Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 43

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 43
Emilo Conzález og stóri sverðfiskurinn — heims- metið — sem hann veiddi snemma á þessu ári. nær sem þeim gafst færi, og yfirleitt var þeim sýnd framúrskarandi vinsemd í hví- vetna. Einn minnisstæðasti atburðurinn úr allri ferðinni gerðist í Christalgarðinum, sem er mikill og fagur þjóðgarður. Þar voru þeir félagar staddir á þjóðhátíðar- degi íslendinga. Þegar þeir sögðu frá því, var skálað fyrir íslandi í Christal- bjór, og skálin drukkin 16 sinnum með tilheyrandi hamingjuóskum! Var ekki annað hægt að sjá en þessi hylling kæmi frá hjartanu, enda hlýnaði íslendingun- um sjálfum mjög um hjartarætur við þessar heillaóskir. Veiðin við Kúbu var skemmtileg, þótt hún væri almennt ekki eins mikil og við Marathon. Veiðiáhugi Kúbu-manna sjálfra er mikill og ýmsir, sem þykir gam- an að fá fisk, eru ekkert að fást um, þótt þeir eigi ekki veiðistengur. Þeir kunna ráð til þess að ná honum samt. Meðfram allri strandlengjunni við Havana er hár steingarður. Þar má oft sjá hundruð manna, sem eru að veiða. Margir þeirra munu vera verkamenn eða atvinnuleys- ingjar. Fæstir eiga veiðistengur, en kasta út færinu með höndunum, sumir lengra en almennt gerist með kaststöng. Fannst þeim félögum ótrúlegt, hve langt sumir gátu kastað (lassoköst). Þarna veiddu sumir stóra hákarla og ýmsar aðr- ar tegundir, sem þeir sennilega hafa svo selt sér til lífsviðurværis. Það er gaman að horfa á þessa veiðimenn og ganga eft- ir garðinum. Sjórinn fyrir framan er tær eins og bergvatn. Báðir eru þeir félagar, Gunnar og Valdimar, sammála um það að ferðin hafi verið heillandi ævintýri frá upphafi til Heimsmeistarinn, Leython, frá Panama, annar frá hœgri, tekur við verðlaunabikarnum. Veiðimaðurinn 33

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.