Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 17
framleiðslu, — iramleiðsla skapar pen- inga........ Já, vel á minnst, peninga. Eg hef hérna fyrir framan mig frétta- bréf frá Bandaríkjunum, sem barst upp í hendurnar á mér, einmitt þegar ég var að hugsa um blessaðan maðkinn. Þar segir: „Þetta litla skriðkvikindi er þeg- ar orðið undirstaða 25 milljóna dala at- vinnurekstrar. Á undanförnum árum hefur ormarækt blómgast og orðið að atvinnurekstri, sem á eftir að hafa ómælanleg áhrif á ræktun í Bandaríkjunum. Það munu vera um 5000 ormabú í Bandaríkjunum í dag, en Jressi atvinnu- rekstur er einkum staðsettur í San Gabríel-dalnum, sem er úthverfi Los Angelesborgar, og var um skeið þekktur aðallega vegna appelsínuræktar. Ormarækt hefur í rauninni átt sér stað undanfarin 25 ár, en ekki í stórum stíl fyrr en s.l. fimm ár eða sex, og það er aðeins fyrir skömmu, að þýðing þessa at- vinnurekstrar fyrir landbúnaðinn hefur komið í ljós. Nú er farið að kalla maðkinn „moldar- mylluna", því starfsemi hans má vel líkja við það verkefni, sem olíuhreinsunar- stöðvar leysa af hendi í olíuiðnaðinum. HANN ER ÓÞREYTANDI. Það hefur verið áætlað, að náttúran sjálf þurfi 500 ár til þess að bæta hálfri tommu af nýjum jarðvegi ofan á yfirborð jarðar. Ef ánamaðkurinn er nýttur á réttan hátt, má gjarnan líta á hann sem óþreytandi og þróttmikla vél, sem vinn- ur sama verk á 11/4—5 árum. Eins og stendur er stærsti ormamark- aðurinn hjá veiðimönnum, en farið er að selja maðka í kílóatali til garðyrkju- manna, og er sá markaður stöðugt að aukast. Þess mun samt verða nokkuð að bíða þar til hægt er að nýta orminn til land- búnaðarstarfa í stórum stíl. Formaður sambands ormaræktar- manna í Bandaríkjunum, Bob Larson, segir, að það muni taka langan tíma að rannsaka allar hliðar ormaframleiðslunn- ar, og það gagn, sem hafa má af orminum, en hann spáir því að þeir tímar komi að ánamaðkurinn verði eitt nauðsynleg- asta ,,húsdýrið“ í landbúnaði". Þetta sagði í fréttabréfinu. Og það eru fleiri, sem halda þessu fram. Jafnvel Charles Darwin sagði um ánamaðkinn: „Það er vafasamt hvort til eru mörg önn- ur dýr, sem hafa haft jafn mikla þýð- ingu fyrir heimssöguna og þessar frum- stæðu skepnur". Aristóteles kallaði þá „innýfli jarðar“, og svona má halda lengi áfram. Hér hef ég lítinn bækling frá einu ormabúinu í Bandaríkjunum. Þeir eru ekki myrkir í máli þar. Á einum stað stendur: „Látið ánamaðkana vinna fyrir ykkur. Þeir plægja, rækta og lofta jarð- veginn, sjá um að hann þorni ekki upp, aðstoða við plöntufrjóvgun og auka vaxtarskilyrði plantna. Ánamaðkar eru sorpeyðingarstöð nátt- úrunnar. Smíðið ykkur ormakassa og setj’ð í hann ánamaðka. Látið ofan á þá ösku og úrgang, og sjáið hve stuttur tími líður þar til kominn er fínasti „Skarni“. Veiðimaðurinn 7

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.