Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 54
Kastgrein no. 10: Tvíhendis beituk. með spinnhjóli.
1. Þórir Guðmundsson .................. lengsta kast 127,83
2. Halldór Erlendsson.................. lengsta kast 123,83
3. Guðmundur Einarsson ................ lengsta kast 114,60
3. Heimsmeistaramótið.
Haldið í Osló í ágústmánuði. Mikið
mót og glæsilegt. Skilyrði misjöfn og
árangur eftir því. Aðeins einn þátttak-
andi mætti frá Islandi, Albert Erlings-
son. Fleiri óskuðu þó eftir þátttöku,
meðal annarra Halldór Erlendsson. Eins
og sjá má á úrslitum í Kastmóti íslands,
hlaut Halldór lang hæstu samanlagða
stigatölu. Af einhverjum annarlegum
ástæðum var Halldóri synjað um þátt-
töku í móti þessu. En svo er málum
háttað, að at’ íslands hálfu er Kastklúbh-
ur ísiands eini aðilinn að Alþjóða kast-
sambandinu og ræður því hverjir fá að
taka þátt í alþjóðamótum héðan.
Beztu afrekin:
Röð þeirra efstu, úr öllum 10 kast-
greinunum. (Stigatöluna hef ég því nrið-
ur ekki.):
1. Heimsmeistari, Jon Tarantino,
Bandaríkj unum.
2. Rune Fredriksen, Svíþjóð.
3. Sverre Scheen, Noregi.
í einhendis fluguköstunum, kastgrein
no. 3, varð heimsmeistari, sem vænta
mátti, Jon Tarantino með 50.10 m og
lengsta kast 51.60. En furðu vakti það,
að vegna óhagstæðra skilyrða meðan Sví-
inn Fredriksen kastaði, náði hann aðeins
15. sæti með 40.68 metrum, með ná-
kvæmlega sömu tækjum og hann hafði
nokkru áður sett glæsilegt sænskt met.
við hagstæðar aðstæður í sænska meistara-
mótinu, með 56.50 m. Þá vakti það ekki
síður furðu, að með einhendis flugu-
stöng i(veiðistöng), í kastgrein no. 2,
náði Svíinn Larsson 51.53 m löngu kasti.
en þar má línan ekki vera sverari en .056“
(B).
t tvíhendis flugukastinu varð ungi
Norðmaðurinn J. Kolseth heimsmeist-
ari 4. árið í röð, á nýju heimsmeti 62.49
m meðalt. 65.62 m lengst, og bætti
„heimsmet“ Tarantinos, sett fyrr sama
dag.
Svíarnir höfðu, sem fyrr, einkarétt á
kastgrein no. 7, lengdarköstum með kast-
hjóli tvíhendis, og varð Fredriksen fyrst-
ur með 97,09 m og 102.45 m lengsta kast.
En í einhendis spinnkasti sigraði Font-
aine, Bandaríkjunum, núverandi forseti
Alþjóðakastsambandsins, með feikna-
köstum — 85.43 m og 88.03 m lengst.
í hittiköstum með kasthjóli varð Fred-
í'iksen hinn sænski enn fyrstur, með 88
stig, og með spinnhjóli annar Svíi, Jo-
Iiansson, fyrstur, einnig með 88 stig.
í tvíhendis spinn-lengdarkastinu, með
30 gr. lóði, varð í annað skipti í röð sig-
urvegari Þjóðverjinn Stubbe, með
157.12 m, og ennþá með sína „ódýru
heimagerðu bambusstöng, en nú með
glassfieber toppi“.
Aðrar kastgreinar eru minna kunnar
hérlendis ennþá, því miður.
Hæsta stigatölu þjóða hlutu Banda-
ríkjamenn, þá Norðmenn og síðan Svíar.
44
Vfiuimaðurinn