Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 42

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 42
Ástand innyíla í alitiski er oft notað sem mælikvarði á, hve hollt fóður er fyr- ir fiskinn heilsufarslega. Donaldson, prófessor, fann með rannsóknum, að vissar fóðurtegundir orsökuðu skemmdir í briskirtlinum. Þá hefur verið unnið að því að finna fóður, sem leggja má til grundvallar við fóðurtilraunir. Hefur þetta borið góðan árangur. Er nú slíkt undirstöðufóður notað við rannsóknir á næringarþörf fiskanna. Kynbætur á regnbogasilungi. Kynbætur á laxfiskum er ein merki- legasta nýjung seinni ára í veiðimálum. Árangurinn, sem þegar hefur fengizt af tilraununum í því efni, gefur fyrirheit um, að fá megi í framtíðinni fisk, sem mun henta betur breyttum aðstæðum, og muni gefa mjög auknar afurðir á styttri tíma heldur en nú tíðkast. Merkt tiiraunastarf hefur verið unnið af Donaldson, prófessor, og aðstoðar- mönnurn hans í nær þrjá áratugi á sviði kynbóta á regnbogasiiungi. rákasilungi og kóngslaxi. Reynt hefur verið að fá fram fisk, sem yxi ört og yrði kynþroska snemma og væri ónæmur fyrir sjúkdóm- um, hrygndi á hagkvæmum tíma og hefði sem flest hrogn. Árið 1932 hóf Donaldson kynbætur á regnbogasilungsstofni, og voru stofnsil- ungarnir tæp 700 gr. hver og 4 ára gaml- ir, þegar þeir voru fyrst kynþroska. Með- al hrognafjöidi í þeim var iOOO hrogn. Vaxtarhraðinn jókst á næstu árum, og fiskarnir urðu kynþroska yngri heldur en hinn villti stofn. Þegar kynbæturnar höfðu staðið í áratug, náðu fyrstu sil- ungarnir kynþroska tveggja ára, og eftir hálfan annan áratug hafði hrognafjöld- inn tvöfaldazt. Tveggja ára fiskarnir frá klakárinu 1953 voru kynþroska 49,6 sm að lengd að meðaltali og 1848 gr. að þyngd. Þeir voru nálega 2l/2 sinnum þyngri heldur en villti stofninn var 4 ára gamall. Þegar þriggja ára fiskarnir frá klakárinu 1952 voru tilbúnir að hrygna í annað sinn, voru þeir 59,9 sm að lengd og vógu 3004 gr. að meðaltali. Eftir 26 ára kynbótastarf höfðu tveggja ára silung- amir fimmfallt fleiri hrogn en forfeður þeirra höfðu 4 ára 1932. Við aðra hrygn- ingu þriggja ára fiska var hrognafjöld- inn 10.000. Stærsti þriggja ára regnboga- silungurinn 1958 var 71,8 sm á lengd, vóg 6,6 kg og hafði 16.838 hrogn. Árangurinn af kynbótunum hefur m. a. komið fram í því, að hrognafjöldinn hefur tuttugu og fimmfaldazt hjá fjögra ára hrygnu á nefndu tímabili. Þegar hrygna hefur náð 5 ára aldri gætu afkomendur hennar far- ið fram úr 56,750 kg að þyngd, ef þeir lifðu allir, og þó væri enginn þeirra yfir þriggja ára. Rákasilungi víxlað. j ainframt kynbótatilraununum með regnbogasilung vann Donaldson, prófess- or, að kynbótum á rákasilungi, „Cutt- hroat trout“, en hann er nefndur svo vegna ráka eða strika neðan á neðra skolti sitt hvorum megin. Rákasilungur er út- breiddur vestan Klettafjalla frá Mexíco norður til Alaska. Hann hefur lítið verið fluttur í ný heimkynni samanborið við regnbogasilung og er því mun minna þekktur en hann utan hins náttúrlega út- breiðslusvæðis síns. Kynbættur rákasil- ungur var 1953—1955 blandaður villtum 32 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.