Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 20
bara ekkert útbært, skal ég segja ykkur.
Ég ætla nefnilega að stofna mitt eigið
ormabú — og selja ykkur ánamaðka í
kílóavís allt árið — 25 milljónir dollara!
G. K.
Höfundur greinarinnar, sem birtist í
Morgunblaðinu, er Bjarni Helgason, og
er htin á þessa leið:
UM ÁNAMAÐKA.
Bezta dæmið um starfsemi ánamaðk-
anna og annarra þeirra lífvera, sem éta
sér leið um eða gegnum jarðveginn, sést
í þeim löndum, þar sem bæði eru barr-
skógar og laufskógar.
Ef laufskógajarðvegur er borinn sam-
an við barrskógajarðveg, kemur í ljós,
að undir þykkni lauftrjánna er jarðveg-
urinn venjulega brúnleitari og „myld-
inn“, eins og það er víst kallað. Enn-
fremur eru lífrænar leifar, eins og t. d.
fallin laufblöð, svo blandaðar jarðvegin-
um, að þær eru óþekkjanlegar að útliti
og óaðskiljanlegar frá öðrum hlutum
jarðvegsins. í barrskógamoldinni eru líf-
rænu leifarnar, sem aðallega eru visnaðar
barrnálar, hins vegar ekki blandaðar
jarðveginum á þennan hátt, heldur
mynda þær sérstakt og mjög dökkbrúnt
eða svart lag ofan á honurn. Þetta lag er
mjög greinilegt og oftast skýrt markað
frá hinum ljósleitari jarðvegi, sem undir
liggur.
í laufskógajarðveginum er jafnan
fjöldi af smákvikindum og mikið um
ánamaðka, en aftur á móti er mjög lítið
um slíkt í jarðvegi barrskóganna og alls
engir ánamaðkar. En í ljós kemur, að það
eru einmitt smáverurnar og venjulega
fyrst og fremst ánamaðkarnir, sem graíið
liafa hin föllnu laufblöð og blandað
þeim við aðra hluta jarðvegsins og þá
um leið myndað svokallaða „humus“-
ríka mold.
Annað gott dæmi um starfsemi ána-
maðkanna má oft sjá í nýslegnum garð-
blettum, þar sem nýslegið grasið er látið
liggja óhreyft í stað þess, sem margir gera,
að hreinsa það burtu. Ef jörðin er sæmi-
lega rcik, hættir þetta nýslegna gras að
sjást að fáum sólarhringum liðnum.
Þetta kalla margii', að grasið rotni niður
í moldina. En skýringin er einmitt fyrst
og fremst sú, að ánamaðkar hafa verið
að verki og grafið það niður, étið það
og melt og blandað moldinni, svo að
venjulega verður ekki á milli séð hvað
er mold og hvað er gras.
Þá geta ánamaðkar mjög auðveldlega
grafið niður fyrirferðarmikinn lífrænan
áburð, t. d. húsdýraáburð, sem dreift hef-
ur verið á jörðina og blandað liann
moldinni, sem undir er. Það er algengt,
að lífrænn áburður hverfi fljótara af yf-
irborðinu á einum stað en öðrum. I dag-
legu tafi er þetta oftast kallað, að áburð-
urinn rotni mishratt niður í jarðveginn,
en ef betur er að gætt, kemur venjulega
í Ijós, að fjöldi ánamaðkanna hefur líka
verið mismunandi. Og ennfremur kemur
í ljós, að það eru einmitt þessir sömu
ánamaðkar, sem að mestu leyti eru valdir
að hvarfinu. En þó skyldu menn varast
að halda, að allt sé svo sem sýnist. Það er
algengt, þar sem húsdýraáburður er not
aður, t. d. í túnum, sem lítið er um ána
maðka í, að áburðurinn getur virzt alveg
horfinn, þegar líða tekur á sumarið. En
það er venjulega aðeins fljótt á litið, sem
10
Veiðimaðurinn