Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 14
I Aðhaldinu, horft upp eftir far- vegi Sogsins. Rústir grjótbryggj- unnar sjást fremst á myndinni. Ljósm. Ami Erlingsson. menn frá Englandi, frá herra Hogarth, þeim er stundar veiðina í Olfusá og Þjórsá, annar þeirra er Pétr Kristoffersson (Finn- bogasonar á Fjalli á Mýrum) er hefir öðru hverju verið á Englandi og með laxveiða- mönnum þaðan undanfarin ár.“* Ekki hefur mér tekist að afla frekari heimilda um þennan veiðiskap á vegum Hr. Hogarths hér í stóránum okkar, hins vegar gerist það seinni part ársins að hann festir kaup á veiðirétti jarðarinnar Kaldárhöfða í Grímsnesi (þ.e. austurbakka Sogsins milli Þingvallavatns og Ulfljóts- vatns og að hluta til veiði í báðum þeim vötnum). Sjálfsagt er það ekki tilviljun að hann kaupir réttinn þarna því hvað mest veiðiorð hafði þá farið af þessari jörð hér austanfjalls (sbr. Sýslu- og sóknarlýs- ingar: 1979, 166-167 og Jarðabók Árna Magnússonar II: 1918-1921, 357). *Mikla sögu mætti skrifa um Pétur þennan, hann varð síðar kunnur bóndi að Stóru-Borg í Húnaþingi og var frumkvöðull þar í veiðimálum, tók fljótlega að laða til sín Breta til veiða í Víðidalsá. Hann byggði milli 1880 og 1890 sérstakt hús fyrir þessa veiðigesti. Stendur þetta hús enn og var það lengi notað sem þingstaður. í bókinni Húnaþing (útgefin 1978 af Búnaðarfélagi, Kaupfélagi og Sögufélagi Vestur-Húnvetninga) er þess getið að ef til vill muni þetta vera með fyrstu veiðihúsum sem reist hafi verið hérlendis. (Um Pétur þennan má m.a. lesa í Eyfirðingabók, frásögn sem ber heitið Brúðkaupið að Stóru-Borg, þar er m.a. greint frá dvöl hans ytra á ungdómsárum). Afsal veiðiréttarins Þar sem jafnvel er talið að hér sé um að ræða fyrsta samning um veiðirétt, sem gerður er hér á landi við útlendinga (sbr. Sunnlenskar byggðir III: 1983, 80), þá ætla ég að birta hér afsalsbréfið sem þá var gert. Afsalsbréf fyrir veiði á vatni í jarðar- innar Kaldárhöfða landi frá 1. júní til 31. ágúst ár hvert. Seljandi Finnur Finnsson. Kaupandi William Hogarth Esqv. í Aberdeen. Copía/ Það játa eg Finnur bóndi Finnsson á Kaldárhöfða í Grímsnesi innan Árnes- sýslu og Suðuramtsins á Islandi, eigandi að fyrtéðri ábúðarjörðu minni samkvæmt afsalsbréfi dagsettu í dag, að eg hafi selt og afhent eins og með þessu bréfi mínu sel og afhendi frá mér og mínum lögerfingjum til fullkominnar og óafturkallanlegrar brúkunar og notkunar upptalda alla veiði á vatni fyrir fyrrnefndrar eignarjarðar minnar Kaldárhöfða landi á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst ár hvert, mið- streymis út frá jarðarinnar landi ámóts við aðrar jarðir, eða veiðirétt þeirra á vatni, 10 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.