Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 53

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 53
ákveðið var að ganga frá vatnsbrunninum og vatnsmálum stöðvarinnar til fram- búðar. Rekstur stöðvarinnar reyndist að þessu sinni ekki áfallalaus, svo sem vænta mátti. Hrogn, sem fengust úr Elliðaár- löxum og flutt höfðu verið í stöðina, urðu fyrir miklum afföllum. Einnig urðu mikil afföll á seiðum úr þeim við startfóðrun. Til þess að fullnægja samningum félags- ins við áreigendur, þurfti því að kaupa 5000 gönguseiði til viðbótar þeim, sem fyr- ir voru. Var þeim ráðstafað þannig: Brynjudalsá 1.500, Miðá 2.000, Leirvogsá 5.000 og Breiðdalsá 1.500. Sumargömlum seiðum var ráðstafað þannig: Leirvogsá 10.400, Brynjudalsá 2.500, Gljúfurá 4.500, Miðá 10.000 og Breiðdalsá 2.500. Afgang- inum var haldið í vetrareldi. Þann 13. september var gerð ferð að Brynjudalsá og dregið á neðan Bárðarfoss. Fengust 15 pör af laxi, sem sleppt var ofar í ánni, en þrjár hrygnur voru fluttar í Skóg- arlaxstöðina til undaneldis. 27. september fóru Guðmundur Bangog Hrafn Jóhanns- son á vatnasvæði Breiðdals. Dregið var á fram í myrkur þann dag og síðan byrjað í birtingu næsta dag og haldið áfram allt til hádegis. Höfðu þá náðst 14 hrygnur og svipað af hængum og komið fyrir í kistum til geymslu úti i árvatninu. Fór Guðmund- ur öðru sinni austur 19. október. I birt- ingu næsta dags var tekið til við að flokka og kreista þær níu hrygnur, sem tilbúnar voru. Gekk ferðin í alla staði vel og feng- ust flmm lítrar af hrognum. Skömmu síðar sendu bændur suður einn lítra, sem fékkst úr fjórum hrygnum. I lok október áskotn- aðist stöðinni fimm hrygnur og tveir hængar, allt yfír 10 pundum. Voru hrygn- urnar kreistar í stöðinni. Samkvæmt sam- komulagi við Rafmagnsveitu Reykjavíkur var leyft að taka 50 hrygnur og samsvar- andi af hængum úr Elliðaánum til hrogna- töku. Er nú þegar búið að taka hrogn úr 30 hrygnum og fengust 18 lítrar. Vatnasvæði SVFR og laxveiðin 1986: Félagið hafði allan veiðirétt á leigu í eftirgreindum ám og vatnasvæðum: Ellið- aánum, Leirvogsá, Brynjudalsá, Norðurá, Gljúfurá, Miðá í Dölum, Svartá og Stóru- Laxá. Einnig Breiðdalsá í umboðssölu. Þá hafði félagið á leigu allan veiðirétt í Sogi fyrir landi Ásgarðs og Syðribrúar, mestall- an fyrir landi Bíldsfells og 2A veiðiréttar í Alviðru í samvinnu við Stangaveiðifélag Selfoss að lA. Þá hafði félagið á leigu all- marga síðsumarsdaga á neðsta veiðisvæði Langár, 2A hluta veiðinnar að Snæfoks- stöðum í Hvítá og um þriðjung veiðidaga að Laugarbökkum í Hvítá og í Blöndu. Fjöldi framboðinna stangveiðidaga í hverri á fyrir sig var sem hér segir: Elliða- árnar 480, Leirvogsá 211, Brynjudalsá 144, Norðurá 1288, Gljúfurá 276, Langá 90, Miðá 276, Blanda 102, Svartá 210, Sogið 797, Snæfoksstaðir 184, Laugarbakkar 70, Stóra-Laxá 920, Breiðdalsá 412, eða alls 5460 stangveiðidagar. Ef laxveiðin í ám félagsins 1986 er borin saman við meðaltalsveiðina næstu 10 ár á undan, kemur í Ijós, að í heild hefur hún aukist nokkuð, æðimisjafnt þó eftir ám og vatnasvæðum. Elliðaárnar, Leirvogsá og Brynjudalsá gáfu allar töluvert slakari veiði á árinu en nam 10 ára meðaltalsveið- inni. Borgfírsku árnar, Norðurá og Gljúf- urá, voru örlítið yfír meðaltalinu, en Miðá nokkuð undir því, enda þótt áin gæfí rúm- lega tvöfalt meira en árið á undan. Hún- vetnsku árnar, Blanda og Svartá, voru mjög gjöfular. Þannig gaf Blanda nær 70% betri veiði og Svartá 80% meira en 10 ára meðaltalsveiðin. Ef við svo virðum fyrir okkur tölurnar úr ánum í Árnessýslu kem- ur í ljós, að veiðin í Soginu hefur aukist um tæp 20%, en hins vegar gaf Stóra-Laxá VEIÐIMAÐURINN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.