Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 12

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 12
að skap náttúruajlanna mildist um sinn. Þess eru eigi all fá dæmi, að pegar pau hafa krafizt stórra fórna, er eins og pau stillist og leggi liknandi hönd yfir sár- in á eftir. Með vorinu vakna nýjar von- ir, og pegar horft er fram til sumarmán- aðanna á mildum vordegi, er harðlynd- ur vetur oft furðu fljótur að gleymast. Ein elzta aðferð manna til pess að skyggnast inn í framtíðina er stjörnu- spáin. Hún var i miklum metum sem vísindagrein hjá Forn-Egyptum og Kaldeum, og peir höfðu hana frá eldri menningarpjóðum. Siðar komst hún til vegs hjá Grikkjum og Rómverjum, og á miðöldum var hún kennslugrein í sumum æðstu menntastofnunum Evrópu. En pegar stjörnufræðinni fór að vaxa fiskur um hrygg sem vísindagrein, tók að halla undan fæti hjá stjörnuspeking- unum, enda réðust stjörnufræðingarnir harkalega á kenningar peirra og póttust greiða þeim rothöggið með uppgötvun Newtons á pyngdarlögmálinu. Eigi að siður lifir stjörnuspekin, eins og hún er oftast nefnd, enn góðu lífi viða, þótt hún sé ekki viðurkennd visindagrein, og fjöldi fólks um heim allan leitar á fund stjörnuspámanna, til þess að reyna að fá vitneskju um framtíðina. Dagblöð og timarit hafa fasta dálka eða siður um stjörnuspár, m. a. hér á Islandi, og reyn- ist það vinsælt efni. Stjörnuspekin heldur þvi fram, að gangur himintungla og afstaða þeirra inn- byrðis hafi áhrif á lif manna og náttúru- öflin hér á jörðu, og margt af því sé hœgt að sjá fyrir með útreikningum. En því er þetta rifjað upp hér, að samkvœmt þessum fræðum stöndum vér nú á merki- legum tímamótum. Síðustu tvö þúsund árin hefur jörðin verið undir áhrifum Fiskanna, sem er eitt hinna 12 merkja i Dýrahringnum, er allir kannast við, af forsíðu almanaksins. En nú er því skeiði lokið og vér erum komin undir áhrif Vatnsberans. Nýtt tvö þúsund ára timabil er að hefjast. Það þarf að sjálf- sögðu enga spámenn til að sjá fyrir, að miklar breytingar verði á þessu tíma- bili i lifi jarðarbúa bæði á efnissviðmu og þvi andlega. Vér sem nú lifum, þyrft- um eflaust góða stund til þess að átta oss á þvi, að þetta væri sami heimurinn, ef vér mættum koma hingað aftur eftir tvö þúsund ár, og eins mundi liklega fara fyrir þeim, sem kvöddu fyrir tvö þúsund árum, ef þeir kæmu hingað nú. Einkum er talið að þróunin muni stefna í þá átt, að i stað þess að „skilja alla hluti jarðlegri skilningu", eins og Snorri segir að forfeður vorir hafi gert, „af þvi að þeim var eigi gefin andleg spekin“, muni a?idlegur skilningur vaxa og efnishyggjan réna að sama skapi, eins og hún raunar hefur gert siðustu ára- tugina. Það hefur komið í Ijós, að efnið er ekki eins óhagganleg staðreynd og menn héldu, jafnvel fyrir nokkrum ára- tugum. Og það er vonlaust verk, að ætla sér að skýra öll fyrirbæri mann- lifsins og sumt, sem gerist i riki náttúr- unnar, út frá þeim efnislögmálum, sem enn eru þekkt. Aukin þekking á víðátt- um himingeimsins og öðrum hnöttum kann að raska ýmsum hugmyndum eða kenningum, sem nú þykja góð vísindi. Það er að m. k. vist, að þetta timabil verður skeið mikilla rannsókna og upp- götvana utan við ,,landhelgi“ jarðarinn- 2 Veiðimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.