Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 21

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 21
19 Hjólið er sagt eitt hið mesta, sem smíðað hefur verið, og gengur fyrir vatnsorku. Þegar blýið þraut í námunum var steyptur stigi og pallur við hjólið, og er þaðan fagurt útsýni og sér vítt yfir. Margra fleiri staða hefði ég viljað geta, en einhvers staðar verður staðar að nema, og þegar ég minnist þess sem ég sá, er ávallt í hug- anum ánægjutilfinning blandin furðu yfir því hve margt heillandi er að sjá á þessari litlu eyju: fjöll, hæðir, dalir, fossar og gil, heiðar °g gullnir sandar, þvegnir öldum Irlandshafs. Sannast að segja er þó furðan mest yfir því, að það er nánast eins og að til þess að geta notið þess, sem þarna býðst, þurfi maður ekki annað en að rétta út hönd sína, og geta gripið eitt af mörgu, sem hugurinn gimist þann og þann daginn, því að vegalengdir eru ei meiri en það, að hægt er að velja milli ótal yndislegra staða, dveljast í sömu bækistöð, og koma heim að kveldi, eða ferðast frá einum stað til annars með sitt hafurtask. Hver dagur leiS fljótt. Og fyrr en varði var dvalartíminn hálfnaður. Og á hádegi þriðja dags, er við neyttum hádegisverðar, ég og mínar öldnu, áströlsku vin- konur, kváðust þær vera á fömm, og ætluðu þær á ferju yfir til Eng- lands og Lundúnir næsti áfangastaður. Hvort mundi nú Wilcocks grafa upp tvær aðrar slíkar handa mér? Ég var að minnsta kosti viss um, að hann hafði ráð undir hverju rifi til þess að sjá gestum sínum, sem einir voru á ferð, fyrir góðum félagsskap, og óþarft að bera þar fram um neinar óskir. Nú hafði svo atvikazt, að kvöldið áður, en ég kom seint, og nýbúið var að slökkva í setustofunni, en gestgjafi heyrði til mín, og bauð mér upp á tesopa áður en ég færi í háttinn. Þau voru að drekka seinasta tesopa dagsins í eldhúsinu hjónin, dóttir þeirra, eða Margaret, Allan og Jane, og var nú rabbað góða stund yfir teboll- unum. Og það bar á góma, að þær áströlsku væru á förum. Og hr. Wilcocks — Allan — spurði mig þá hvort ég hefði veitt athygli tveimur ungum stúlkum, sem voru alltaf saman, og sátu saman á máltíðum við borð úti við annan vegginn. Jú, ég var ekkert að neita því, að ég hafði orðið þeirra var og veitt þeim athygli, enda hið írska svipmót þeirra slíkt, að i mínum huga hafði enginn vafi komizt að um þjóðernið. Ég hafði orðið þess var, að Allan hafði reynt með sínu smitandi glaðlyndi, að fá þær til að brosa og hlæja, -— alltaf glaðnaði

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.