Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 56
Þessa dagana þarf ekki að fara lengra en til Dalvíkur til þess að heimsækja smábæinn Ennis í Alaska. Fréttablaðið skrapp norður og skoðaði breytingarnar sem verið er að gera á íslenska bænum fyrir sjónvarps- risann HBO og fjórðu seríu glæpaþáttanna True Detective. toti@frettabladid.is „Ég hef engan hitt sem lítur þetta ekki bara jákvæðum augum. Þetta bara vekur athygli á okkur og við fáum góða og ják væða kynningu. Síðan er ekkert verra að þetta lyftir andanum, eins og sagt er, þar sem janúar og febrúar eru náttúrlega oft leiðinlegustu mánuðir ársins,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar þar sem enn eru jól. „Já, já. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við vorum beðin um það að taka ekki niður jólaskrautið í kringum þessa tökustaði. Þannig að við höldum líka jólunum lengur. Eyrún segir að vissulega sé það svolítill pakki að fá fjölmennt kvik- myndatökulið í heimsókn en allt gangi þetta vel og samskiptin við gestina hafi verið með allra besta móti. „En þetta er skemmtilegur, síðbúinn jólapakki og bara ekkert nema gott um samtalið og sam- starfið að segja við þau sem standa að þessu.“ Ég held að það verði svolítið mikil upplifun fyrir okkur sem búum hér að sjá þættina. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dal- víkurbyggðar Spennuþrunginn andi Alaska svífur yfir Dalvík Steinhús Svanfríðar Jónasdóttur við Hafnarbrautina er of fallegt fyrir sviðsmynd True Detective og hún gaf því góðfúslegt leyfi fyrir því að það yrði rammað af. Myndir/Helgi Jónsson Á Dalvík er allt að verða klárt fyrir stórstjörnuna Jodie Foster. fréttablaðið/getty Torkennileg umferðarskiltin á Dalvík þjóna tilgangi sögunnar og ekki fyrir hvern sem er að skilja fyrirmælin á þeim. Pósthúsið í miðbæ Dalvíkur er orðið að lögreglustöðinni þar sem persóna Jodie Foster mun starfa. Spennan er að nálgast hámark því gera má ráð fyrir að stórstjarnan Jodie Foster og aðrir leikarar fari að láta sjá sig þar sem tökurnar hefjast um mánaðamótin en sveitarstjór- inn segir eftirvæntinguna mikla eftir því að sjá Dalvík á skjánum sem Ennis. „Ég held að það verði svolítið mikil upplifun fyrir okkur sem búum hér að sjá þættina og hvernig þetta allt saman lítur út eftir að hafa fylgst svona náið með þessu,“ segir tímabundinn bæjar- stjóri Ennis í Alaska og hlær. n Þegar komið er á Dalvík mætti ætla að förinni hafi verið heitið til Alaska. Kirkja í bílskúr? Þeirri spurningu verður ekki svarað fyrr en True Detective-þættirnir fara í loftið. Dalvíkingar hafa fengið kærkomna framlengingu á jólunum frá Hollywood og víða má sjá amerískt jólaskraut í lok janúar. 34 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.