Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 18
Fossbrúnin, þar sem farvegur árinnar þrengist og hvítfyssið byrjar. Þetta er einn stórbrotn- asti veiðistaðurinn i Laxá, og sumum finnst hann taka öllum öðrum fram, vegna tvisýnunnar og sþenningsins, sem er þvi sam- fara, að setja þar i lax. Ljósmyndari: Baldvin Svein- björnsson. an tímann, að fossinn er hans þrautalend- ing í baráttunni við andstæðingmn. Þar geti hann losað sig úr klóm veiðimanns- ins, hrist sig af eða slitið. Eða er það bara þreytan, sem segir til sín, og þá sjálfsagt að láta berast með straumnum? Hvernig sem í öllu liggur, sé ég að hverju stefnir og að nú er hætta á ferð- um. Augljóst er að sá grái ætlar sér fram af. Hafi veiðiskjálftinn verið áður byrj- aður, varð ég hans að minnsta kosti ekki verulega var fyrr en nú, er ég sé fram á að til úrslita muni draga, enda skelf ég nú á beinunum. Ekki verð ég þess var að sá grái skjálfi, en um leið og hann lætur sakka undan, hr’stir hann línuna ólundarlega einu sinni eða tvisvar. Ég reyni að halda stönffinni vel reistri, til þess að geta gefið mjúklega eftir, er aðal-hnykkurinn kemur á, um leið og hann fer fram af brúninni. Nú er ekki lengur stætt á snösinni, er laxinn og slíflygsan berast óðfluga með straumnum. Ég tek því sem snarlegast til fótanna, inn fyrir vik það, er verður neð- an við snösina, og hleyp niður bakkann, sem þarna er allhár. Hleyp sem fætur toga, því að nú er mikil ferð komin á laxinn, og gerist nú allt með skjótum hætti. Eg hendist niður slívaxnar, flug- hálar, hallandi klappirnar um leið og ég finn að allt húrrar fram af fossbrúninni. Veiðifélagi minn er kominn á undan mér að brúnni, og leggur hönd sína milli hvassrar briinarinnar á brúarstöplinum og línunnar, til þess að forða henni frá hnjaski. Um leið og ég skýzt undir brúna finn ég að toppurinn rekst aðeins í, og ég finn til með mínum ágæta Milward. Er ég kem fram undan brúnni, er eins og komið sé í annan heim. Hér er allt með mesta friði og spekt. Óhugnanlega rólegt finnst mér. Laxinn er sjálfsagt farinn af í ósköpunum, og farinn sína leið. Þá er sú dýrð úti, að hafa lax á. Stutt gaman og skemmtilegt það, með eftir- fylgjandi tómleikatilfinningu. Ég finn að 8 Veidimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.