Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 45

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 45
MAGNÚS PÁLSSON: Sá stóri úr Elliðaánum. STÓRI DAGURINN rann upp 3. júlí. Veðurblíða hafði verið allan júní-mán- uð, og seinni hlutann góð veiði. Þennan dag var enn mjög gott veður og sérstak- lega ákjósanlegt veiðiveður, skýjafar, hiti og nóg af fersku vatni. Ég hafði sofið draumlaust alla nóttina, sem er óvana- legt um áhugamenn. Allir veiðifélagarn- ir mættu inn við nýja veiðihúsið, og var dregið um veiðistaðina, eins og vera ber í góðum félagsskap. Sæmundur Sæmunds- son, veiðifélagi minn, og ég hlutum foss- inn. Við félagarnir höfum háð margar glímurnar við laxinn og farið ýmsar góðar ferðir saman. Ég byrjaði að renna í fossinn og gekk á ýmsu. Hann var strax við, en gekk hálf-illa að festa sig. Við gleymdum okkur þó fljótlega við veið- ina, og von bráðar erum við búnir að fá 7 laxa. Þá stend ég á fossbrúninni með stöngina og lax tekur. Mér fannst hann vera af þessari venjulegu stærð. En þá kallar félagi minn: „Hann er vænn“. Ég tek því ósköp rólega, en sé um leið á stóran sporð, og liugsa með mér: Nú, þetta er bara sá stóri, það er ekkert annað! Kom nú glímuskjálfti í mig, því það er mjög erfitt að eiga við stóra laxa þarna. Veldur því bæði brúin fyrir neðan og svo flekabrúin, sem er undir aðalbrúnni. Ég hélt honum um 10 mínútur í fossinum, en svo fór hann að síga hægt undan straumi, en ekki með neinum rokum eða látum. Við og Greinarhöfundur með stóra laxinn. við sést á hann og virðist þetta vera mjög stór lax. Áfram berst leikurinn niður að brúnni, og þar kom rokan! Hann rífur út línuna og fer með landi að norðan verðu, undir aðalbrúna og flekabrúna, en til allrar hamingju stöðvast hann í Jóns-holu, og á meðan get ég rétt stöng- ina, með hjálp félaga míns, undir fleka- brúna, og þar með var öllu bjargað. Ef laxinn hefði haldið áfram niður, eru eins miklar líkur til að ég hefði misst Veiðimaðurinn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.