Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 24
S A L A R:
Einn kemnr þá annar íer.
SUMARIÐ er nú liðið, og haustið að
fara hjá. Þessa dagana leika hallfleyttir
geislar lækkandi sólar við fallandi lauf.
Ég var á heilsubótargöngu á einum
þessara tæru daga. Það var blálogn og
unun að virða fyrir sér litastiga haustsins,
allt frá skærgulum til vínrauðs.
Hin bleika hönd kreppir hægt að þetta
haustið. Hver dagurinn öðrum mildari,
þótt sjá megi hrímað strá í morgunsárið.
Já, ég var að virða fyrir mér litskrúð
þessa dapurlega árstíma, að flestum
finnst, þegar liin mjúka voð sumarsins
hefur upplitast. Þeir dagar eru liðnir,
er sjá mátti silfurglampa á broti og heyra
skvamp í hyl. Við verðum að láta okkur
nægja að hugsa urn þær góðu, gengnu
stundir. Síðan förum við, með hækkandi
sól, að renna hýru auga til dagatalsins á
nÝ-
Ég fékk mér sæti á bekk í garðinum,
sáttur við allt og alla á fögrum degi. —
Hlutlaus í deifu þeirra Lumumba og
Kasavubu, en réttu megin í landhelgis-
málinu, sem sannur sonur hins unga lýð-
veldis.
í rauninni var ég að hugsa um, hver
mundi nú fyrstur fara úr skónum sínum
og reiða til höggs, ekki í borðið, heldur
gamlan vin. Reiða til höggs, sem eyða
myndi litastiga árstíðanna, og svo auðvit-
að verulegum hluta mannkynsins, sem
kannski er aukaatriði.
Þá verð ég var við að einhver er seztur
varð einskis f'rekar var. Hélt svo af stað
niður í veiðihús, drjúgur yfir feng mín-
um, þó að laxarnir væru ekki stórir. Dag-
inn eftir eða þar næsta dag var tíma okk-
ar lokið og við héldum lieim.
Þetta er í eina skiptið sem ég hef séð
sama manninn þarna tvisvar og svona
greinilega. Nokkrum árum áður en þetta
skeði, sýndist mér einu sinni maður vera
að kasta á Almenningi, en þessu brá að-
eins fyrir svo snöggt, að það liefði vel
getað verið missýning, enda tók ég ekk-
ert mark á því. í annað skipti varð ég
var við mann upp hjá Veiðilækjarkvörn,
en hann var áreiðanlega ekki stangveiði-
maður. Ég held að hann hafi verið farinn
af jörðinni áðnr en menn fóru að sjást
nteð veiðistöng við ána.
En nú er bezt að slá botninn í þetta og
segja hvað olli því, að ég fór að senda
Veiðimanninum þessa frásögn. í desemb-
erblaðið 1958 ritaði Þórarinn Sveins-
son læknir frásögn, sem nefnd var „Sá
stóri úr Norðurá", og henni fylgdi mynd
af enskuin manni, sem hét Aspinall, enda
veiddi hann stóra laxinn, sem læknirinn
segir frá í grein sinni.
Myndin er ekki vel skýr í blaðinu, en
strax og ég sá hana, þekkti ég manninn.
Þar var sá sami, sem ég hafði séð í Myrk-
hyl og við gamla veiðihúsið, einu eða
tveimur árum áður. Forni.
14
Veiðimaðurinn