Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 29
ar upplýsingar um æviferil laxins, tek ég hreistur af mörgum fiskum á hverju sumri og sendi það Veiðimálastofnun- inni. Mannveran við Klofastein. — Nú langar mig til að fara dálítið út í aðra sálma við þig. Hefur ekkert undarlegt, eða yfirnáttúrlegt, sem við köllum, borið fyrir þig í veiðiferðum þínum — eða endranær? — Nei, ég hef aldrei orðið nokkurs var af því tagi, við veiðar. Ég hafði dá- litla skyggnigáfu, þegar ég var drengur, en missti hana með öllu um 12 ára ald- ur. Þannig var það líka unr nróður mína. Eins og ég hef minnzt á áður, var ég í uppvexti mínum nokkur ár á Bóli í Biskupstungum, hjá Eyvindi Hjartar- syni, bónda þar. Hann var kvæntur Katrínu, dóttur Sigurðar á Kópsvatni. Eyvindur dó, að nrig minnir, jarðskjálfta- árið 1896, eða árið eftir. í landareigninni á Bóli, úti á Tjarn- arheiði, sem kölluð er, stendur steinn með opi í miðjunni, sem sér í gegn- um. Það virðist ekki vera gert af manna- höndum. Hann er kallaður Klofasteinn. Sagnir voru til um að barn hefði verið borið þar vt fyrir æva löngu, og því var trúað, að svo hefði verið. Skammt frá þessum steini er tjörn og kringum hana slægjuland. Þar var ég eitt sinn með fólk- inu á Bóli við heyvinnu, á sólbjörtum degi. Þá sá ég hjá steininum, í á að gizka 200—300 metra fjarlægð þaðan sem við vorum, litla mannveru, svona um einn metra á hæð, að því er mér virtist. Ég hafði orð á þessu við fólkið og benti því á staðinn, en enginn sá veruna nema ég. Mörgum árum seinna var ég einn á ferð á þessum slóðum. Það var í síðari hluta september og dálítið farið að skyggja. Ég var ríðandi á góðum og ófælnum hesti. Þegar ég var örskammt frá þessum sama stað, fann ég að hest- Feðgarnir: Páll, Egill og Kristinn. Myndin er tekin austur á Iðu. urinn fór að verða órór, tók í taumana og byrjaði frísa. Ég beindi þá athygli minni að klettinum og sá þar aftur sömu veruna og áður. Hún var að ráfa þarna urn og nákvæmlega eins í útliti og þegar ég sá hana í fyrra skiptið. Hesturinn varð enn órórri. Hann virt- ist mjög hræddur, eins og hann hefði séð eða orðið einhvers var, sem vakti með lionum ótta. Ég réði ekki við hann og hafði nóg með að halda mér, til þess að detta ekki af baki. Hann fór í ein- um spretti heim á bæjarhlað. Ég sagði heimilisfólkinu söguna, og engum datt í hug að rengja mig. Ég var ekkert hræddur við þessa sýn, enda kom hún mér ekki á óvart eftir það sem ég hafði heyrt og á undan var gengið. — Þeir mundu nú líklega halda því fram sumir, að þessi „mannvera“ hafi Veiðimadurinn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.