Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 62
aðstaða, sem verið hefur til kast-
kennslu á Árbæjarlóni. Stjórnin leitaði
fyrir sér um annan hentugan stað. Hef-
ur félaginu nú verið tryggður ágætur
staður við Rauðavatn. Er nú verið að
laga þar til með jarðýtu og verður þar
vonandi allt komið í lag fyrir vorið.
Stjórnin skipaði nýlega sérstaka nefnd
til að annast um þessi mál. Nefndina
skipa: Halldór Erlendsson, Jóhann Þor-
steinsson, Gunnbjörn Björnsson, Einar
Elíasson og Sigurður Magnússon. Hefur
hún þegar hafist handa með kastæfingum
í K.R.-húsinu, einnig mun hún sjá um
kastkennslu og útiæfingar með vorinu.
í sambandi við aðstöðu þá, sem félag-
ið fékk við Rauðavatn, var ákveðið með
samþykki bæjarins, að gera tilraun með
bleikjuræktun í vatninu. Var í haust
sleppt nokkru af bleikju úr Þingvalla-
vatni í vatnið, einnig munu verða sett í
það bleikjuseiði í vor. Þessi tilraun kost-
ar lítið, en væri mjög skemmtilegt ef hún
tækist.
Að loknum skýrslum formanns og
gjaldkera, var gengið til stjórnarkosning-
ar. Voru þeir stjórnarmenn endur-
kjörnir, sem nú átti að kjósa um, og er
hún því óbreytt frá s. 1. ári:
Óli J. Ólason, fornraður.
Jóhann Þorsteinsson, varaformaður.
Guðni Þ. Guðmundsson, gjaldkeri.
Guðm. J. Kristjánsson, ritari.
Gunnar Jónasson, fjármálaritari.
Varastjórnarmenn voru kosnir:
Viggó Jónsson.
Gunnbjöm Björnsson.
Erlingur Þorsteinsson.
Endurskoðendur voru kosnir hinir
sömu og áður, þeir Árni Benediktsson,
forstjóri og Ólafur Þorsteinsson, stór-
kaupm. og varamaður Oddur Helgason,
Digranesvegi 38-A, Kópavogi.
Félagsmenn eru nú um 760 og fjölgaði
um 60 frá aðalfundi í fyrra.
Lagabreytingar: Stjórnin bar fram til-
lögur um breytingar á nokkrum grein-
um félagslaganna. Voru þær flestar smá-
vægilegar og samþykktar að kalla urn-
ræðulaust, nema breytingin við 10. gr.
Um hana urðu talsverðar umræður og
sýndist sitt hverjum. Þó fór svo, að breyt-
ingin var samþykkt með tilskildum
meirihluta, og munu lögin verða prent-
uð með áorðnum breytingum og send
félagsmönnum síðar í vetur.
Það var nú sett í lög félagsins, að
stjórnin skuli skipa nefndir sér til aðstoð-
ar fyrir hvert starfsár. Hefur sú venja
ríkt undanfarin ár, að stjórnin hefur
skipað þessar nefndir, en rétt þótti að
liafa um það ákvæði í félagslögunum.
Listinn yfir nefndirnar eru birtur hér í
blaðinu til þæginda fyrir þá félagsmenn,
sem ef til vill þurfa að ræða við þær unr
einhver atriði. Ritstj.
Leiðrétting.
ÞAU leiðu mistök urðu í síðasta hefti,
að sagt var að næst stærsti laxinn á sumr-
inu, 27 punda hængur, sem Heimir Sig-
urðsson veiddi í Grástraumum í Laxá í
Aðaldal, hefði veiðst á maðk.
Laxinn var veiddur á flugu, Blue
Saphire og er Heimir hér með beð-
inn afsökunar á þessum mistökum.
Ritstj.
52
Veiðimaðurinn