Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 17
framleiðslu, — iramleiðsla skapar pen- inga........ Já, vel á minnst, peninga. Eg hef hérna fyrir framan mig frétta- bréf frá Bandaríkjunum, sem barst upp í hendurnar á mér, einmitt þegar ég var að hugsa um blessaðan maðkinn. Þar segir: „Þetta litla skriðkvikindi er þeg- ar orðið undirstaða 25 milljóna dala at- vinnurekstrar. Á undanförnum árum hefur ormarækt blómgast og orðið að atvinnurekstri, sem á eftir að hafa ómælanleg áhrif á ræktun í Bandaríkjunum. Það munu vera um 5000 ormabú í Bandaríkjunum í dag, en Jressi atvinnu- rekstur er einkum staðsettur í San Gabríel-dalnum, sem er úthverfi Los Angelesborgar, og var um skeið þekktur aðallega vegna appelsínuræktar. Ormarækt hefur í rauninni átt sér stað undanfarin 25 ár, en ekki í stórum stíl fyrr en s.l. fimm ár eða sex, og það er aðeins fyrir skömmu, að þýðing þessa at- vinnurekstrar fyrir landbúnaðinn hefur komið í ljós. Nú er farið að kalla maðkinn „moldar- mylluna", því starfsemi hans má vel líkja við það verkefni, sem olíuhreinsunar- stöðvar leysa af hendi í olíuiðnaðinum. HANN ER ÓÞREYTANDI. Það hefur verið áætlað, að náttúran sjálf þurfi 500 ár til þess að bæta hálfri tommu af nýjum jarðvegi ofan á yfirborð jarðar. Ef ánamaðkurinn er nýttur á réttan hátt, má gjarnan líta á hann sem óþreytandi og þróttmikla vél, sem vinn- ur sama verk á 11/4—5 árum. Eins og stendur er stærsti ormamark- aðurinn hjá veiðimönnum, en farið er að selja maðka í kílóatali til garðyrkju- manna, og er sá markaður stöðugt að aukast. Þess mun samt verða nokkuð að bíða þar til hægt er að nýta orminn til land- búnaðarstarfa í stórum stíl. Formaður sambands ormaræktar- manna í Bandaríkjunum, Bob Larson, segir, að það muni taka langan tíma að rannsaka allar hliðar ormaframleiðslunn- ar, og það gagn, sem hafa má af orminum, en hann spáir því að þeir tímar komi að ánamaðkurinn verði eitt nauðsynleg- asta ,,húsdýrið“ í landbúnaði". Þetta sagði í fréttabréfinu. Og það eru fleiri, sem halda þessu fram. Jafnvel Charles Darwin sagði um ánamaðkinn: „Það er vafasamt hvort til eru mörg önn- ur dýr, sem hafa haft jafn mikla þýð- ingu fyrir heimssöguna og þessar frum- stæðu skepnur". Aristóteles kallaði þá „innýfli jarðar“, og svona má halda lengi áfram. Hér hef ég lítinn bækling frá einu ormabúinu í Bandaríkjunum. Þeir eru ekki myrkir í máli þar. Á einum stað stendur: „Látið ánamaðkana vinna fyrir ykkur. Þeir plægja, rækta og lofta jarð- veginn, sjá um að hann þorni ekki upp, aðstoða við plöntufrjóvgun og auka vaxtarskilyrði plantna. Ánamaðkar eru sorpeyðingarstöð nátt- úrunnar. Smíðið ykkur ormakassa og setj’ð í hann ánamaðka. Látið ofan á þá ösku og úrgang, og sjáið hve stuttur tími líður þar til kominn er fínasti „Skarni“. Veiðimaðurinn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.