Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 25
23
um að vinsældir föður míns sem ljóðskálds hefðu farið sídvínandi, og
á sumum að skilja, að þær væru að mestu eða öllu úr sögunni. Það
eimdi eftir af áróðri í þessa átt allt þar til hin ágæta bók Hannesar
skálds Péturssonar, Steingrímur Thorsteinsson, Líf hans og list, kom
út 1964. Hún vakti þjóðarathygli og hefur verið gefin út á ný (off-
setprentuð. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs). 1 formála kallaði Hannes
Pétursson rit sitt „ . . . hálft í hvoru vamarrit . . . og hefi ég ekki
hirt um að jafna yfir þær misfellur“.
Framlag Hannesar Péturssonar í hók hans til skilnings og réttara-
mats á ljóðagerð skáldsins verður aldrei metið um of. En hér ber
einnig að nefna annað skáld, sem ruddi í reyndinni braut að sama
marki, Halldór Laxness, en það gerði hann með hinni afburða snjöllu
grein sinni SKÁLD TVEGGJA SVANA, sem birt var í Vísi 21/8
1963 er hálf öld var liðin frá dánardægri skáldsins. Hún var einnig
birt skömmu síðar í Sunnudagsblaði Tímans, og náði þannig, vegna
birtingarinnar í þessum tveimur blöðum, til allrar þjóðarinnar. Það
var fyrir hvatningu Karls Kristjánssonar fv. alþingismanns, að grein-
in var einnig birt í Tímanum. Aðdáendur ljóða skáldsins hafa án vafa
fagnað heilshugar framlagi þeirra ágætu manna, sem ég hefi nefnt,
og annarra fjölmargra, sem ekki eru nefndir, og það geri ég líka af
heilum huga og hjartans þakklæti. En ég vil ekki fara í launkofa með
þá skoðun, sem ég gerði lítils háttar grein fyrir 1946, og aðhyllist enn,
að vinsældir skáldsins héldust traustar me'Sal almennings úti um
byggðir landsins, þrátt fyxir það, sem gert var til að reyna að draga
úr þeim, og leiði að þessu nokkur rök síðar, en framlag fyrmefndra
naanna og annarra til aukins skilnings og réttara mats á ljóðagerð
skáldsins er að sjálfsögðu jafn mikilvægt, hvort sem menn viðurkenna
eða viðurkenna ekki rök mín.
II.
Ég vil nú vikja nokkrum orðum að útgáfum á ljóðmælum föður
míns, og einnig ljóðaþýðingunum, en þetta er ekki ótengt því, sem
ég hefi vikið að hér að framan. Ég byrja þann spuna með athuga-
semdum, sem ekki skipta neinu meginmáli, og fram eru bornar í
anda vinsemdar, við atriði í eftirmála Hannesar skálds Péturssonar
i nýútkominni, prýðisfallegri og vandaðri Helgafellsbók: LjöSmœli