Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 69

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 69
má verða, en allt er með ró og spekt, ekk- ert heyranlegt eða sjáanlegt. Verður nú sem hið fyrra kvöld, að Sig- urður býr sig út, og ég á eftir honum. Þegar ég er að steypa yfir mig leður- stakknum, sé ég að Sigurður tekur við- bragð og horfir mikið í kíkinn í norður, Ég hélt að ég hefði heyrt eitthvað, en fannst það líkast veiðibjölluvæl, stuttum. Skríð ég þá í byrgið til Sigurðar, og segir hann mér, að hann haldi að húsbóndinn hafi hlaupið framhjá. Hann segist ekk- ert hafa séð, en heyrt garg, og fortekur að það hafi verið í fugli. Eftir litla stund þarf ekki lengur vitnanna við, þrír spó- ar hringsóla um ákveðinn stað með sínu alþekkta ófriðarhljóði, einmitt á holts- brúninni þaðan sem ég skaut læðuna. — Grínum við hvor sem betur getur i kíkj- ana, þar til eftir góða stund, að Sigurður kemur auga á hann, hálf-falinn í runnun- um, En þar sá hann vel heim á grenið, og þar að auki í vindstöðu. Lýsir Sigurður vandlega öllu fyrir mér, og loks sé ég hann líka. Til vinstri við stefnu á refinn er laut til vesturs, eða norðvesturs, sem breikkar síðan og beygir fyrir neðan hæð- ardragið, sem rebbi er á, en það er hvort tveggja, að ekki er hægt að komast í laut- ina óséður, og þó að það tækist, sem raunar var ótrúlegt, þar sem refurinn hafði vindstöðu af okkur, var hann það utarlega á brúninni, að hann myndi sjá niður í lautina. Segi ég þá við Sigurð, að við verðum að freista þess að narra ref- inn úr vindstöðunni. Bið ég hann því að fara frá greninu til austurs, og láta bera vel á sér öðru hverju. Ákveðum við hvar hann skuli ganga, og hversu langt. Von- ast ég til að rebbi muni fylgjast með hon- um svo að mér gefist tími til að komast niður í lautina og upp í holtsbrúnina að norðanverðu. Þegar Sigurður hafði gengið á ákvörðunarstað, átti hann að ganga að greninu aftur. Gerði ég þá ráð fyrir að fá færi á refnum. Leggur Sigurður síðan af stað, en ég fylgist með í kíkinum. Allt í einu sprettur refurinn upp og er eins og á báðum áttum, en hleypur síðan til austurs og hverfur mér með alla spóana puðrandi yfir sér. Bíð ég þá ekki boð- anna, en hendist niður lautina, og er kominn niður að beygjunni, sem áður getur. Ég á eftir svo sem 30—35 faðma að holtsbrúninni, hálfboginn með byssuna í láréttri stefnu, niður undir hné, og er að hlaupa framhjá hrísrunna, þegar rebbi snarast framá brúnina þannig, að ég sé aðeins höfuðið og hálsinn. í sama and- artaki er ég sem steingerfingur. Bölvað- ur fanturinn, þarna mátaði hann mig lag- lega! Margt flaug gegnum huga minn. Eftir stöðu refsins, hlaut að vera lægra fyrir aftan hann, ógerningur að reyna að lyfta byssunni, því hann horfði á mig, en gat ekkert séð nema húfuna mína, sem var græn eins og runninn, og augun, í mesta lagi hálft andlitið, en tæplega hefði hann horft svona lengi ef hann hefði ekki liaft óljósan grun um hreyfingu, þó að mér fyndist ég snöggstanza. Meðan við horfðumst þarna í augu, ályktaði ég sem svo: Hann hefur skynjað, að við erum tveir. Þegar hann hafði fylgt Sigurði lít- inn spöl, lét hann Sigurð eiga sig, en hugðist heldur athuga þann, sem var á greninu. En er hann kom í vindstöðu, fann hann út, að þar var enginn, en af Veidimaðurxnn 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.