Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 32
Leitum að sölu- og markaðsfólki
Icelandic Times og Land & Saga eru vönduð tímarit um ferða-
mennsku, viðskipti og menningu á Íslandi. Ritin eru með þeim
útbreiddustu af þessu tagi hér á landi og eru gefin út á fimm
tungumálum; íslensku, ensku, frönsku, þýsku og kínversku,
auk vefsíðna.
Um er að ræða vandaða útgáfu tímarita en Nordic Times Media
stendur einnig að öflugum vefmiðli á fimm tungumálum og er
kínverska útgáfan einnig með efnisveitu á WeChat. Tímaritunum
er svo líka dreift á issuu í heild sinni ásamt ýmsum samfélags-
miðlum. Þá er þeim einnig dreift á flugvöllum í Grænlandi og
Færeyjum, þar sem við erum oft með umfjallanir þaðan og í sam-
starfi við þarlenda aðila.
Við leitum að einstaklingum sem geta unnið sem blaðamenn og
sölumenn og geta unnið við vefina okkar sem vefstjórar.
Áhugsamir sendi umsókn með ferilskrá á
info@icelandictimes.com
DEILDARSTJÓRI FASTEIGNA ÓSKAST
Á UMHVERFISSVIÐ GARÐABÆJAR
gardabaer.is
Garðabæjar auglýsir starf deildarstjóra fasteigna laust til umsóknar. Leitað er að öflugum aðila
með víðtæka reynslu af byggingaframkvæmdum.
Megintilgangur starfsins er yfirumsjón með rekstri og viðhaldi á fasteignum Garðabæjar í
samræmi við fjárhagsáætlun hverju sinni. Jafnframt að tryggja að fasteignir standist þær
kröfur sem gerðar eru til starfseminnar sem þar er rekin.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Yfirumsjón með ástandi, rekstri og viðhaldi fasteigna Garðabæjar
• Gerð rekstrar- og viðhaldsáætlana
• Aðkoma að gerð fjárhagsáætlunar
• Yfirumsjón með viðhaldsframkvæmdum þ.m.t. skipulagi þeirra, hönnun, innkaupum
og eftirliti
• Samhæfing verkþátta, iðnaðarmanna og verktaka í viðhaldi og rekstri
• Yfirumsjón með öryggismálum fasteigna og vera tengiliður við þjónustuaðila og
opinbera eftirlitsaðila
• Samningagerð, kostnaðareftirlit og yfirferð og samþykkt reikninga
• Öflun tilboða og framkvæmd innkaupa á efni, búnaði og þjónustu vegna fasteigna
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi s.s. í verkfræði eða tæknifræði eða
háskólapróf á fyrsta stigi auk mikillar starfs- og stjórnunarreynslu
• Reynsla og þekking af fasteignarekstri og viðhaldsframkvæmdum
• Reynsla af rekstri og áætlanagerð
• Viðtæk reynsla af byggingaframkvæmdum
• Góð þekking á lögum og reglugerðum sem gilda um mannvirki og rekstur þeirra á
hverjum tíma þ.e. byggingareglugerð, brunavarnir, heilbrigðisreglugerð og vinnuverndarlög
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Sjálfstæði og frumkvæði
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Mjög góð tölvuþekking
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Menntun í iðngrein er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Brá Gísladóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs,
í síma 5258500 eða á gudbjorgbra@gardabaer.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi
stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
2022 - 2025
Erum við
að leita að þér?
Þátttakandi
í íslensku
atvinnulífi
í meira en
50 ár