Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 18

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 18
Krókur í Grafningi. Veiðihúsiðfrá Kaldárhöfða fremst t.h. Ljósm. Magn- ús Gíslason. Þjóðminjasafn íslands. til að halda frá sér snákum! Líklegra tel ég að flugnanetið hafi verið ætlað til að halda burtu mýflugunum við Kaldárhöfða, en sem kunnugt er voru aðalklakstöðvar mýs- ins þar, og alsiða síðar að menn hefðu net til að hlífa andlitinu við veiðarnar. í Sýslu- og sóknarlýsingum (1979, 163-164) segir að í Soginu milli Þingvalla- vatns og Ulfljótsvatns „...sé auga það upp- úr hvörju kemur á sumrin það mikla mýbit sem orðlagt er í Grafningnum og með Sog- inu, um allt land.“ Sir Charles H. J. Anderson sem áður er nefndur lýsir því þegar þeir feðgar koma að Efra-Sogi þann 12. ágúst árið 1863 og læt ég hluta af frásögn hans, þegar hann lýsir aðstæðum og veiði, fylgja hér með: „Eftir hálftíma komum við að Sogi og bjuggum um okkur nálægt bænum rétt við lítið hús, sem var læst og eign skozks manns. Fallegur staður í skjóli nálægt ánni, en þar var fremur mikil ásókn af mýflug- um. Ég fór út að djúpum hyl rétt hjá, þar sem straumhörð áin þýtur um þröngt gil í klettunum á leiðinni í Álftavatn. Þar sá ég sjón, sem ég tel vafa á að eigi sinn líka nokkurs staðar. Eftir að hafa steypzt gegn- um gilið þyrlast áin í kringum stóran klett með miklu straumkasti, sem er í raun og veru eins konar hringiða. I henni miðri voru silungar og bleikjur að stökkva eftir flugum, sem eru þarna algengar í torfum. Það var hægt að sjá 10 eða 12 ugga og bök á fiskum, frá tveimur til sex pund á þyngd, aðeins nokkra þumlunga hver frá öðrum.* Eiginlega líktust þeir helzt hnýsum í smækkaðri mynd. Frank kastaði með flugu og veiddi 2 silunga næstum þegar í stað. Gengum til hvílu eftir að hafa teiknað bæinn.“ Daginn eftir dvöldu þeir feðgar þarna og hrifning þeirra leynir sér ekki: „Gilið á þessum fagra stað er um hálf míla á lengd og áin, sem um það rennur, dásamlega blágræn líkt og ár í Noregi. Er hún mjög brött og straumhörð og endar í djúpum hringiðuhyl, sem áður var nefnd- ur. Endurnar eru á flögri fram og aftur og kríurnar sveima um utar í átt að vatninu. Hlíðar klettanna eru hér vaxnar grösum og mosa. Hvönn í blóma, þykk safamikil planta með sægrænum blöðum, myndar yndislega brúska, innan um rauðbrúnar breiður af mosa og silfurgráum skófum. Að öllu samanlögðu er Sogið mjög yndis- legur staður. Frank veiddi á mjög stuttum tíma um eftirmiðdaginn tvær stórar bleikj- ur um 4 pund hvora, silung af sömu stærð og þrjá smærri. Við fengum bleikju til kvöldverðar og vorum báðir sammála um, að hún væri einn ljúffengasti fiskur, sem við nokkru sinni hefðum bragðað. Þetta ásamt andarunga og lóu veitti okkur sann- kallaða sælkeramáltíð, og við hugsuðum til vina okkar á sunnudögum, sem meta mik- *Þarna er hann augljóslega að lýsa aðstæðum við „Kerið“, en í því og einkum þó í straumnum þar fyrir neðan var mjög mikið veitt síðar meir. Rétt hefði verið hjá höfundi að segja að þarna væri Sogið á leið í Úlfljótsvatn. Álftavatn er sem kunnugt er miklu neðar. 14 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.