Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Page 55

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Page 55
Fr« wshÁtíb jS.V.F.R. Úr hófinu. Á myndinni horfa fram, talið frd vinstri: Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, Gunnar Jónasson og hjónin frú Efemia og Hjörleifur Hjörleifsson. — Ljóstm.: Oddur H. Þorleifsson. ÁRSHÁTÍÐ Stangaveiðifélags Reykja- víkur var lialdin í Lído laugardaginn 3. febr. s. 1. Var hún með svipuðu sniði og undanfarin ár og fjölsótt að vanda. — Skemmtiatriði voru með líkum hætti og mest tíðkast nú á félagasamkomum, og var góður rómur gerður að flestum. Eins og venja er til var afhentur verð- launabikarinn fyrir stærsta flugulaxinn á vatnasvæði félagsins. Hlaut lrann að þessu sinni Gunnar Petersen, gullsmið- ur, fyrir 16 p. hæng. sem hann veiddi í Dalsárósi í Víðidalsá, á Blue Charm, nr. 6, einkrækju h. 28. ágúst 1961. Á keppnisstað liafði verið komið upp tjaldborg, og hafði hver þjóð sitt stóra hertjald með bekkjum og stangastæðum og þjóðfána yfir dyrum. Það var sögð fögur sjón að sjá mótstaði með tilheyr- andi útbúnaði til móthaldsins, og mótið allt framúrskarandi vel skipulagt og vel útfært, árangur glæsilegur og ánægja þátttakenda og hinna mörgu áhorfenda mikil. Hrafn Einarsson. Veiðimaðurinn 45

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.