægt og rólega, en það er ein- faldlega vegna reglugerðanna sem við verðum að fylgja við svona hættulegar aðstæður,“ sagði Olaf Scholz. Ríkisstjórn Joe Biden samþykkti að senda minnst 30 M1 Abrams- skriðdreka. Bandaríkjamenn hafa að sama skapi einnig verið hikandi við að senda sína skriðdreka en sögðu það vera of f lókið að þjálfa hermenn til að nota þá og eins væri viðhald mjög erfitt. Hingað til hafa þýskir ráðamenn haldið því fram að þeir myndu aðeins senda þýska Leopard-skrið- dreka til Úkraínu ef Bandaríkja- menn gerðu slíkt hið sama með sína M1 Abrams-skriðdreka. Bretar hafa nú þegar samþykkt að senda sína Challenger-skriðdreka til Úkraínu. Allir skriðdrekarnir eiga það sam- eiginlegt að þeir eru taldir hafa yfir- burði yfir sovésku T-72-skriðdrek- ana sem rússneski herinn reiðir sig enn á. Skriðdrekarnir munu einnig koma til með að veita úkraínskum hermönnum meiri vernd á vígvell- inum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra átti fyrir tilviljun fund með Olaf Scholz daginn sem tilkynning þýsku ríkisstjórnarinnar barst og sagði hún ákvörðunina vera stóra fyrir Þýskaland. „Þetta er stefnubreyting sem við höfum séð í þessu máli. Það er því ekkert skrýtið að þeir gefi sér tíma í að ígrunda þessa ákvörðun,“ sagði Katrín. Leopard 2-skriðdrekinn er álitinn vera einn besti skriðdreki í heimi og er mjög vinsæll meðal þjóða innan Evrópusambandsins, sem þýðir að auðvelt væri fyrir Úkraínumenn að nálgast bæði varahluti og auka skotfæri. Ákvörðun þýskra stjórnvalda um að senda skriðdrekana til Úkraínu hefur einnig haft áhrif á verðbréfa- markaðinn. Gengi hlutabréfa í Rheinmetall, sem framleiðir skriðdrekana í sam- starfi við fyrirtækið Krauss-Maffei Wegmann, hefur rokið upp og er fyrirtækið nú metið á rúmlega tíu milljarða evra. Stríðið í Úkraínu hefur ekki aðeins breytt viðskiptahorfum þýskra vopnaframleiðanda, heldur hefur það líka breytt viðhorfi margra Þjóðverja sem hafa sögu- lega séð verið mjög gagnrýnir á þátt- töku Þýskalands í hernaðarátökum erlendis. n Afstaða Þjóðverja gagnvart hernaðarátökum breytist Þetta eru einfaldlega reglugerðirnar sem við verðum að fylgja við svona hættulegar aðstæður. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands ser@frettabladid.is SaMGÖnGUr Rafbílum fjölgaði ört í Evrópu á síðasta ári, að því er fram kemur í samantekt á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar segir að ívilnanir stjórnvalda og sívaxandi tegundaúrval hafi orðið til þess að margir bíleigendur hafa skipt út brunavélinni. Noregur hefur tekið forystu í raf- bílavæðingu álfunnar, en þar í landi eru rafbílar með 16 prósenta hlut- deild í bílaflotanum. „Það kemur ekki á óvart því norsk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir herferð í þágu rafbíla og vega þar þyngst fjár- hagslegar ívilnanir,“ segir á vefnum. Í Osló er hlutdeild raf bíla nú 33,2 prósent en mun minni á landsbyggð- inni, eða um rúm 4 prósent. Ísland er í öðru sæti með 4,6 pró- senta hlutdeild rafbíla á vegum og Holland því næst með 2,8 prósent. n Rafbílum hefur fjölgað ört í Evrópu Á Íslandi er hlutdeild rafbíla næstmest í Evrópu, 4,6 prósent. ser@frettabladid.is LanDBÚnaÐUr Yfir fimmtíu tonn voru flutt inn af áburði og jarðvegs- bætandi efnum á síðasta ári, en tegundirnar voru á fjórða hundrað. Þetta kemur fram í samantekt Matvælastofnunar sem vekur athygli á því að fleiri fyrirtæki ann- ist innf lutning á þessum efnum en þau sem framleiða hann heima fyrir. Einungis hafi verið gerðar athuga- semdir við þrjár af þessum áburðar- tegundum sem reyndust vera full til snauðar af magnesíum. n Yfir fimmtíu tonn flutt inn af áburði 8 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.