Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 26

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 26
The Compleat Angler °g The Arte of Angling. ÁRIÐ 1954 fannst hjá bóksala í Lond- on eintak af ófáanlegri bók, sem líklega er önnur í röðinni af þeim, sem ritaðar hafa verið á ensku um stangveiði. Bók- in er rituð árið 1577 — árið sem sir Francis Drake lagði a£ stað í ferð sína umhverfis jörðina. Höfundur ókunnur. Hún var prentuð í Fleet-Street af Henry Middleton og átti að vera til sölu í búð hans í St. Dunstan’s Churchyard. Því stuggar ekki að ráði við seiðinu nema í þau skipti, sem ólæti þess ganga úr hófi. Hugsanlegt er, að hann geri sér þess grein, að í samanburði við keppinautinn er hann seinfær og stirður, og svo getur meira en verið, að hann sjái ekki litla krílið, því að það er svo lítið, að það sést varla, þegar það liggur við raufarugga hrygnunnar. Hrognin. Að lokunr nokkur orð um sjálf hrogn- in. Þau eru ákaflega falleg, svipuð á stærð og litlar baunir, ljósrauð á lit, seig og gljáandi og mjúk viðkomu. Kreistu eitt varlega, og þér mun finnast það einna líkast því, að þú sért að kreista lítinn gúmbolta. Kreistu það svo fastar og þá mun það springa og innihaldið koma í ljós — svolítill dropi af rauðgul- um vökva — sem hefði getað orðið að lif- andi laxi, ef forvitni þín og bölvuð fram- hleypnin í mér hefðu ekki komið í veg tyrir það. miður vantar titilblaðið á bókina, og því verður sennilega aldrei hægt að skera úr því, hvað hún hefur heitið réttu nafni, en hún er nú kölluð „The Arte of Angling", 1577. Það er erfitt að geta sér þess til, hvers vegna svo dýrmætri og fróðlegri bók var gloprað út úr landinu, en staðreynd- in er sú, að Ameríkumaður keypti hana og liún er nú í bókasafni Princeton Há- skóla í New Jersey. Það, sem mesta forvitni vekur í sam- bandi við „The Arte of Angling“, er hvort Izaak Walton liefur að einhverju leyti verið undir áhrifum hennar þegar hann fór að rita bók sína „The Compleat Angler“, 76 árum síðar. Og þess hefur verið getið til, að Walton hafi fengið alla hugmyndina að sinni bók frá þessari, því að svo nauðalík séu tök þessara tveggja liöfunda á efninu. En nú geta lesendur dæmt um þetta sjálfir, því að báðar bækurnar, ásamt köflunum eftir Cotton, hafa nú verið gefnar út í einu bindi hjá Oxford. Uni- versity Press og eru til sölu við svo lágu verði, að flestir veiðimenn, sem langar til að eignast þær, ættu að geta séð af 7 s. og 6 p. í því skyni. Þýtt úr The Fishing Gazette. Forsíbumyndin. Kápumyndin er austan af Söndunum lijá Hrauni í Ölfusi. Á það vel við, þar sem sjóbirtingstíminn er nú að hefjast og ýmsir nrunu trúlega skreppa austur á „Sandinn" með vorinu. Kápan er prent- uð í Litbrá, eins og síðast. — Ljósm. R. H. 16 Veidimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.