Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 18
Ánamaðkar eyða lykt úr lífrænum efnum á nokkrum dögum og breyta þeim í frjó- sömustu yfirborðsmold, sem vísindin þekkja. Ánamaðkar eru fyrirtaks fæði fyrir fiska, hænsn, fugla og ýmis önnur dýr. Fleiri fiskar eru veiddir með ána- möðkum, en með nokkru öðru agni. Ormasaur (ormaáburður) endurnýj- ar jarðveginn og orsakar feikna grósku. í ormasaurnum er mikið af uppleysan- legum áburðarefnum, svo sem kalsíum, köfnunarefni, pottösku, fosfór, magnesí- um og öðrum nauðsynlegum efnum fyr- ir jarðargróður. . . .“ Síðan segir: Ánamaðkar eru tvíkynja, sem þýðir það, að þegar þeir eru orðnir nógu gamlir, eiga þeir allir afkvæmi. Þegar þeir eru komnir á frjósemisaldur, sem er 60—80 dögum eftir fæðingu, verpa þeir eggi sjöunda hvern dag. Þeg- ar eggið er tuttugu og eins dags gamalt, koma úr því 4—20 nýir ormar“. Þetta segja þeir vísu menn þar vestra. En hvernig er viðhorfið hér heima á ís- landi? Eftir því, sem næst verður komist, munu ánamaðkar hér heima svo til ein- ungis vera notaðir í laxa- og silunga- beitu. Þýðing þeirra fyrir ræktun og landbúnað virðist ekki vera orðin lands- mönnum ljós, nema þá að mjög litlu leyti. Á hverjum degi yfir sumartímann b’rtast auglýsingar í blöðunum um að maðkar séu til sölu, og laxveiðimenn kaupa í stórum stíl. TREYST Á MÓÐUR NÁTTÚRU. Seint á sumarkvöldum, þegar jörð er rök og e. t. v. dálítil rigning, má sjá skuggalegar mannverur læðast um tún og garða með blikkdós í annarri hendi og vasaljós í hinni. Þetta eru maðkaveiði- menn. Þeir treysta á móður náttúru til að framleiða fyrir sig maðkana, og fara svo út á nóttunni til að tína. Þar á meðal má oft sjá ýmsa virðulega borgara þessa bæjar, klædda í tötra, klifra yfir girðingu nágrannans, eins og þjófar á nóttu, til að ná sér í beitu fyrir næsta dag. Maðkatínsla er jafnvel talin hluti af sportinu hjá ýmsum. En svo eru aðrir, sem alls ekki nenna að skríða eftir renn- votu grasi um miðjar nætur til að góma greyin. Þe:r láta sér nægja að lesa Vísi næsta dag, og fara svo og kaupa beitu. Verðið er töluvert mismunandi, og stjórnast af eftirspurn og framboði. — Maðkar eru jafnan seldir í stykkjatali hér, og kosta frá 50 aurum stykkið og upp í 1,50, ef hörgull er á þeim. Ég hef talað við nokkra maðkasölu- menn og spurt þá um „bísnessinn". Yfir- leitt eru það ungir strákar, sem næla sér í aura með þessu móti, og margir þeirra hafa upp úr því töluverða vasapeninga. Þar í hóp eru líka fullorðnir menn og konur, sem liafa dágóðar aukatekjur á þennan hátt. Einn ungur strákur keypti sér hjól fyrir maðkapeninga. Annar er að safna sér fyr- ir skellinöðru. Fullorðinn mann hitti ég að máli og spurði um, hvernig gengi. „Það er dálítill aukapeningur, sem maður hefur með þessu móti“. „Tínir þú sjálfur alla maðka, sem þú selur?“ „Já, ég sjálfur, eða strákarn’r mínir. Þeir hafa gaman af að tína þá, og það hef ég raunar líka. Mér er farið að þykja 8 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.