Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 47
A kastœfingu. hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, í nóv. 1960.
um. Ennfremur er svo hugmyndin að
þeim, sem hafa áhuga fyrir að iðka stang-
arköst meira en beint vegna veiðiskap-
arins, eða m. ö. o. sem ánægjulegt við-
fangsefni í sjálfu sér, og þá e. t. v. með
þátttöku í kastmótum fyrir augum, gef-
ist einnig kostur á því á vegum félags
síns.
Stjórn Stangaveiðifélagsins skipaði,
fyrir nokkru, nefnd til að vinna að þess-
um málum, og hefur hún þegar hafist
handa um að lagfæra nokkuð á svæði því
við Rauðavatn, sem Reykjavíkurbær á
síðastliðnu vori lét félaginu í té til afnota
sem æfingasvæði. Þar verður svo ærið
starf að vinna næsta vor fyrir áhugasama
félagsmenn, áður en svæðið getur orðið
reglulega skemmtilegt og hentugt til æf-
inga og kastmótahalds. Einnig hefur fé-
lagið fengið tíma í K.R.-húsinu, til inni-
æfinga, fyrir tvo hópa til áramóta, en eft-
ir áramótin og síðar í vetur verður reynt
að fá þar húsrúm eftir því sem hægt
verður og þörf krefur.
Til skamms tíma hefur það orðið sum-
um aðhlátursefni, að menn stunduðu
kastæfingar með veiðistöngum, og þá
ekki sízt á þurru landi, svo maður nú
ekki nefni kastæfingar í húsum inni. En
þetta er að sjálfsögðu algjörlega að breyt-
ast, enda ósköp eðlilegt, þegar þess er
gætt, hve fáránlegt það er í raun og veru,
ef menn ætla þá fyrst að fara að reyna
veiðitæki sín og læra að fara með þau,
þegar komið er á ve'ðislóðir, með tor-
fengin og rándýr veiðileyfi. En þá er það
37
Veiðimaðurinn