Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 26
þar sem áin er komin saman, eins og
óendanlegur leyndardómur.
Hér er minn staður, og héðan á ég
margar dýrlegar minningar. Vatnadísin,
sem hér hefur aðsetur, lofaði mér eitt
sinn að ég skyldi alltaf verða var á flug-
una mína úti á flúðinni.
Þoka næturinnar er nú óðum að
hverfa, og himinninn að verða blár og
fagur.
Ég stendu og horfi út á vatnið. Það er
merlað grænum lit, frá bröttum ásnurn
hinumegin. Yfir ásnum hvílir mógræn
hula, tæpast nógu dökk til að íeljast
skuggi. Sólin er ekki ennþá komin á fæt-
ur eftir örskamman svefn, en er sjálfsagt
farin að hlakka til að skína á sumardal-
inn prúða, sem unir liljóður í skarti sínu,
og hlustar með mér á kliðmjúkan nið
árinnar.
Unaðsleg dul hvílir yfir vatninu svona
snemma morguns. Þá er það mettað
leynd, og saman við nið þess blandast
hörpusláttur vatnadísanna sjálfra.
Kitlandi liugsun smýgur inn í huga
minn á hátíðlegri stundu.
Skyldi hann ekki taka núna?
Ég hrindi frá mér hinni veraidiegu
ásókn. Hér, frammi fyrir opinberun
slíkrar fegurðar sæmir ekki að rjúfa
stemninguna, og skemma hinn silfraða.
flöt vatnsins.
Hvaða flugu ætti maður að reyna fyrst?
Jafnvei hér, nú á þessari fögru morg-
unstund, þurfa hinar veraldlegu hugsanir
hversdagsleikans að fylgja manni eins og
skuggi. Slík er forherðingin, sem vér
höfum tamið oss. Hví get ég ekki fallið
í faðm náttúrunnar, gleymt dagsins önn,
og endurnært sálu mína?
— Farðu að renna, karlinn. Til hvers
ertu kominn hér? Hann tekur núna. Mér
heyrist einhver hvísla þessu í eyra mér,
en enginn er sjáanlegur. Mig langar til
að svæfa veiðieðlið og gleyma fiskinum
fagra, aðeins í þetta eina sinn — einu
sinni á ævinni.
En ásóknin ágerist, og hinn mjúki klið-
ur árinnar beinir augurn mínum til sín.
Hún virðist ekki renna áfram eins og
venjulega, heldur frernur síga fram eins
og dregin á ósýnilegu bandi.
Hið óhjákvæmilega lilýtur að ske, og
ég hnýti fluguna á girnið, hægum, hik-
andi liöndum. Ég vel mér Blue Charm
nr. 2. Það er góð fluga, og reisir oft fisk.
Hvernig manni er innan brjósts á slík-
um stundum er tæpast hægt að lýsa. Hin
lokkandi eftirvænting er svolítið blandin
órósemi óvissnnnar. Það virðist nálgast
helgispjöll að skemma þetta fagra vatn.
Laxinn stekkur ekki, til þess að hrukka
ekki flötinn slétta. Jafnvel vindarnir
áræða ekki að rjúfa friðinn, og ýfa gyll-
inguna djúpu.
Með tregablandinni eftirsjá nokkurra
dýrlegra augnablika, læt ég fluguna
snerta hið slétta vatn. Hún er þurr, og
fjaðrirnar fljóta aiveg ofan á, eins og þær
tími ekki að bleyta sig. Ég virði fyrir mér
livernig flugan líður fram í sveig, og upp
að grænum bakkanum. Köstin smá
lengjast, og flugan sekkur nú alveg. Gam-
alkunn kennd gerir vart við sig. Það er
veiðihugurinn blessaður, sem streyinir
um mig allan. Hann þýtur um eins og
eldur. Friðhelgi og kyrrð hinnar fögru
morgunstundar hefur verið svipt á braut.
Hvað skyldu vatnadísirnar muna mér
mörgum í dag? Ég kasta vel fram á flúð-
16
Veibimaðurinn