Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 21

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 21
19 Hjólið er sagt eitt hið mesta, sem smíðað hefur verið, og gengur fyrir vatnsorku. Þegar blýið þraut í námunum var steyptur stigi og pallur við hjólið, og er þaðan fagurt útsýni og sér vítt yfir. Margra fleiri staða hefði ég viljað geta, en einhvers staðar verður staðar að nema, og þegar ég minnist þess sem ég sá, er ávallt í hug- anum ánægjutilfinning blandin furðu yfir því hve margt heillandi er að sjá á þessari litlu eyju: fjöll, hæðir, dalir, fossar og gil, heiðar °g gullnir sandar, þvegnir öldum Irlandshafs. Sannast að segja er þó furðan mest yfir því, að það er nánast eins og að til þess að geta notið þess, sem þarna býðst, þurfi maður ekki annað en að rétta út hönd sína, og geta gripið eitt af mörgu, sem hugurinn gimist þann og þann daginn, því að vegalengdir eru ei meiri en það, að hægt er að velja milli ótal yndislegra staða, dveljast í sömu bækistöð, og koma heim að kveldi, eða ferðast frá einum stað til annars með sitt hafurtask. Hver dagur leiS fljótt. Og fyrr en varði var dvalartíminn hálfnaður. Og á hádegi þriðja dags, er við neyttum hádegisverðar, ég og mínar öldnu, áströlsku vin- konur, kváðust þær vera á fömm, og ætluðu þær á ferju yfir til Eng- lands og Lundúnir næsti áfangastaður. Hvort mundi nú Wilcocks grafa upp tvær aðrar slíkar handa mér? Ég var að minnsta kosti viss um, að hann hafði ráð undir hverju rifi til þess að sjá gestum sínum, sem einir voru á ferð, fyrir góðum félagsskap, og óþarft að bera þar fram um neinar óskir. Nú hafði svo atvikazt, að kvöldið áður, en ég kom seint, og nýbúið var að slökkva í setustofunni, en gestgjafi heyrði til mín, og bauð mér upp á tesopa áður en ég færi í háttinn. Þau voru að drekka seinasta tesopa dagsins í eldhúsinu hjónin, dóttir þeirra, eða Margaret, Allan og Jane, og var nú rabbað góða stund yfir teboll- unum. Og það bar á góma, að þær áströlsku væru á förum. Og hr. Wilcocks — Allan — spurði mig þá hvort ég hefði veitt athygli tveimur ungum stúlkum, sem voru alltaf saman, og sátu saman á máltíðum við borð úti við annan vegginn. Jú, ég var ekkert að neita því, að ég hafði orðið þeirra var og veitt þeim athygli, enda hið írska svipmót þeirra slíkt, að i mínum huga hafði enginn vafi komizt að um þjóðernið. Ég hafði orðið þess var, að Allan hafði reynt með sínu smitandi glaðlyndi, að fá þær til að brosa og hlæja, -— alltaf glaðnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.