Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 65

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 65
legu sjónarmiði. Aldrei hefur hún lært neinar biblíusögur eða siðalærdóm, og hefur því engin boðorð brotið, en lifir samkvæmt eðli sínu og notar þau vopn, sem henni hafa verið gefin í lífsbarátt- unni. Þess vegna skil ég aldrei þá menn, sem ekki kunna að velja henni nógu Ijót orð og þykja engar kvalir svo miklar, að þeir finni til vorkunnar gagnvart lienni og segja sem svo: „Þið ættuð að sjá hvern- ig hún fer með aðrar skepnur, og bless- aða fuglana og unga þeirra, þá mynduð þið ekki vorkenna tófunni, hvorki eitur né skot, sem særa hana og kvelja“. Nei, það er eitthvað bogið við hugarfar og dómgreind þessara manna. Svo eru enn aðrir, sem ekkert skyn bera á veiði- mennsku, og halda því fram, að allir veiðimenn séu haldnir drápslöngun og villidýrslegum blóðþorsta, þeir geti ekki ódrepandi verið, og þeirra stærsta gleði sé að drepa og myrða sem mest af sak- lausum dýrum og fuglum. Þetta er víðs- fjarri réttu lagi, en þessu viðhorfi er þó mjög bót mælandi, fremur en h:nu, sem ég nefndi áðan. Þeim rennur ekki veiði- mannablóð í æðum og koma aldrei ná- lægt slíku sjálfir, í stuttu máli: eru ekki af þeirri náttúru. Þeir eru þess vegna ekki dómbærir um málið. Ég hef einu sinni skotið gamlan ref, svo gamlan, að önnur efri vígtönn var brunn- in upp í góm, en örlítið brot var eftir hinumegin, en neðri vígtennur voru enn nokkuð góðar, en mjög sljóar. Hann var enn að mestu leyti í gamla búningnum, þó komið væri langt fram í júní. Þetta dýr fékk að falla fyrir skoti, áður en þess biði kvalafullur dauðdagi af næring- arskorti, sem óhjákvæmilega hefði orðið vegna þess, að það var búið að missa að- alvopnið, vígtennurnar. Hugsum okkur alla þá þjáning og niðurlæging, sem dýr þetta hefði orðið að líða í samskiptum við kynbræður sína, sem yngri voru, jafn- vel lélegustu hræ hefðu sjaldnast komið honum að notum, vegna þess að hann gat ekki varizt eða varið bráð sína. Ekki gat ég séð neitt athugavert við þetta dýr á svo löngu færi, eða ca. 150 föðmum, en hitt sá ég strax, að þarna væri við- sjálft og lífsreynt dýr, og hrein tilviljun að mér skyldi detta í hug það bragð, er felldi hann á tæplega 10 mínútum. # Hinn 6. júní 1957 hringdi Sæmundur Ólafsson í Reykjavík til mín og spurði mig, hvort ég væri fáanlegur til að leita grenja með Sigurði Sæmundssyni, sem bjó urn langt skeið á Hvassahrauni. Mein- ingin var, að leita um allt Hvassahrauns- land, en Sigurður mundi þekkja öll greni á þessu svæði. Ég tók þessu greiðlega, setti aðeins eitt skilyrði, en það var að félagi m:nn, Sigurður Erlendsson, væri með mér, og taldi Sæmundur það sjálf- sagt. Hittumst við nú allir, og tókum til við leitina. Svo sem hálftíma gang frá Forsíðumyndin. Kápumyndin er frá Hœðargarðsvatni i Vestur-Skaftafellssýslu. Það er rétt við veginn, skammt frá Kirkjubœjarklaustri, og er þar mikið af urriða Íi/^—2 pund. Veiðileyfi hafa verið seld þar við mjög sanngjörnu verði undanfarin ár. Ljósm.: R. H. 55 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.