Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 43

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 43
stofni rákasilungs frá Whatcomvatni til þess að fá fram blendingsþrótt. Voru kynblendingarnir síðan aldir upp í til- raunastöðinni, og var fylgzt með þeim þar. Vaxtarhraði og veiðimagn kynbætta rákasilungsstofnsins, Whatcom-stofnsins og kynblendinganna var borið saman. — Rúmiega 26 þúsund silungum var sleppt á árunum i 954—55 í Echovatn til þess að fá samanburð á því, hvernig hinir ein- stöku stofnar spjöruðu sig í náttúrunni. Kynbætti stofninn óx jafnan nrest, en kynblendingarnir voru harðgerðastir, og veiddist mest af þeim. Eru niðurstöðurn- ar hinar markverðustu. Þær sýna, að heppilegast er að nota kynblendingana til þess að sieppa í vötn með miklu veiði- álagi. Laxakvnbætur. j Árið 1949 hóf Donaldson kynbætur á kóngslaxi með sama markmiði og regn- bogasilungi áður. Kóngslaxastofninn, sem hann byrjaði að kynbæta, var 4 ára, þegar liann kom úr sjó kynþroska, og gekk 0,1% af honurn aftur upp í eldis- tjarnir Tilraunastöðvar Fiskifræðideild- arinnar. Flestir laxanna, sem upp komust, voru veiddir á leið þeirra til eldisstöðv- arinnar. Árið 1955 komu nokkrir kóngs- laxar aftur þriggja ára, og hafa síðan þriggja ára fiskar verið notaðir til undan- eldis. Afkomendur þriggja ára laxanna frá 1955 uxu örar og komust betur af í sjónum heldur en kóngslaxastofninn, sem kynbótatilraunirnar hófust með 1949. Gengu 30 sinnum fleiri kóngslaxar frá árganginum 1955 upp í eldistjarnirnar heldur en af laxinum, sem sleppt var 1949. Kynbætur á kóngslaxi eru nýhafnar og eru niðurstöðurnar, sem þegar hafa fengizt, mjög athyglisverðar og gefa von- ir um, að mikils megi vænta af laxakyn- bótum í framtíðinni. Átthagavísi silfurlaxins. Við tilraunaeldisstöðvar eru iafnan skilyrði til þess að gera margháttaðar til- Seiðin ganga úr tilraunastóðinni um lítinn laxa- stiga, áleiðis til sjávar, þegar þau hafa náð göngu- stcerð. Þau koma aftur sömu leið sem fullvaxnir laxar. — Ljósm. frá L. R. Donaldson. raunir og rannsóknir. Hefur þetta sann- azt við Tilraunaeldisstöð Fiskifræðideild- arinnar. Frá einni slíkri tilraun skal greint hér. Eru niðurstöður hennar mik- ilvægar fyrir fiskirækt. í janúar 1952 voru nálega 72.000 stálp- uð silfurlaxaseiði flutt frá Sooseldisstöð- inni í Washingtonríki, þar sem þau höfðu verið alin frá vorinu áður, um 30 krn leið norður til Tilraunaeldisstöðvar Veiðimaðurinn 33

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.