Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 31
Þann 14. janúar s.l. andaðist á Borgar- spítalanum í Reykjavík Björn J. Blöndal bóndi og rithöfundur í Laugarholti í Borg- arfirði. Utför hans var gerð frá Bæjar- kirkju 24. janúar. Bjöm var fæddur í Stafholtsey 9. sept- ember 1902 og ólst þar upp, en hóf búskap í Laugarholti 1931. Eftirlifandi kona hans er Jórunn Sveinbjamardóttir. Synir þeirra, Jón og Sveinbjörn, búa í Laugarholti. Björn J. Blöndal var brautryðjandi í íslenzkum bókmenntum um stangveiði og skrifaði allmargar bækur, þar sem saman fór fróðleikur um laxveiði og ýmsar lax- veiðiár, veiðisögur, náttúrulýsingar og þjóðlegur fróðleikur. Fyrsta bók Björns var Hamingjudagar, sem kom út 1950. Hún vakti verðskuldaða athygli fyrir hugljúfa frásögn og sérstæðan stíl. I ritdómi um bókina hér í blaðinu sagði Víglundur Möller ritstjóri m.a.: „Að mínum dómi er þessi bók listaverk. Hún hefur alla þá kosti, sem úrvalsbækur prýða: Efnið er hugðnæmt, málið fagurt, og skáldlegt innsæi höfundarins leiðir les- andann inn í þau undralönd fegurðar og friðar, sem við innst inni þráum allir að líta, eigum ef til vill sumir sjálfír í sálum okkar, minningum og umhverfi, eins og hann, þótt okkur skorti að jafnaði þá skyggnigáfu, sem með þarf, til þess að greina þau gegnum þoku hversdagsleik- ans, sem oftast umlykur líf okkar og störf.“ Lokaorðin í ritdómi Víglundar voru þessi: „Ég á enga ósk betri en þá, íslenzk- um veiðimönnum til handa, að þeir gangi að íþrótt sinni með sem allra líkustu hugarfari og Björn J. Blöndal. Takist þeim að tileinka sér, þó ekki væri nema brot af lífsskoðun hans og lærdómi, þá verða veiðiferðir þeirra sannnefndir hamingju- dagar.“ Meðal annarra bóka Björns J. Blöndal má nefna: Að kvöldi dags (1952), Vina- fundir (1953), Vatnaniður (1956), Vötnin ströng (1972), Norðurá fegurst áa (1975) og Svanasöngur (1976). Björn var góður vinur blaðsins okkar, Veiðimannsins, og skrifaði nokkrum sinn- um greinar í það. Sú fyrsta birtist í 5. tölu- blaði, árið 1944, en síðast skrifaði hann í blaðið árið 1981, í 106. tölublað. Þá var að hefjast í blaðinu greinaflokkurinn „Upp- áhaldsflugan mín“ og átti Björn fyrsta þáttinn í þeirri syrpu. Nokkrum kunnum veiðimönnum hafði verið sent bréf og þeir beðnir að segja lesendum blaðsins frá uppáhaldsflugunni sinni. Björn varð fyrstur til að svara. Ahugi hans og góður hugur til blaðsins kemur fram í upphafsorðum greinarinnar: „Þakka bréf ykkar, sem ég fékk í gær. í nótt varð ég andvaka, og upp úr því fór ég að hugsa um svar mitt.“ Og svarið barst nokkrum dögum síðar, hugljúf grein, fallegt upphaf á nýrri þáttaröð blaðsins. Lokaorð greinarinnar lýsa vel hinum prúða veiðimanni og mikla náttúruunn- anda: ,, Sumarið 1980 veiddi ég einn lax, og á Bulldog. Það var um 14 punda hrygna í brúðkaupsklæðum, með ótrúlega falleg augu. Ég gaf henni líf.“ Veiðimaðurinn kveður Björn J. Blöndal með þakklæti fyrir velvild hans til blaðsins og fyrir bækurnar hans, sem auðgað hafa líf íslenzkra stangveiðimanna. M.Ó. VEIÐIMAÐURINN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.