Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 66

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 66
Hvassahrauni stanzar Sigurður Sæmunds- son, og sagði að hér í nánd ætti að vera gren, en aldrei hafi verið neitt í því í lengri tíma, hann sagðist ekki vera viss um hvar grenið væri, en það ætti að vera lítil varða skammt frá því, og svolítil strilla hjá greninu. Sting ég upp á, að við skiptum okkur, og gætum vel að öll- um mannaverkum, svo sem vörðum stór- um eða smáum, eða annari grjóthleðslu. Þeir snúa til suð-vesturs en ég til suð-aust- urs. Við höfðum talað um að ef við fyndum eitthvað, skyldum við lierma ákaft eftir lóu, til að gera hinum viðvart. Eftir stutta stund kem ég auga á dá- litla vörðu á horni klappar einnar, og nokkru vestar er eins og nokkrum stein- um sé hlaðið upp á lítilli hellisbrún. — Geng ég mjög varlega í áttina að steina- hrúgunni, eða þar til ég á ófarna svo sem 15 faðma, tek þá upp kíkinn og skoða vandlega. Er þá ekki um að villast, þar er allt útsparkað, og lengra til hægri eru fleiri holur. Eftir þessa vitneskju hopa ég fljótt, en varlega, undan vindi og gef félögum mínum merki. Heyra þeir það fljótt, og koma til mín eftir lautum og samkvæmt bendingum mínum. Er nú af- ráðið að Sigurður Erlendsson fari með nafna sínum niður á veg og sæki dót okk- ar, sem var mikil byrði fyrir einn mann, en Sigurður Sæmundsson komi sér í bíl til Hafnarfjarðar, þar sem hann á heima, en ég leggist á grenið. Taldi ég ófært að yfirgefa grenið, eftir svona margmennan umgang, og skyldum við leita áfram eft- ir að grenið væri unnið. Verður þetta nú að ráði, og fer ég að svipast eftir, hvar bezt muni að staðsetja sig, bæði þar sem vel sæist heim á grenið úr liæfilegri fjarlægð og einnig þar sem vel sæist yfir. Land er þarna ákaflega leit- ótt, með lyngi og hrísi á stöku stað. Vind- ur var á sunnan, og tók ég þann kost að búast um í gjáarhól, sem var um 22 faðma frá greninu austan við það. Færið var að vísu nokkuð langt, en þetta var eini heppilegi staðurinn, að mér virtist, og hækkaði ég brúnir gjárinnar með nokkr- um steinum, ásamt mosa og lyngi. Úr austurenda sprungunnar mátti komast, svo lítið bæri á, í hraunbolla gróinn, en út undir klöppina var skúti, sem veitt gat gott skjól ef ringdi. Þetta hugsaði ég mér að hafa fyrir „hótel“. Eftir röskan klukkutíma kom Sigurður Erlendsson með farangurinn. En um klukkan hálf sjö segi ég Sigurði að búa sig sem bezt undir nóttina, fá sér vel að borða, og hafa handbæran íhlaupabita með sér í byrgið, þegar hann leysi mig af, því aldrei sé að vita nær hann komist á „hótelið", ef það dytti í mig að liggja einhvers staðar út í frá, og þegar hann sé tilbúinn, fari ég og búist um fyrir nótt- ina. Fer þetta allt samkvæmt áætlun, og kemur hann á vörð, en ég fer á „hótel- ið“, hafði ekki séð neitt nema tvo yrðl- inga við grenið, sem hurfu bráðlega inn í það aftur. Klæðist ég öllu mínu skarti, en það var: þæfðar prjónabrækur, öðru nafni föðurlandsbuxur, nærbolur og milli- skyrta, þunn peysa og mosagrænn sam- festingur. Þá geysimikil duggarapeysa, leðurbuxur, loðnar að innan, leðurstakk- ur, einnig loðinn að innan, og utan yfir öllu þessu stór úlpa, með gæruskinns- fóðri og loðinni hettu, svo að ég var ekki orðinn beint hlaupalegur þegar ég að 56 Veiðimacurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.