Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Side 19

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Side 19
17 niður hlíðar m.a. yfir öxlina á Snæfelli inni á miðri eynni, en svo eru nútímavegir á milli, þar sem brunað er áfram á yfir 200 km hraða. Þá má nefna Southern ,Í00‘ Motor Cycle Races í september ár hvert nálægt Castletown, í þeirri keppni, eins og í T.T stórkeppninni, taka þátt margir frægir keppendur frá Bretlandi og viðar að. Frægustu lúðrasveitir brezka hersins, eins og Royal Horse Guards og Irish Guards, skemmta með lúðrablæstri og hersýningum. M.a. hafa þær skemmt í Rushen kastala, þar sem norskir konungar og Manx kon- ungar riktu. Rushen kastali er skammt frá Castletown. Þar er sjó- minjasafn og galdraminjasafn. Þá verður að nefna Víkingahátíðina (The Viking Pageant), sem árlega er haldin i Peel um miðbik júlí. Er hún haldin til að minnast fyrstu landgöngu og innrásar víkinga fyrir meira en þúsund árum. Golfvellir eru víða, og góð skilyrði til stangaveiða í ám og árósiun og sjóstangaveiðar eru stundaðar. Dýra- garður er á eynni, ekki sízt vinsæll meðal barna. Og er nú bezt að hætta upptalningunni, og klykkja út með því að Mön er fræg fyrir kattartegund, sem að sögn er hvergi annars staðar að finna, en hún er rófulaus. Islendingar, sem ferðast rnn Bretland, ættu nú að ihuga, hve fljót- legt og ódýrt er að ferðast þaðan til Manar, hafi þeir 2-3 daga aflögu, eða helzt fleiri. Til Manar er 75 mínútna flug frá Lundúnum, og aðeins hálftíma flug frá Glasgow, en sigling á nútíma ferjum tekur frá 2-5 tímum. Gisting er yfirleitt ódýr á Mön, en dýrari í júlí og ágúst en í maí, júni og september. Mön er einn sólrikasti staður á Bretlandseyjum. En ef hann rignir, er hægt að skemmta 30.000 manns innanhúss í Douglas. örnefni. Athugi menn uppdrátt af Mön, talar það sínu máli, hversu mörg nöfn menn rekast á af norrænum uppruna: sum hafa haldizt óbreytt eða að kalla óbreytt, eins og Laxey (þannig skrifað enn í dag), en norrænir menn hafa vafalaust kallað ána (Laxey River), sem þama rennur til sjávar, Laxá, og þarna eru tveir bæir, Old Laxey og New Laxey, og einnig Laxey Bay. Laxgengd var eitt sinn mikil í ána, en veiði er nú þorrin í henni, en sjóstangaveiði er í grennd við ósinn og utan á vikinni. Áður hef ég minnst á Snœfell (Snaefell) (þeir hafa líka sín Snæfell í Wales og á Skotlandi), og svo er bærinn Ramsay 2

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.