Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 60

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 60
Frá stjórn S.V.F.R. EINS o.g á s.l. vori var haldinn almenn- ur félagsfundur í Lido, sunnud. 25. þ. m. Var hann mjög vel sóttur. Eftir að formaður hafði gert grein fyr- ir því helzta, sem gerzt hefur í félags- starfseminni á þessum vetri, og farið nokkrum orðum um væntanleg veiði- svæði félagsins á sumri komanda, urðu fjörugar umræður um ýms félagsmál, og stóð fundurinn frá kl. 2 til kl. 5,30. Formaður skýrði frá því, að nrjög lít- ið framboð hefði verið á veiðiám á þess- um vetri. Var þar aðeins um að ræða Vatnsdalsá, sem félagið bauð auðvitað í eins hátt og frekast þótti fært, en einstakl- ingar buðu miklu hærra, að sögn með útlendinga að baki sér. Félagið mun hafa sömu veiðisvæði og s. 1. sumar, sumstaðar einhverja viðbót. Til dæmis hefur félagið nú tryggt sér viku í Laxá í Þingeyjarsýslu, næstu 5 ár. Er hér um að ræða 10—12 stanga svæði í þeim hluta árinnar, sem Laxárfélagið Jrefur. (Laxamýraland, Hólmavað o. s. frv.) Vegna almennra verðhækkana mun verð veiðileyfa liækka á flestum veiði- svæðum um 15—20%. Kastkennsla félagsins hefur verið mjög vel sótt í vetur. Hefur kennslunefndin yfir að ráða nú allt að 5 kennslustundiun á viku, og komast færri að en vilja. Laxaklak félagsins að Stokkalæk geng- ur að óskum, og er gert ráð fyrir að fé- lagið hafi til ráðstöfunar um % miljón seiða þaðan á vori komanda. Einnig hef- ur félagið hafið undirbúning að bygg- ingu nýs klakhúss að Völlum á Kjalar- nesi, sem ráðgert er að reyna að koma upp í sumar. Eru þar hin beztu skilyrði. Eins og þeim er kunnugt, sem voru á árshátíð félagsins í vetur, var þar stofnað til tveggja nýrra og sérstæðra verðlauna, sem keppa á um innan félagsins og á veiðisvæðum þess. Frú Lára Árnadóttir, kona Steingríms Jónssonar fyrrv. raf- magnsstj., gaf kr. 2000,00, til sjóðsmynd- unar. Á sá sjóður að standa straum af verðlaunaveitingu til þess félagsmanns, sem veiðir flesta „matarlaxa“, eins og hún orðaði það, en þar á hún við 4—7 punda laxa. í sjóðinn bættist frá öðrum konum í hófinu aðrar 2000 kr. Verð- ur reglugerð samin fyrir sumarið, í sam- ráði við gefanda. Hér eftir verður því engu síður hægt að vinna til verðlauna með því að veiða marga smálaxa en einn stóran. í öðru lagi tilkynnti Hákon Jó- hannsson kaupm. í Sport, að hann myndi gefa verðlaunagrip, sem sú kona hlýtur, sem veiðir stærstan lax á veiði- svæðum félagsins. Koma til greina bæði félagskonur og konur félagsmanna, þótt þær séu ekki í félaginu, en með bænd- um sínum á veiðum. Það skal tekið fram, að þær rnega veiða laxinn á hverja leyfi- lega beitu sem er. Fjáröflunarnefnd félagsins hefur ákveð- ið í samráði við stjórnina, að lialda veg- legt skemmtikvöld í Lidó, föstud. 6. apríl n. k. Verður þar spilað Bingó, méð mjög verðmætum og mörgum vinning- um. Ágóðanum verður varið til veiði- húsbygginga félagsins og viðhalds þeirra. Er skorað á félagsmenn að fjölmenna og taka gesti með. Stjórnin. 50 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.