Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 30

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 30
ust sumir þeirra verða vel varir. Mikið bar á vatnakaría, sem er rauðbrúnn á baki og niður eftir hliðunum, en ljós- ari, eða næstum gulur á magann, stórhreistraður með lítinn haus, aðal- stærðin um 1 kg., en nokkra sáurn við stærri, allt upp í 2—3 kg. Einnig voru þarna silfurlitaðir smáfiskar á stærð við murtu og minni. Mest var þó að sjá af þeim í ánni, og víða voru veiðimenn, og veiddu sumir vel. Þéttings straumur er í ánni (eða var þá) og lá fiskurinn í torf- um, sérstaklega neðan við brúarstöpla og í krikum við landið og öðru slíku skjóli við aðalstrauminn. Höfðum við gaman af að sjá, livernig Svissararnir fóru að við veiðarnar. Áður en ég fer að segja frá sjálfu kast- mótinu, langar mig að skjóta hér inn nokkrum orðum til þeirra veiðimanna, sem lítið gera úr þessum kastáhuga okk- ar sumra: Allir veiðimenn, sem með stöng, hjól og línu fara, njóta góðs af þessari íþrótt, jafnvel þótt þeir neiti sér um þá viðbótar ánægju sem af því er, að vera í nánari tengslum við stöng sína, eða stengur, en liinar fábreyttu veiðiferðir okkar ilestra veita tækifæri til. Já, mér er rammasta alvara. Því ekki að auka við hæfni sína í köstum og þekkingu á því hvað útbún- aðurinn dugar til? Hvenær veit maður nema næst vanti aðeins örfáa metra til að ná út þangað sem fiskurinn liggur? Og munum, að það er ekki sama að „vita“ hvernig það er gert og að „geta“. Það er gamla sagan, æfingin skapar meistarann. Kannske liggur þó mesti ávinningur veiðimanna í hinum stórkostlegu fram- förum, sem orðið liafa á gerð og gæðum 20 veiðistanga, hjóla, og lína, síðan kast- mótin komu til sögunnar með þeirri til- högun sem nú tíðkast. Sú geysilega fram- för, sem átt hefur sér stað í þessum iðn- aði, grundvallast á hinni hörðu sam- keppni helztu framleiðenda urn lieim all- an, sem miða gæði vöru sinnar fyrst og fremst við það, sem kastararnir taka gilt sem góða vöru og líklegt er að skari fram úr á næsta kastmóti. Það er álitið bezta auglýsingin á heimsmarkaðnum, sem nokkurt sportveiðafærafyrirtæki get- ur fengið. Og sannarlega njóta allir veiði- menn góðs at betri útbúnaði. Og svo ; þetta: „Lifandi“ menn hafa eða þurfa a. j m. k. að hafa eitthvert „hobby“. Það eru görnul og ný sannindi, að slíkt er i bæði andleg og líkamleg upplyfting frá daglegum störfum hvers og eins. Hvað liggur þá nær stangaveiðimanninum en að gefa sér stund öðru hvoru til að æfa sig í að kasta? Og það er líka gaman, ég tala nú ekki um, þegar fer að vora og líða að veiðitímanum. Og svo er auðvitað gaman að sjá og reyna, hvað maður getur í „faginu“ og taka þátt í kastmóti með góðum félögum. Keppni í köstum er jafn eðlileg og t. d. golfkeppni, svo algengt dæmi sé nefnt urn íþrótt sem allir geta iðkað í hvaða aldursflokki sem er. Með góðum íélögum á ég fyrst og fremst við þá, sem taka það sem leik, en ekki „lífsspursmál“ hvort kastað er metranum lengra eða skemmra hvert sinn — menn, sem hjálpa hvor öðr- um og gleðjast yfir framförum félaga sinna, engu síður en sínum eigin, en standa ekki „sér í flokki“, um leið og þeir geta eitthvað og líta jafnvel niður á hina sem styttra eru komnir. Slíkir ná- Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.