Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 56

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 56
Gunnar Petersen með flugubikarinn. — Ljósm.: Oddur H. Þorleifsson. Verðlaunagripinn Gára, sem veittur er fyrir stærsta flugulaxinn í Elliðaánum hlaut Stefán Sigmundsson, Guðrúnargötu 6, Rvík., fyrir 14 p. hæng, veiddan í Efri- Móhyl, á Black dr. nr. 4, h. 30. ágúst 1961. Eins og dagsetningarnar bera með sér voru þessir bikarlaxar ekki að flýta sér í dauðann, því að þeir veiddust báðir síð- ast í ágúst. Þetta hefur stundum komið fyrir áður, t. d. 1959, þegar Einar Tóm- asson fékk bikarlaxinn síðari hluta dags, síðasta veiðidaginn í Elliðaánum. Nýr bikar — kvennabikar. Þá gerðust þau gleðitíðindi á þessari árshátíð, að tilkynnt var að nvr verð- launabikar yrði gefinn, sem aðeins kon- ur geta unnið. Verður hann veittur fyrir stærsta lax, sem kona veiðir á vatnasvæði félagsins og þarf hún þó annað hvort að vera félagi í SVFR eða gift félagsmanni. Gefandi bikarsins er verzlunin Sport, og mun reglugerðin sennilega verða birt í næsta blaði Veiðimannsins, ásamt mynd af gripnum. Er það skemmtileg ný- breytni, að konurnar fái sérstakan verð- launabikar og mun vafalaust verða til þess að örva þátttöku þeírra í stangveið- inni. Viðurkenning fyrir smálaxa. Þau hjónin frú Lára Árnadóttir og Steingrímur Jónsson, fymc rafmagns- stjóri, voru meðal boðsgesta, eins og áð- ur, og vonandi eiga þau eftir að sitja margar árshátíðir SVFR enn. Nýjar kyn- slóðir eru að sönnu oft fljótar að gleyma verkum hinna fyrri — ,,þeir gleyma hverjir sáðu, sem uppskeruna erfa“, eins og Davíð segir, en eigi að síður má telja það víst, að verk Steingríms Jónssonar í þágu fiskræktunarmálanna gleymast ekki meðan Stangaveiðifélag Reykjavík- ur lifir og lax gengur í Elliðaár. í skemmtilegri ræðu, sem frú Lára hélt á árshátíðinni, talaði hún um það, að allar viðurkenningar og verðlaun féllu jafnan í hlut þeirra, sem veiddu stærstu laxana. Frá sjónarmiði húsmóðurinnar væru þó 4 og 5 punda laxarnir engu Veiðimenn! Úrin ganga rétt í veiðiferðinni, ef þið látið okkur gera við þau. Sigurður Sivertsen úrstniðavinnustofa. Veslurgötu 16. Sími 18711. 46 Veiðimaðurins

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.